Segir brotið á rétti neytenda og reynt að hylma yfir brotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2015 16:51 „Þegar kemur að landbúnaðinum virðast bæði ríkisstjórn og Alþingi, sama hver er þar í meirihluta, líta svo á að sjónarmið um samkeppni og hag neytenda skipti ekki máli,“ segir framkvæmdastjóri FA. Vísir/Stefán „Þegar brotið er á rétti neytenda fer löggjafinn í það að hylma yfir brotið og réttlæta það í stað þess að rétta hlut neytenda. Þetta er galið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Tilefnið er samþykkt Alþingis í síðustu viku um breytingu á búvörulögum sem festi í sessi núverandi fyrirkomulag útboðs á innflutningskvóta fyrir búvörur. Þannig er rennt frekari stoðum undir fyrirkomulag sem að áliti Samkeppniseftirlitsins hækkar vöruverð og hindrar samkeppni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda vegna málsins. Forsaga málsins er að í mars síðastliðnum felldi Héraðsdómur Reykjavíkur þrjá dóma þar sem innheimta útboðsgjalds fyrir innflutningskvóta á búvörur er úrskurðuð ólögmæt og í andstöðu við stjórnarskrá. Dómurinn taldi gjaldið skatt og að með því að gefa landbúnaðarráðherra val samkvæmt búvörulögum um hvort innflutningskvóti væri boðinn út eða varpað um hann hlutkesti hefði Alþingi framselt of mikið skattlagningarvald til ráðherrans. Stuttu fyrir þinglok skilaði meirihluti atvinnuveganefndar nefndaráliti um frumvarp um óskyldar breytingar á búvörulögum. Því áliti fylgdi breytingartillaga, um að fella burt heimild ráðherra í búvörulögunum til að láta hlutkesti ráða úthlutun þegar umsóknir berast um meiri innflutning en nemur tollkvóta. „Ástæða tillögu þessarar eru dómar sem féllu nýverið í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að það að ráðherra hafi val um hvorri aðferð 3. mgr. 65. gr. sé beitt, þ.e. hvort hlutkesti sé varpað eða tilboða leitað, feli í sér að hann hafi ákvörðunarvald um hvort skattur sé lagður á eða ekki,“ segir í nefndarálitinu.Ekkert samráð, lítil umræða Breytingartillagan var sett fram eftir að hagsmunaaðilar höfðu komið á fund atvinnuveganefndar til að segja álit sitt á frumvarpinu, sem að uppistöðu fjallar um allt aðra hluti; flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til Matvælastofnunar. Ekkert samráð var haft við hagsmunaaðila á borð við samtök fyrirtækja í matvælainnflutningi, samtök neytenda eða aðra sem málið varðar að því er segir í tilkynningu frá FA. „Þessi veigamikla breyting fékk litla sem enga umræðu í nefndinni og á Alþingi. Eingöngu þingmenn Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði gegn henni í atkvæðagreiðslu, en stjórnarflokkarnir og Vinstri græn studdu hana.“ Í tilkynningunni frá Félagi atvinnurekenda segir að breyting meirihluta Alþingis á búvörulögunum gangi þvert gegn ábendingum Samkeppniseftirlitsins, sem hafi ítrekað lagt til að útboð á tollkvóta verði aflagt, nú síðast í skýrslu sinni um dagvörumarkaðinn í mars síðastliðnum: „Útboð landbúnaðarráðuneytisins á tollkvótum vegna innflutnings á kjöti, smjöri og ostum verði felld niður í núverandi mynd. Verði þau ekki lögð niður er lagt til að úthlutun verði endurgjaldslaus og eftir atvikum hlutkesti varpað sé ásókn umfram kvóta.“ Samkeppniseftirlitið benti á að núverandi fyrirkomulag hefði stuðlað að hærra vöruverði, hamlað samkeppni og hindraði aðgang nýrra innflutningsfyrirtækja að markaðnum. Við þessu bregst Alþingi með því að strika út úr lögunum þá leið sem Samkeppniseftirlitið leggur til að sé farin og festir núverandi fyrirkomulag í sessi segir í tilkynningunni frá Félagi atvinnurekenda.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Varðstaða um þrönga hagsmuni „Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum en koma því miður ekki að öllu leyti á óvart,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þegar kemur að landbúnaðinum virðast bæði ríkisstjórn og Alþingi, sama hver er þar í meirihluta, líta svo á að sjónarmið um samkeppni og hag neytenda skipti ekki máli. Þegar brotið er á rétti neytenda fer löggjafinn í það að hylma yfir brotið og réttlæta það í stað þess að rétta hlut neytenda. Þetta er galið.“ Ólafur vísar til upplýsinga sem FA hefur tekið saman og sýna að útboð á tollkvóta og tilheyrandi innheimta útboðsgjalds hækkar verð innfluttrar búvöru um tugi prósenta. „Samkeppniseftirlitið sagði í skýrslu sinni um dagvörumarkaðinn að stjórnvöld hefðu ítrekað látið undir höfuð leggjast að taka mark á ábendingum sem sneru að aukinni samkeppni í landbúnaðinum. Það stoðaði lítið fyrir stjórnmálamenn að kvarta undan háu matvöruverði þegar þeir tækju ekki mark á tillögum um hvernig mætti lækka það. Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Alþingi stendur vörð um þrönga hagsmuni og ónýtt kerfi. Réttur neytenda skiptir engu máli.“ Alþingi Tengdar fréttir Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. 30. maí 2015 12:00 Ráðherra eigi að gefa út kvóta Aðgerðaleysi sagt að óbreyttu valda skorti á matvælum og skerða lífsgæði. 15. apríl 2015 07:45 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Þegar brotið er á rétti neytenda fer löggjafinn í það að hylma yfir brotið og réttlæta það í stað þess að rétta hlut neytenda. Þetta er galið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Tilefnið er samþykkt Alþingis í síðustu viku um breytingu á búvörulögum sem festi í sessi núverandi fyrirkomulag útboðs á innflutningskvóta fyrir búvörur. Þannig er rennt frekari stoðum undir fyrirkomulag sem að áliti Samkeppniseftirlitsins hækkar vöruverð og hindrar samkeppni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda vegna málsins. Forsaga málsins er að í mars síðastliðnum felldi Héraðsdómur Reykjavíkur þrjá dóma þar sem innheimta útboðsgjalds fyrir innflutningskvóta á búvörur er úrskurðuð ólögmæt og í andstöðu við stjórnarskrá. Dómurinn taldi gjaldið skatt og að með því að gefa landbúnaðarráðherra val samkvæmt búvörulögum um hvort innflutningskvóti væri boðinn út eða varpað um hann hlutkesti hefði Alþingi framselt of mikið skattlagningarvald til ráðherrans. Stuttu fyrir þinglok skilaði meirihluti atvinnuveganefndar nefndaráliti um frumvarp um óskyldar breytingar á búvörulögum. Því áliti fylgdi breytingartillaga, um að fella burt heimild ráðherra í búvörulögunum til að láta hlutkesti ráða úthlutun þegar umsóknir berast um meiri innflutning en nemur tollkvóta. „Ástæða tillögu þessarar eru dómar sem féllu nýverið í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að það að ráðherra hafi val um hvorri aðferð 3. mgr. 65. gr. sé beitt, þ.e. hvort hlutkesti sé varpað eða tilboða leitað, feli í sér að hann hafi ákvörðunarvald um hvort skattur sé lagður á eða ekki,“ segir í nefndarálitinu.Ekkert samráð, lítil umræða Breytingartillagan var sett fram eftir að hagsmunaaðilar höfðu komið á fund atvinnuveganefndar til að segja álit sitt á frumvarpinu, sem að uppistöðu fjallar um allt aðra hluti; flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til Matvælastofnunar. Ekkert samráð var haft við hagsmunaaðila á borð við samtök fyrirtækja í matvælainnflutningi, samtök neytenda eða aðra sem málið varðar að því er segir í tilkynningu frá FA. „Þessi veigamikla breyting fékk litla sem enga umræðu í nefndinni og á Alþingi. Eingöngu þingmenn Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði gegn henni í atkvæðagreiðslu, en stjórnarflokkarnir og Vinstri græn studdu hana.“ Í tilkynningunni frá Félagi atvinnurekenda segir að breyting meirihluta Alþingis á búvörulögunum gangi þvert gegn ábendingum Samkeppniseftirlitsins, sem hafi ítrekað lagt til að útboð á tollkvóta verði aflagt, nú síðast í skýrslu sinni um dagvörumarkaðinn í mars síðastliðnum: „Útboð landbúnaðarráðuneytisins á tollkvótum vegna innflutnings á kjöti, smjöri og ostum verði felld niður í núverandi mynd. Verði þau ekki lögð niður er lagt til að úthlutun verði endurgjaldslaus og eftir atvikum hlutkesti varpað sé ásókn umfram kvóta.“ Samkeppniseftirlitið benti á að núverandi fyrirkomulag hefði stuðlað að hærra vöruverði, hamlað samkeppni og hindraði aðgang nýrra innflutningsfyrirtækja að markaðnum. Við þessu bregst Alþingi með því að strika út úr lögunum þá leið sem Samkeppniseftirlitið leggur til að sé farin og festir núverandi fyrirkomulag í sessi segir í tilkynningunni frá Félagi atvinnurekenda.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Varðstaða um þrönga hagsmuni „Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum en koma því miður ekki að öllu leyti á óvart,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þegar kemur að landbúnaðinum virðast bæði ríkisstjórn og Alþingi, sama hver er þar í meirihluta, líta svo á að sjónarmið um samkeppni og hag neytenda skipti ekki máli. Þegar brotið er á rétti neytenda fer löggjafinn í það að hylma yfir brotið og réttlæta það í stað þess að rétta hlut neytenda. Þetta er galið.“ Ólafur vísar til upplýsinga sem FA hefur tekið saman og sýna að útboð á tollkvóta og tilheyrandi innheimta útboðsgjalds hækkar verð innfluttrar búvöru um tugi prósenta. „Samkeppniseftirlitið sagði í skýrslu sinni um dagvörumarkaðinn að stjórnvöld hefðu ítrekað látið undir höfuð leggjast að taka mark á ábendingum sem sneru að aukinni samkeppni í landbúnaðinum. Það stoðaði lítið fyrir stjórnmálamenn að kvarta undan háu matvöruverði þegar þeir tækju ekki mark á tillögum um hvernig mætti lækka það. Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Alþingi stendur vörð um þrönga hagsmuni og ónýtt kerfi. Réttur neytenda skiptir engu máli.“
Alþingi Tengdar fréttir Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. 30. maí 2015 12:00 Ráðherra eigi að gefa út kvóta Aðgerðaleysi sagt að óbreyttu valda skorti á matvælum og skerða lífsgæði. 15. apríl 2015 07:45 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. 30. maí 2015 12:00
Ráðherra eigi að gefa út kvóta Aðgerðaleysi sagt að óbreyttu valda skorti á matvælum og skerða lífsgæði. 15. apríl 2015 07:45