Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. október 2015 09:00 Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær, þar sem hún var spurð í þaula út í árásina á bandarískan sendiherrabústað í Bengasí í Líbíu haustið 2012. Sendiherrann, sem hét J. Christopher Stevens, lét lífið í árásinni ásamt þremur öðrum Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa ítrekað gagnrýnt Clinton, sem nú sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, vegna þessarar árásar. Hún er sögð hafa sem þáverandi utanríkisráðherra staðið rangt að ýmsu, bæði í aðdraganda og eftirmálum árásarinnar. Gagnrýnin hefur ekki síst beinst að því að öryggi sendiherrans hafi ekki verið tryggt betur, ekki síst þar sem sendiherrann sjálfur hafi óskað eftir því. Sjálf svarar hún því til að eðlilegt sé að reikna með því að bandarískir sendifulltrúar og sendiráðsstarfsfólk taki stundum áhættu. „Bandaríkin þurfa að hafa forystu í hættulegum heimi og sendifulltrúar okkar þurfa að halda áfram að koma fram fyrir okkar hönd á hættulegum stöðum,“ sagði hún, og bætti því við að þegar Bandaríkin halda sig fjarri þá hafi það afleiðingar. Hún segir sendiherrann vissulega hafa óskað eftir ýmsum umbótum, þar á meðal að öryggismál yrðu lagfærð. Hann hafi hins vegar aldrei sagt við starfsfólk utanríkisráðuneytisins að ástandið væri svo slæmt að hann gæti ekki starfað þarna lengur. Auk þess hafi það ekki verið í sínum verkahring að tryggja öryggi sendiherrans, heldur séu sérfræðingar Bandaríkjanna í öryggismálum látnir sjá um þau mál. „Þeir hafa haldið Bandaríkjamönnum öruggum í tveimur styrjöldum og mörgum virkilega skelfilegum aðstæðum,“ sagði hún við repúblikanann Lynn Westmoreland, sem á sæti í þingnefndinni og spurði út í þessu mál. „Ég hef treyst þeim fyrir lífi mínu, þú hefur treyst þeim fyrir þínu.“ Hún sagði að hlutverk sendiherrans á þessum tíma hafa fyrst og fremst verið fólgið í því að kanna aðstæður í landinu og athuga hverju Bandaríkin gætu komið til leiðar þar. Þetta var tæpu ári eftir að Moammar Gaddafí hafði verið steypt af stóli og hann síðan drepinn. Stuttu áður hafði verið kosið þing í landinu, en ástandið var að byrja að snúast upp í þá upplausn, sem enn ríkir þar. Þá notaði Clinton tækifærið og kom inn á umræðuna um tölvupósta sína þegar hún var spurð hvers vegna ekkert kæmi fram í þeim um eftirköst atburðanna í Bengasí. „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst,“ sagði hún. Hún hafi verið á stöðugum fundum í utanríkisráðuneytinu og lítinn tíma haft til að senda nánasta samstarfsfólki sínu tölvupóst. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær, þar sem hún var spurð í þaula út í árásina á bandarískan sendiherrabústað í Bengasí í Líbíu haustið 2012. Sendiherrann, sem hét J. Christopher Stevens, lét lífið í árásinni ásamt þremur öðrum Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa ítrekað gagnrýnt Clinton, sem nú sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, vegna þessarar árásar. Hún er sögð hafa sem þáverandi utanríkisráðherra staðið rangt að ýmsu, bæði í aðdraganda og eftirmálum árásarinnar. Gagnrýnin hefur ekki síst beinst að því að öryggi sendiherrans hafi ekki verið tryggt betur, ekki síst þar sem sendiherrann sjálfur hafi óskað eftir því. Sjálf svarar hún því til að eðlilegt sé að reikna með því að bandarískir sendifulltrúar og sendiráðsstarfsfólk taki stundum áhættu. „Bandaríkin þurfa að hafa forystu í hættulegum heimi og sendifulltrúar okkar þurfa að halda áfram að koma fram fyrir okkar hönd á hættulegum stöðum,“ sagði hún, og bætti því við að þegar Bandaríkin halda sig fjarri þá hafi það afleiðingar. Hún segir sendiherrann vissulega hafa óskað eftir ýmsum umbótum, þar á meðal að öryggismál yrðu lagfærð. Hann hafi hins vegar aldrei sagt við starfsfólk utanríkisráðuneytisins að ástandið væri svo slæmt að hann gæti ekki starfað þarna lengur. Auk þess hafi það ekki verið í sínum verkahring að tryggja öryggi sendiherrans, heldur séu sérfræðingar Bandaríkjanna í öryggismálum látnir sjá um þau mál. „Þeir hafa haldið Bandaríkjamönnum öruggum í tveimur styrjöldum og mörgum virkilega skelfilegum aðstæðum,“ sagði hún við repúblikanann Lynn Westmoreland, sem á sæti í þingnefndinni og spurði út í þessu mál. „Ég hef treyst þeim fyrir lífi mínu, þú hefur treyst þeim fyrir þínu.“ Hún sagði að hlutverk sendiherrans á þessum tíma hafa fyrst og fremst verið fólgið í því að kanna aðstæður í landinu og athuga hverju Bandaríkin gætu komið til leiðar þar. Þetta var tæpu ári eftir að Moammar Gaddafí hafði verið steypt af stóli og hann síðan drepinn. Stuttu áður hafði verið kosið þing í landinu, en ástandið var að byrja að snúast upp í þá upplausn, sem enn ríkir þar. Þá notaði Clinton tækifærið og kom inn á umræðuna um tölvupósta sína þegar hún var spurð hvers vegna ekkert kæmi fram í þeim um eftirköst atburðanna í Bengasí. „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst,“ sagði hún. Hún hafi verið á stöðugum fundum í utanríkisráðuneytinu og lítinn tíma haft til að senda nánasta samstarfsfólki sínu tölvupóst.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira