Rússar skipuleggja aðgerðir gegn Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2015 14:30 Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, kynnti aðgerðirnar í dag. Vísir/EPA Stjórnvöld í Rússlandi vinna nú að framkvæmd efnahagslegra- og stjórnmálaþvingana gegn Tyrkjum. Aðgerðirnar eru fyrirhugaðar vegna þess að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél í fyrradag. Þar að auki eru Rússar hættir öllu hernaðarlegu samstarfi með Tyrkjum.Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að aðgerðirnar verði útfærðar á tveimur dögum samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Hann segir enn fremur að aðgerðirnar verði ekki byggðar innan einhvers tímaramma heldur verði þeim haldið út eins lengi og þörf sé á. Rússar hafa nú þegar hert reglur og eftirlit varðandi flutning landbúnaðarvara frá Tyrklandi. Landbúnaðarráðherran Alexander Tkachev sagði í gær að mögulega væri öllum innflutning matvæla frá Tyrklandi hætt. Hægt væri að flytja inn grænmeti frá Íran, Ísrael, Marokkó, Aserbaísjan og Úsbekistan.Samkvæmt frétt BBC gætu aðgerðirnar einnig falið í sér að hætt verði við sameiginlegar fjárfestingar ríkjanna. Samband Rússlands og Tyrklands er nú mjög stirt eftir að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél á þriðjudaginn. Tyrkir segja vélinni hafa verið flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. NATO hefur stutt við þessa lýsingu Tyrkja. Rússar segja hins vegar að vélinni hafi aldrei verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands. Enn fremur segja þeir að með þessu hafi Tyrkir sýnt að þeir styðji við hryðjuverk Íslamska ríkisins. Undanfarna daga hafa yfirvöld í Rússlandi gagnrýnt Tyrki harðlega og jafnvel haldið því fram að Tyrkir kaupi olíu af ISIS og haldi þannig starfsemi þeirra gangandi. Annar flugmaður flugvélarinnar var myrtur af uppreisnarmönnum Túrkmena í norðanverðu Sýrlandi þar sem flugvélin brotlenti. Hinum var bjargað eftir að hafa verið á flótta í tólf tíma. Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43 Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40 Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45 Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53 Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00 Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57 Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45 Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi vinna nú að framkvæmd efnahagslegra- og stjórnmálaþvingana gegn Tyrkjum. Aðgerðirnar eru fyrirhugaðar vegna þess að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél í fyrradag. Þar að auki eru Rússar hættir öllu hernaðarlegu samstarfi með Tyrkjum.Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að aðgerðirnar verði útfærðar á tveimur dögum samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Hann segir enn fremur að aðgerðirnar verði ekki byggðar innan einhvers tímaramma heldur verði þeim haldið út eins lengi og þörf sé á. Rússar hafa nú þegar hert reglur og eftirlit varðandi flutning landbúnaðarvara frá Tyrklandi. Landbúnaðarráðherran Alexander Tkachev sagði í gær að mögulega væri öllum innflutning matvæla frá Tyrklandi hætt. Hægt væri að flytja inn grænmeti frá Íran, Ísrael, Marokkó, Aserbaísjan og Úsbekistan.Samkvæmt frétt BBC gætu aðgerðirnar einnig falið í sér að hætt verði við sameiginlegar fjárfestingar ríkjanna. Samband Rússlands og Tyrklands er nú mjög stirt eftir að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél á þriðjudaginn. Tyrkir segja vélinni hafa verið flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. NATO hefur stutt við þessa lýsingu Tyrkja. Rússar segja hins vegar að vélinni hafi aldrei verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands. Enn fremur segja þeir að með þessu hafi Tyrkir sýnt að þeir styðji við hryðjuverk Íslamska ríkisins. Undanfarna daga hafa yfirvöld í Rússlandi gagnrýnt Tyrki harðlega og jafnvel haldið því fram að Tyrkir kaupi olíu af ISIS og haldi þannig starfsemi þeirra gangandi. Annar flugmaður flugvélarinnar var myrtur af uppreisnarmönnum Túrkmena í norðanverðu Sýrlandi þar sem flugvélin brotlenti. Hinum var bjargað eftir að hafa verið á flótta í tólf tíma.
Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43 Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40 Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45 Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53 Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00 Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57 Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45 Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43
Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40
Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45
Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53
Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00
Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57
Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45
Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50