Veik börn Bjarni Már Magnússon skrifar 16. desember 2015 07:00 Brottvísun veikra barna úr landi hefur verið í brennidepli. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1989 hefur að geyma ákvæði sem snerta réttindi veikra barna. Ísland fullgilti samninginn árið 1992. Auk þess hefur sáttmálinn verið innleiddur í íslenskan landsrétt með lögum nr. 19 frá 2013 sem öðluðust gildi sama ár. Barnasáttmálinn er þar með íslenskur landsréttur sem stjórnvöldum ber að fylgja auk þess sem þau eru bundin af honum að alþjóðalögum. Í ákvæðum Barnasáttmálans felst viðurkenning á að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Hornsteinn sáttmálans – og reyndar allrar löggjafar um börn – er sú meginregla að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er þeim fyrir bestu. Réttindi veikra barna Í 1. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um eftirfarandi: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu.“ Í ljósi þessa ákvæðis má velta fyrir sér hversu langt skylda Útlendingastofnunar nær til að kanna ástand heilbrigðiskerfis ríkis þegar veiku barni er vísað úr landi og hvernig læknismeðferð það fær þar nákvæmlega. Ætla má að sú skylda sé mjög rík. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort það verði ekki að hafa umrætt ákvæði Barnasáttmálans í huga þegar 2. mgr. 12. gr. f. útlendingalaga er skýrð en ákvæðið kveður á um að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum. Við það mat á að taka sérstakt tillit til slíkra sjónarmiða ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Brottvísun veikra barna úr landi hefur verið í brennidepli. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1989 hefur að geyma ákvæði sem snerta réttindi veikra barna. Ísland fullgilti samninginn árið 1992. Auk þess hefur sáttmálinn verið innleiddur í íslenskan landsrétt með lögum nr. 19 frá 2013 sem öðluðust gildi sama ár. Barnasáttmálinn er þar með íslenskur landsréttur sem stjórnvöldum ber að fylgja auk þess sem þau eru bundin af honum að alþjóðalögum. Í ákvæðum Barnasáttmálans felst viðurkenning á að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Hornsteinn sáttmálans – og reyndar allrar löggjafar um börn – er sú meginregla að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er þeim fyrir bestu. Réttindi veikra barna Í 1. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um eftirfarandi: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu.“ Í ljósi þessa ákvæðis má velta fyrir sér hversu langt skylda Útlendingastofnunar nær til að kanna ástand heilbrigðiskerfis ríkis þegar veiku barni er vísað úr landi og hvernig læknismeðferð það fær þar nákvæmlega. Ætla má að sú skylda sé mjög rík. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort það verði ekki að hafa umrætt ákvæði Barnasáttmálans í huga þegar 2. mgr. 12. gr. f. útlendingalaga er skýrð en ákvæðið kveður á um að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum. Við það mat á að taka sérstakt tillit til slíkra sjónarmiða ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðunina.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar