Veik börn Bjarni Már Magnússon skrifar 16. desember 2015 07:00 Brottvísun veikra barna úr landi hefur verið í brennidepli. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1989 hefur að geyma ákvæði sem snerta réttindi veikra barna. Ísland fullgilti samninginn árið 1992. Auk þess hefur sáttmálinn verið innleiddur í íslenskan landsrétt með lögum nr. 19 frá 2013 sem öðluðust gildi sama ár. Barnasáttmálinn er þar með íslenskur landsréttur sem stjórnvöldum ber að fylgja auk þess sem þau eru bundin af honum að alþjóðalögum. Í ákvæðum Barnasáttmálans felst viðurkenning á að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Hornsteinn sáttmálans – og reyndar allrar löggjafar um börn – er sú meginregla að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er þeim fyrir bestu. Réttindi veikra barna Í 1. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um eftirfarandi: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu.“ Í ljósi þessa ákvæðis má velta fyrir sér hversu langt skylda Útlendingastofnunar nær til að kanna ástand heilbrigðiskerfis ríkis þegar veiku barni er vísað úr landi og hvernig læknismeðferð það fær þar nákvæmlega. Ætla má að sú skylda sé mjög rík. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort það verði ekki að hafa umrætt ákvæði Barnasáttmálans í huga þegar 2. mgr. 12. gr. f. útlendingalaga er skýrð en ákvæðið kveður á um að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum. Við það mat á að taka sérstakt tillit til slíkra sjónarmiða ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Brottvísun veikra barna úr landi hefur verið í brennidepli. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1989 hefur að geyma ákvæði sem snerta réttindi veikra barna. Ísland fullgilti samninginn árið 1992. Auk þess hefur sáttmálinn verið innleiddur í íslenskan landsrétt með lögum nr. 19 frá 2013 sem öðluðust gildi sama ár. Barnasáttmálinn er þar með íslenskur landsréttur sem stjórnvöldum ber að fylgja auk þess sem þau eru bundin af honum að alþjóðalögum. Í ákvæðum Barnasáttmálans felst viðurkenning á að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Hornsteinn sáttmálans – og reyndar allrar löggjafar um börn – er sú meginregla að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er þeim fyrir bestu. Réttindi veikra barna Í 1. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um eftirfarandi: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu.“ Í ljósi þessa ákvæðis má velta fyrir sér hversu langt skylda Útlendingastofnunar nær til að kanna ástand heilbrigðiskerfis ríkis þegar veiku barni er vísað úr landi og hvernig læknismeðferð það fær þar nákvæmlega. Ætla má að sú skylda sé mjög rík. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort það verði ekki að hafa umrætt ákvæði Barnasáttmálans í huga þegar 2. mgr. 12. gr. f. útlendingalaga er skýrð en ákvæðið kveður á um að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum. Við það mat á að taka sérstakt tillit til slíkra sjónarmiða ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðunina.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun