Segja háskólamenntun ekki alltaf borga sig í Bandaríkjunum Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 10:57 Samkvæmt skýrslu Goldman Sachs, borgar sig að mennta sig í bestu háskólum Bandaríkjanna, eins og Harvard. Það borgar sig ekki alltaf að fjárfesta í háskólamenntun í Bandaríkjunum, þetta er mat greiningaraðila hjá Goldman Sachs. Í nýrri skýrslu segir bankinn að það borgi sig ekki að fara í 25 prósent af lélegustu skólum landsins, tekjurnar sem útskrifaðir nemendur þeirra skóla fá eru lægri en þeirra sem eru einungis búnir með menntaskóla. Jafnvel þeir sem eru í miðlungsgóðum skólum ættu að endurskoða ákvörðun sína. Það er farið að borga sig minna að sækja sér háskólamenntun segir í skýrslunni. Árið 2010 tók útskrifaða nemendur um átta ár að endurgreiða námslán sín sem nema allt að tugum milljónum króna. Tíminn til endurgreiðslu hefur hækkað, þeir sem útskrifast í ár munu ekki vera búnir að endurgreiða menntunina fyrr en níu árum eftir útskrift, og þeir sem útskrifast árið 2050 munu ekki vera búnir að endurgreiða námið fyrr en fimmtán árum eftir útskrift. Þrátt fyrir hátt hlutfall þeirra sem sækja sér háskólamenntun í Bandaríkjunum, kvarta fyrirtæki þar ennþá yfir því að geta ekki fundið menntaða starfsmenn. Í skýrslunni kemur fram að það borgi sig ennþá að fara í bestu skóla landsins, eins og MIT, það muni leiða til hærri launa og betri starfstækifæra. Auk þess getur greinin sem einstaklingurinn mentar sig í haft áhrif. Þeir sem læra viðskiptafræði, eða á heilbrigðisvísindasviði eru mun líklegri til að endurgreiða námslánin hratt. Hins vegar virðast aðstæður vera orðnar þannig að það geti frekar borgað sig fyrir Bandaríkjamenn að sækja sér námskeið á netinu, en að eyða tugum milljóna í háskólamenntun. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Það borgar sig ekki alltaf að fjárfesta í háskólamenntun í Bandaríkjunum, þetta er mat greiningaraðila hjá Goldman Sachs. Í nýrri skýrslu segir bankinn að það borgi sig ekki að fara í 25 prósent af lélegustu skólum landsins, tekjurnar sem útskrifaðir nemendur þeirra skóla fá eru lægri en þeirra sem eru einungis búnir með menntaskóla. Jafnvel þeir sem eru í miðlungsgóðum skólum ættu að endurskoða ákvörðun sína. Það er farið að borga sig minna að sækja sér háskólamenntun segir í skýrslunni. Árið 2010 tók útskrifaða nemendur um átta ár að endurgreiða námslán sín sem nema allt að tugum milljónum króna. Tíminn til endurgreiðslu hefur hækkað, þeir sem útskrifast í ár munu ekki vera búnir að endurgreiða menntunina fyrr en níu árum eftir útskrift, og þeir sem útskrifast árið 2050 munu ekki vera búnir að endurgreiða námið fyrr en fimmtán árum eftir útskrift. Þrátt fyrir hátt hlutfall þeirra sem sækja sér háskólamenntun í Bandaríkjunum, kvarta fyrirtæki þar ennþá yfir því að geta ekki fundið menntaða starfsmenn. Í skýrslunni kemur fram að það borgi sig ennþá að fara í bestu skóla landsins, eins og MIT, það muni leiða til hærri launa og betri starfstækifæra. Auk þess getur greinin sem einstaklingurinn mentar sig í haft áhrif. Þeir sem læra viðskiptafræði, eða á heilbrigðisvísindasviði eru mun líklegri til að endurgreiða námslánin hratt. Hins vegar virðast aðstæður vera orðnar þannig að það geti frekar borgað sig fyrir Bandaríkjamenn að sækja sér námskeið á netinu, en að eyða tugum milljóna í háskólamenntun.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira