Þurfti ráðherra ráðgjöf um bréfið til Brussel? Brjánn Jónasson skrifar 17. mars 2015 00:00 Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. Þar hefur verið reynt að fá botn í hvað þar kom fram, hvað bréfið þýðir og hvort ráðherrann hafði á annað borð heimild til að skrifa það. Ekkert er að því að segja frá kostnaði ríkisins við ráðgjöf hvers konar. Það er eðlilegur hluti af aðhaldi fjölmiðla. Í kjölfarið heyrðust þó hneykslunarraddir yfir því að ráðherrann hefði leitað sér ráðgjafar á þessu sviði. Einhverjir töldu óeðlilegt að eyða fjármunum ríkisins í slíkt.Ráðherra hefði þurft ráðgjöf Þá er gott að horfa á annað nýlegt dæmi um samskipti stjórnvalda, bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB. Þar hefði ráðherrann betur fengið sérfræðing í almannatengslum sér til ráðgjafar. Góður ráðgjafi hefði ráðlagt utanríkisráðherra að tryggja skýrleika skilaboðanna. Eitthvað er að samskiptum ef tveir menn lesa bréf og skilja innihald þess á ólíkan hátt. Næsta verkefni ráðgjafans væri að fá ráðherrann til að kynna innihald bréfsins fyrir samherjum sínum í pólitík og skýra það fyrir þeim svo allir væru með efnið á hreinu. Að öðrum kosti er víst að þeir tali þvers og kruss um efnið. Að því loknu hefði ráðgjafinn eflaust ráðlagt ráðherra að hafa samráð við utanríkismálanefnd. Tæknilega má vera að slíkt sé óþarfi. Um það mega lögfræðingar eiga síðasta orðið. En í raun skiptir það ekki máli. Frá sjónarhóli samskipta skiptir máli að ef það er ekki gert þá er hætt við að umræðan fari að snúast um tæknilegt atriði, ekki efni bréfsins. Með skýrari samskiptum og ráðgjöf við sérfræðinga í boðmiðlun hefði utanríkisráðherra geta forðast þá hringavitleysu sem einkennt hefur bréfamálið. Hluti af verkinu hefði verið að svara gagnrýni á málið í viðtölum við fjölmiðla og úr pontu á Alþingi.Slæm niðurstaða þrátt fyrir ráðgjöf Það er ekkert hægt að fullyrða um gæði þeirrar ráðgjafar almannatengla sem Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk í aðdraganda þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra. Of margt er á huldu um málið. Við vitum ekki hvenær hún leitaði sér ráðgjafar, hvað ráðgjafarnir fengu að vita eða hvort ráðherrann hafi farið eftir ráðgjöfinni. Það sem við vitum er að niðurstaðan var neikvæð. Hún var slæm fyrir ráðherrann, ráðuneytið, ríkisstjórnina, Alþingi og almenning. Kannski var ráðgjöfin léleg. Kannski tók ráðherrann ekki mark á ráðgjöfinni og gerði allt öfugt við það sem henni var ráðlagt. Hvað sem því líður er fráleitt að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við að ráðherrar eða aðrir stjórnendur leiti sér ráðgjafar á sviði almannatengsla. Sá tími er löngu liðinn að stjórnendur viti allt manna best. Í dag eru bestu stjórnendurnir leiðtogar. Góður leiðtogi hefur þekkingu til að nýta sér kunnáttu sérfræðinga sem geta leyst verkefni dagsins með bestum hætti. Þegar bíllinn bilar leitum við til bifvélavirkja. Þegar líkamleg heilsa klikkar förum við til læknis. Ef við skiljum ekki skattaskýrsluna tölum við við endurskoðanda. Og ef við þurfum að eiga í flóknum samskiptum sem við erum óvön að standa í leitum við til sérfræðings í almannatengslum. Niðurstaðan á að vera sú sama í öllum tilvikum; tekið er á málinu af fagmennsku til að leysa það hratt og vel.Góð nýting á fé og tíma Utanríkisráðherra hefði átt að hafa þetta í huga áður en hann skrifaði bréfið til Brussel. Hann hefði sennilega átt að eyða smáræði af skattfé ríkisins í að leita sér ráðgjafar til að spara sér og öðrum tíma í að ræða keisarans skegg og leyfa umræðunni að snúast um efnisatriði málsins. Það er góð nýting á bæði fjármunum og tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. Þar hefur verið reynt að fá botn í hvað þar kom fram, hvað bréfið þýðir og hvort ráðherrann hafði á annað borð heimild til að skrifa það. Ekkert er að því að segja frá kostnaði ríkisins við ráðgjöf hvers konar. Það er eðlilegur hluti af aðhaldi fjölmiðla. Í kjölfarið heyrðust þó hneykslunarraddir yfir því að ráðherrann hefði leitað sér ráðgjafar á þessu sviði. Einhverjir töldu óeðlilegt að eyða fjármunum ríkisins í slíkt.Ráðherra hefði þurft ráðgjöf Þá er gott að horfa á annað nýlegt dæmi um samskipti stjórnvalda, bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB. Þar hefði ráðherrann betur fengið sérfræðing í almannatengslum sér til ráðgjafar. Góður ráðgjafi hefði ráðlagt utanríkisráðherra að tryggja skýrleika skilaboðanna. Eitthvað er að samskiptum ef tveir menn lesa bréf og skilja innihald þess á ólíkan hátt. Næsta verkefni ráðgjafans væri að fá ráðherrann til að kynna innihald bréfsins fyrir samherjum sínum í pólitík og skýra það fyrir þeim svo allir væru með efnið á hreinu. Að öðrum kosti er víst að þeir tali þvers og kruss um efnið. Að því loknu hefði ráðgjafinn eflaust ráðlagt ráðherra að hafa samráð við utanríkismálanefnd. Tæknilega má vera að slíkt sé óþarfi. Um það mega lögfræðingar eiga síðasta orðið. En í raun skiptir það ekki máli. Frá sjónarhóli samskipta skiptir máli að ef það er ekki gert þá er hætt við að umræðan fari að snúast um tæknilegt atriði, ekki efni bréfsins. Með skýrari samskiptum og ráðgjöf við sérfræðinga í boðmiðlun hefði utanríkisráðherra geta forðast þá hringavitleysu sem einkennt hefur bréfamálið. Hluti af verkinu hefði verið að svara gagnrýni á málið í viðtölum við fjölmiðla og úr pontu á Alþingi.Slæm niðurstaða þrátt fyrir ráðgjöf Það er ekkert hægt að fullyrða um gæði þeirrar ráðgjafar almannatengla sem Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk í aðdraganda þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra. Of margt er á huldu um málið. Við vitum ekki hvenær hún leitaði sér ráðgjafar, hvað ráðgjafarnir fengu að vita eða hvort ráðherrann hafi farið eftir ráðgjöfinni. Það sem við vitum er að niðurstaðan var neikvæð. Hún var slæm fyrir ráðherrann, ráðuneytið, ríkisstjórnina, Alþingi og almenning. Kannski var ráðgjöfin léleg. Kannski tók ráðherrann ekki mark á ráðgjöfinni og gerði allt öfugt við það sem henni var ráðlagt. Hvað sem því líður er fráleitt að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við að ráðherrar eða aðrir stjórnendur leiti sér ráðgjafar á sviði almannatengsla. Sá tími er löngu liðinn að stjórnendur viti allt manna best. Í dag eru bestu stjórnendurnir leiðtogar. Góður leiðtogi hefur þekkingu til að nýta sér kunnáttu sérfræðinga sem geta leyst verkefni dagsins með bestum hætti. Þegar bíllinn bilar leitum við til bifvélavirkja. Þegar líkamleg heilsa klikkar förum við til læknis. Ef við skiljum ekki skattaskýrsluna tölum við við endurskoðanda. Og ef við þurfum að eiga í flóknum samskiptum sem við erum óvön að standa í leitum við til sérfræðings í almannatengslum. Niðurstaðan á að vera sú sama í öllum tilvikum; tekið er á málinu af fagmennsku til að leysa það hratt og vel.Góð nýting á fé og tíma Utanríkisráðherra hefði átt að hafa þetta í huga áður en hann skrifaði bréfið til Brussel. Hann hefði sennilega átt að eyða smáræði af skattfé ríkisins í að leita sér ráðgjafar til að spara sér og öðrum tíma í að ræða keisarans skegg og leyfa umræðunni að snúast um efnisatriði málsins. Það er góð nýting á bæði fjármunum og tíma.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar