Þurfti ráðherra ráðgjöf um bréfið til Brussel? Brjánn Jónasson skrifar 17. mars 2015 00:00 Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. Þar hefur verið reynt að fá botn í hvað þar kom fram, hvað bréfið þýðir og hvort ráðherrann hafði á annað borð heimild til að skrifa það. Ekkert er að því að segja frá kostnaði ríkisins við ráðgjöf hvers konar. Það er eðlilegur hluti af aðhaldi fjölmiðla. Í kjölfarið heyrðust þó hneykslunarraddir yfir því að ráðherrann hefði leitað sér ráðgjafar á þessu sviði. Einhverjir töldu óeðlilegt að eyða fjármunum ríkisins í slíkt.Ráðherra hefði þurft ráðgjöf Þá er gott að horfa á annað nýlegt dæmi um samskipti stjórnvalda, bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB. Þar hefði ráðherrann betur fengið sérfræðing í almannatengslum sér til ráðgjafar. Góður ráðgjafi hefði ráðlagt utanríkisráðherra að tryggja skýrleika skilaboðanna. Eitthvað er að samskiptum ef tveir menn lesa bréf og skilja innihald þess á ólíkan hátt. Næsta verkefni ráðgjafans væri að fá ráðherrann til að kynna innihald bréfsins fyrir samherjum sínum í pólitík og skýra það fyrir þeim svo allir væru með efnið á hreinu. Að öðrum kosti er víst að þeir tali þvers og kruss um efnið. Að því loknu hefði ráðgjafinn eflaust ráðlagt ráðherra að hafa samráð við utanríkismálanefnd. Tæknilega má vera að slíkt sé óþarfi. Um það mega lögfræðingar eiga síðasta orðið. En í raun skiptir það ekki máli. Frá sjónarhóli samskipta skiptir máli að ef það er ekki gert þá er hætt við að umræðan fari að snúast um tæknilegt atriði, ekki efni bréfsins. Með skýrari samskiptum og ráðgjöf við sérfræðinga í boðmiðlun hefði utanríkisráðherra geta forðast þá hringavitleysu sem einkennt hefur bréfamálið. Hluti af verkinu hefði verið að svara gagnrýni á málið í viðtölum við fjölmiðla og úr pontu á Alþingi.Slæm niðurstaða þrátt fyrir ráðgjöf Það er ekkert hægt að fullyrða um gæði þeirrar ráðgjafar almannatengla sem Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk í aðdraganda þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra. Of margt er á huldu um málið. Við vitum ekki hvenær hún leitaði sér ráðgjafar, hvað ráðgjafarnir fengu að vita eða hvort ráðherrann hafi farið eftir ráðgjöfinni. Það sem við vitum er að niðurstaðan var neikvæð. Hún var slæm fyrir ráðherrann, ráðuneytið, ríkisstjórnina, Alþingi og almenning. Kannski var ráðgjöfin léleg. Kannski tók ráðherrann ekki mark á ráðgjöfinni og gerði allt öfugt við það sem henni var ráðlagt. Hvað sem því líður er fráleitt að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við að ráðherrar eða aðrir stjórnendur leiti sér ráðgjafar á sviði almannatengsla. Sá tími er löngu liðinn að stjórnendur viti allt manna best. Í dag eru bestu stjórnendurnir leiðtogar. Góður leiðtogi hefur þekkingu til að nýta sér kunnáttu sérfræðinga sem geta leyst verkefni dagsins með bestum hætti. Þegar bíllinn bilar leitum við til bifvélavirkja. Þegar líkamleg heilsa klikkar förum við til læknis. Ef við skiljum ekki skattaskýrsluna tölum við við endurskoðanda. Og ef við þurfum að eiga í flóknum samskiptum sem við erum óvön að standa í leitum við til sérfræðings í almannatengslum. Niðurstaðan á að vera sú sama í öllum tilvikum; tekið er á málinu af fagmennsku til að leysa það hratt og vel.Góð nýting á fé og tíma Utanríkisráðherra hefði átt að hafa þetta í huga áður en hann skrifaði bréfið til Brussel. Hann hefði sennilega átt að eyða smáræði af skattfé ríkisins í að leita sér ráðgjafar til að spara sér og öðrum tíma í að ræða keisarans skegg og leyfa umræðunni að snúast um efnisatriði málsins. Það er góð nýting á bæði fjármunum og tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. Þar hefur verið reynt að fá botn í hvað þar kom fram, hvað bréfið þýðir og hvort ráðherrann hafði á annað borð heimild til að skrifa það. Ekkert er að því að segja frá kostnaði ríkisins við ráðgjöf hvers konar. Það er eðlilegur hluti af aðhaldi fjölmiðla. Í kjölfarið heyrðust þó hneykslunarraddir yfir því að ráðherrann hefði leitað sér ráðgjafar á þessu sviði. Einhverjir töldu óeðlilegt að eyða fjármunum ríkisins í slíkt.Ráðherra hefði þurft ráðgjöf Þá er gott að horfa á annað nýlegt dæmi um samskipti stjórnvalda, bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB. Þar hefði ráðherrann betur fengið sérfræðing í almannatengslum sér til ráðgjafar. Góður ráðgjafi hefði ráðlagt utanríkisráðherra að tryggja skýrleika skilaboðanna. Eitthvað er að samskiptum ef tveir menn lesa bréf og skilja innihald þess á ólíkan hátt. Næsta verkefni ráðgjafans væri að fá ráðherrann til að kynna innihald bréfsins fyrir samherjum sínum í pólitík og skýra það fyrir þeim svo allir væru með efnið á hreinu. Að öðrum kosti er víst að þeir tali þvers og kruss um efnið. Að því loknu hefði ráðgjafinn eflaust ráðlagt ráðherra að hafa samráð við utanríkismálanefnd. Tæknilega má vera að slíkt sé óþarfi. Um það mega lögfræðingar eiga síðasta orðið. En í raun skiptir það ekki máli. Frá sjónarhóli samskipta skiptir máli að ef það er ekki gert þá er hætt við að umræðan fari að snúast um tæknilegt atriði, ekki efni bréfsins. Með skýrari samskiptum og ráðgjöf við sérfræðinga í boðmiðlun hefði utanríkisráðherra geta forðast þá hringavitleysu sem einkennt hefur bréfamálið. Hluti af verkinu hefði verið að svara gagnrýni á málið í viðtölum við fjölmiðla og úr pontu á Alþingi.Slæm niðurstaða þrátt fyrir ráðgjöf Það er ekkert hægt að fullyrða um gæði þeirrar ráðgjafar almannatengla sem Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk í aðdraganda þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra. Of margt er á huldu um málið. Við vitum ekki hvenær hún leitaði sér ráðgjafar, hvað ráðgjafarnir fengu að vita eða hvort ráðherrann hafi farið eftir ráðgjöfinni. Það sem við vitum er að niðurstaðan var neikvæð. Hún var slæm fyrir ráðherrann, ráðuneytið, ríkisstjórnina, Alþingi og almenning. Kannski var ráðgjöfin léleg. Kannski tók ráðherrann ekki mark á ráðgjöfinni og gerði allt öfugt við það sem henni var ráðlagt. Hvað sem því líður er fráleitt að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við að ráðherrar eða aðrir stjórnendur leiti sér ráðgjafar á sviði almannatengsla. Sá tími er löngu liðinn að stjórnendur viti allt manna best. Í dag eru bestu stjórnendurnir leiðtogar. Góður leiðtogi hefur þekkingu til að nýta sér kunnáttu sérfræðinga sem geta leyst verkefni dagsins með bestum hætti. Þegar bíllinn bilar leitum við til bifvélavirkja. Þegar líkamleg heilsa klikkar förum við til læknis. Ef við skiljum ekki skattaskýrsluna tölum við við endurskoðanda. Og ef við þurfum að eiga í flóknum samskiptum sem við erum óvön að standa í leitum við til sérfræðings í almannatengslum. Niðurstaðan á að vera sú sama í öllum tilvikum; tekið er á málinu af fagmennsku til að leysa það hratt og vel.Góð nýting á fé og tíma Utanríkisráðherra hefði átt að hafa þetta í huga áður en hann skrifaði bréfið til Brussel. Hann hefði sennilega átt að eyða smáræði af skattfé ríkisins í að leita sér ráðgjafar til að spara sér og öðrum tíma í að ræða keisarans skegg og leyfa umræðunni að snúast um efnisatriði málsins. Það er góð nýting á bæði fjármunum og tíma.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun