Að ljúga með blessun Hæstaréttar Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hæstiréttur ómerkti á miðvikudag sýknu héraðsdóms í svokölluðu Aurum-máli, þar sem ég er ákærður sem hlutdeildarmaður í viðskiptum sem áttu sér stað vorið 2008. Um var að ræða fullkomlega eðlileg viðskipti sem embætti sérstaks saksóknara reynir að klæða í glæpabúning. Vegna málsmeðferðarinnar fyrir Hæstarétti upplýsti einn virtasti dómari landsins, sem dæmdi málið í héraði, að sérstakur saksóknari hefði hringt til sín meðan á málarekstrinum stóð og sagt sér af því að Sverrir Ólafsson, sem var meðdómari í málinu, og Ólafur Ólafsson væru bræður. Eftir að sýknudómur í héraði var kveðinn upp lét sérstakur saksóknari eins og hann hefði ekkert vitað af tengslunum. Hæstiréttur blessar þetta og dæmir að sérstakur skuli fá annað tækifæri í sakamáli, sem hann tapaði. Sú skýring að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af bræðratengslum Ólafs og Sverris Ólafssona fyrir meðferð málsins stenst ekki. Hver trúir því að 100 manna herlið sérstaks saksóknara kunni ekki á Google þar sem tengslin liggja fyrir? Hvaða hugsanlega ástæðu hafði héraðsdómarinn til þess að ljúga til um samskipti sín við sérstakan saksóknara? Skiptir ekki máli að bréf liggur frammi í málinu frá meðdómaranum sem styður frásögn héraðsdómarans? Af hverju er svona rugl í kerfinu tekið út á okkur sem vorum sýknaðir? Ekki er við okkur að sakast um það sem gerðist. Eigum við ekki að njóta vafans? Það er skelfilegt að upplifa þá tilfinningu að Hæstiréttur haldi hlífiskildi yfir óheiðarlegum embættismanni en láti réttindi fjögurra einstaklinga lönd og leið. Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. Gerðar hafa verið ótal húsleitir heima hjá mér og í fyrirtækjum sem tengjast mér. Rótað hefur verið í nærbuxnaskúffu minni, síminn minn hleraður og mikilvægum gögnum haldið undan í dómsmálum. Og ekki hefur eiginkona mín verið látin í friði. Hennar símar hafa verið hleraðir og húsleitir gerðar í hennar fyrirtækjum án þess að hún hafi nokkurn tíma á ævinni fengið stöðu sakbornings. Sök hennar virðist sú ein að hafa gifst röngum manni. En niðurstaða miðvikudagsins er staðreynd. Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm, þar sem ákæruvaldið í landinu fær frjálsar hendur til að færa fram sakargiftir sínar á hendur mér. Ákæruvaldið hefur eytt milljörðum króna af fé íslenskra skattborgara síðustu 13 ár til þess eins að finna einhvern glæp, svo hægt sé að taka mig úr umferð. Ég er viss um að eftir 20 ár munum við fyrirlíta svona vinnubrögð. En af hverju gerist þetta aftur og aftur? Fyrir mér er svarið einfalt – kerfið sér jú um sína – og ver sig með kjafti og klóm. Verst þykir mér samt að sjá að Hæstiréttur skuli spila með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Hæstiréttur ómerkti á miðvikudag sýknu héraðsdóms í svokölluðu Aurum-máli, þar sem ég er ákærður sem hlutdeildarmaður í viðskiptum sem áttu sér stað vorið 2008. Um var að ræða fullkomlega eðlileg viðskipti sem embætti sérstaks saksóknara reynir að klæða í glæpabúning. Vegna málsmeðferðarinnar fyrir Hæstarétti upplýsti einn virtasti dómari landsins, sem dæmdi málið í héraði, að sérstakur saksóknari hefði hringt til sín meðan á málarekstrinum stóð og sagt sér af því að Sverrir Ólafsson, sem var meðdómari í málinu, og Ólafur Ólafsson væru bræður. Eftir að sýknudómur í héraði var kveðinn upp lét sérstakur saksóknari eins og hann hefði ekkert vitað af tengslunum. Hæstiréttur blessar þetta og dæmir að sérstakur skuli fá annað tækifæri í sakamáli, sem hann tapaði. Sú skýring að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af bræðratengslum Ólafs og Sverris Ólafssona fyrir meðferð málsins stenst ekki. Hver trúir því að 100 manna herlið sérstaks saksóknara kunni ekki á Google þar sem tengslin liggja fyrir? Hvaða hugsanlega ástæðu hafði héraðsdómarinn til þess að ljúga til um samskipti sín við sérstakan saksóknara? Skiptir ekki máli að bréf liggur frammi í málinu frá meðdómaranum sem styður frásögn héraðsdómarans? Af hverju er svona rugl í kerfinu tekið út á okkur sem vorum sýknaðir? Ekki er við okkur að sakast um það sem gerðist. Eigum við ekki að njóta vafans? Það er skelfilegt að upplifa þá tilfinningu að Hæstiréttur haldi hlífiskildi yfir óheiðarlegum embættismanni en láti réttindi fjögurra einstaklinga lönd og leið. Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. Gerðar hafa verið ótal húsleitir heima hjá mér og í fyrirtækjum sem tengjast mér. Rótað hefur verið í nærbuxnaskúffu minni, síminn minn hleraður og mikilvægum gögnum haldið undan í dómsmálum. Og ekki hefur eiginkona mín verið látin í friði. Hennar símar hafa verið hleraðir og húsleitir gerðar í hennar fyrirtækjum án þess að hún hafi nokkurn tíma á ævinni fengið stöðu sakbornings. Sök hennar virðist sú ein að hafa gifst röngum manni. En niðurstaða miðvikudagsins er staðreynd. Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm, þar sem ákæruvaldið í landinu fær frjálsar hendur til að færa fram sakargiftir sínar á hendur mér. Ákæruvaldið hefur eytt milljörðum króna af fé íslenskra skattborgara síðustu 13 ár til þess eins að finna einhvern glæp, svo hægt sé að taka mig úr umferð. Ég er viss um að eftir 20 ár munum við fyrirlíta svona vinnubrögð. En af hverju gerist þetta aftur og aftur? Fyrir mér er svarið einfalt – kerfið sér jú um sína – og ver sig með kjafti og klóm. Verst þykir mér samt að sjá að Hæstiréttur skuli spila með.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar