Verkföll hjá veikri þjóð Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 27. maí 2015 07:00 Vegna verkfalls verðum við að biðja þig að koma á morgun. Því miður þurfum við að færa keisaraskurðinn þinn sem var áætlaður í dag um nokkra daga vegna verkfalls ljósmæðra. Mér þykir það leitt en við vitum ekki hvað kom út úr blóðprufunni þinni í síðustu viku því það er verkfall. Þetta hefur verið minn veruleiki í vinnunni síðastliðnar vikur. Það að geta ekki svarað fólki hverjar niðurstöður rannsókna séu eða hvenær skurðaðgerð verði framkvæmd er með öllu ólíðandi. Á hverju kvöldi birtast myndir í fréttum af grísum sem ekki verður slátrað en það koma engar myndir af sjúklingum sem fá ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar virðast ekki vera sterkur þrýstihópur og þeir hafa ekki talsmenn sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta eins og grísirnir. Veikindi þeirra fara ekki í verkfall heldur versna í sumum tilfellum. Á meðan bíða allir eftir að samningar takist en það virðist vera nokkurs konar störukeppni eða þegjandaleikur í gangi. Allir eru að bíða eftir að hinir semji og ekkert gerist á meðan, ekki haldnir fundir í marga daga. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem sitja í samninganefndum beggja vegna borðsins. Af Austurvelli berast þær fréttir að alþingismenn deili um þingsköp forseta og ræði Rammaáætlun fram á nótt dag eftir dag. Alþingismenn voru kosnir af þjóðinni til þess að leiða okkur áfram upp úr kreppunni og rétta hlut þeirra sem minna mega sín. Verða alþingismenn ekki að standa í lappirnar og taka á erfiðum málum eins og þeim kjaradeilum sem nú standa yfir? Það verður fróðlegt að vita hvað gerist þegar flug fer að raskast vegna verkfalls og aflýsa þarf Smáþjóðaleikum svo eitthvað sé nefnt. Ætli Rammaáætlun geti þá beðið? Lítið mark tekið á Forstjóri Landspítala og landlæknir hafa báðir tjáð sig um ástandið og læknaráð Landspítalans hefur sent frá sér ályktanir sem hafa ratað á forsíður dagblaðanna. En lítið virðist tekið mark á þessum ummælum. Það er eins og oft áður, þetta reddast og sleppur fyrir horn er hugsunin sem ræður ríkjum. Nú þegar hjúkrunarfræðingar, en þeir eru þriðjungur starfsfólks Landspítalans, fara í verkfall stefnir í fordæmalaust ástand eins og forstjóri nefnir í síðasta föstudagspistli sínum. Hetjur okkar tíma sem sungið var um nú um liðna helgi, eru sjúklingar sem fá ekki afgreiðslu sinna mála heldur eru settir á bið. Sú bið er óþolandi og ekki sæmandi menntaðri þjóð sem telur sig búa í velferðarsamfélagi. Ég mótmæli þessu ástandi og skora á þá sem að máli koma að semja og leysa þessa deilu þannig að veikt fólk verði ekki þolendur í kjaradeilu veikrar þjóðar í verkfalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Vegna verkfalls verðum við að biðja þig að koma á morgun. Því miður þurfum við að færa keisaraskurðinn þinn sem var áætlaður í dag um nokkra daga vegna verkfalls ljósmæðra. Mér þykir það leitt en við vitum ekki hvað kom út úr blóðprufunni þinni í síðustu viku því það er verkfall. Þetta hefur verið minn veruleiki í vinnunni síðastliðnar vikur. Það að geta ekki svarað fólki hverjar niðurstöður rannsókna séu eða hvenær skurðaðgerð verði framkvæmd er með öllu ólíðandi. Á hverju kvöldi birtast myndir í fréttum af grísum sem ekki verður slátrað en það koma engar myndir af sjúklingum sem fá ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar virðast ekki vera sterkur þrýstihópur og þeir hafa ekki talsmenn sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta eins og grísirnir. Veikindi þeirra fara ekki í verkfall heldur versna í sumum tilfellum. Á meðan bíða allir eftir að samningar takist en það virðist vera nokkurs konar störukeppni eða þegjandaleikur í gangi. Allir eru að bíða eftir að hinir semji og ekkert gerist á meðan, ekki haldnir fundir í marga daga. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem sitja í samninganefndum beggja vegna borðsins. Af Austurvelli berast þær fréttir að alþingismenn deili um þingsköp forseta og ræði Rammaáætlun fram á nótt dag eftir dag. Alþingismenn voru kosnir af þjóðinni til þess að leiða okkur áfram upp úr kreppunni og rétta hlut þeirra sem minna mega sín. Verða alþingismenn ekki að standa í lappirnar og taka á erfiðum málum eins og þeim kjaradeilum sem nú standa yfir? Það verður fróðlegt að vita hvað gerist þegar flug fer að raskast vegna verkfalls og aflýsa þarf Smáþjóðaleikum svo eitthvað sé nefnt. Ætli Rammaáætlun geti þá beðið? Lítið mark tekið á Forstjóri Landspítala og landlæknir hafa báðir tjáð sig um ástandið og læknaráð Landspítalans hefur sent frá sér ályktanir sem hafa ratað á forsíður dagblaðanna. En lítið virðist tekið mark á þessum ummælum. Það er eins og oft áður, þetta reddast og sleppur fyrir horn er hugsunin sem ræður ríkjum. Nú þegar hjúkrunarfræðingar, en þeir eru þriðjungur starfsfólks Landspítalans, fara í verkfall stefnir í fordæmalaust ástand eins og forstjóri nefnir í síðasta föstudagspistli sínum. Hetjur okkar tíma sem sungið var um nú um liðna helgi, eru sjúklingar sem fá ekki afgreiðslu sinna mála heldur eru settir á bið. Sú bið er óþolandi og ekki sæmandi menntaðri þjóð sem telur sig búa í velferðarsamfélagi. Ég mótmæli þessu ástandi og skora á þá sem að máli koma að semja og leysa þessa deilu þannig að veikt fólk verði ekki þolendur í kjaradeilu veikrar þjóðar í verkfalli.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun