Sá á kvölina sem á völina Stella Á. Kristjánsdóttir skrifar 1. júlí 2015 07:00 100 ár eru liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og gaman að gleðjast yfir áföngum sem hafa náðst í kynjajafnrétti en eins að skoða hvaða hindranir eru enn í veginum til að staða kynjanna sé jöfn. Konur á Íslandi standa vel að vígi þegar kemur að kynjajafnrétti og þær verið frumkvöðlar á mörgum sviðum vegna ötullar baráttu kvenna sem og jafnréttissinnaðri þjóð. Það þarf að bæta viðhorf samfélagsins til kvenna og að virðing fyrir konum sé sú sama og fyrir körlum. Það er undarlegt hvað karlar virðast eiga auðvelt með að koma sér á framfæri og fá stuðning karla sem kvenna þegar þeir bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa. Það hefur vakið furðu mína að karlar séu formenn þriggja stórra stéttarfélaga þar sem konur eru í meirihluta félagsmanna. Konur þurfa að spyrja sig krefjandi spurninga og líta í eigin barm ef þær vilja stuðla að jafnri stöðu kynjanna. Hvað veldur því að konur kjósa síður konur til áhrifastarfa og þegar það gerist þá er það enn þá undantekningin sem sannar regluna. Treysta konur ekki kynsystrum sínum til góðra verka, að láta hlusta á sig, að vera ákveðnar og rökfastar og að vera í forsvari á opinberum vettvangi? Að sama skapi er það umhugsunarefni ef konur sækjast síður eftir áhrifastöðum og finna ekki fyrir sambærilegum stuðningi og karlar. Formaður Félags grunnskólakennara hefur verið karl fyrir utan eina undantekningu í marga áratugi. Var staðan þannig að engin kona bauð sig fram til formennsku þegar kosið var síðast um formann hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, grunnskólakennara og leikskólakennara þar sem konur eru í kringum 90-99% félagsmanna? Það er þá enn ein birtingarmyndin á ójafnri stöðu kynjanna á 21. öldinni og er valdletjandi fyrir konur og særir mitt femíníska hjarta.Á herðum kvenna Fjölmiðlar eru yfirfullir af körlum sem viðmælendum, greinahöfundum og álitsgjöfum. Konur þurfa að nota öll tækifæri sem gefast til að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum og ein leið til þess er að kjósa konur til áhrifastarfa og að auka þannig möguleika á að rödd og viðhorf kvenna heyrist til jafns við hinn helminginn af mannkyninu. Þeir sem starfa á fjölmiðlum kvarta undan því að erfitt sé að fá konur í viðtöl og þarna kemur að okkur sjálfum, við þurfum að þora, vilja og geta eins og sungið var á kvennafrídaginn 1975. Það eru ekki góð skilaboð til samfélagsins og sér í lagi ungu kynslóðanna, að konur sjáist og heyrist ekki til jafns á við karla í fjölmiðlum og að þær séu ekki jafn virkar á öllum sviðum samfélagsins. Förum vel með kosningarétt okkar og hugum vel að því hvaða afleiðingar val okkar hefur fyrir ímynd kvenna og valdastöðu kvenna innan samfélagsins og jafnari stöðu kynjanna. Konur, spyrjið ykkur næst þegar þið notið kosningarétt ykkar hvort, þegar til lengri tíma er litið, atkvæði ykkar stuðli að framþróun í jafnréttismálum kynjanna. Samtakamáttur kvenna og barátta fyrir kynjajafnrétti mun hvíla fyrst og fremst á herðum kvenna við að efla virðingu og völd kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
100 ár eru liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og gaman að gleðjast yfir áföngum sem hafa náðst í kynjajafnrétti en eins að skoða hvaða hindranir eru enn í veginum til að staða kynjanna sé jöfn. Konur á Íslandi standa vel að vígi þegar kemur að kynjajafnrétti og þær verið frumkvöðlar á mörgum sviðum vegna ötullar baráttu kvenna sem og jafnréttissinnaðri þjóð. Það þarf að bæta viðhorf samfélagsins til kvenna og að virðing fyrir konum sé sú sama og fyrir körlum. Það er undarlegt hvað karlar virðast eiga auðvelt með að koma sér á framfæri og fá stuðning karla sem kvenna þegar þeir bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa. Það hefur vakið furðu mína að karlar séu formenn þriggja stórra stéttarfélaga þar sem konur eru í meirihluta félagsmanna. Konur þurfa að spyrja sig krefjandi spurninga og líta í eigin barm ef þær vilja stuðla að jafnri stöðu kynjanna. Hvað veldur því að konur kjósa síður konur til áhrifastarfa og þegar það gerist þá er það enn þá undantekningin sem sannar regluna. Treysta konur ekki kynsystrum sínum til góðra verka, að láta hlusta á sig, að vera ákveðnar og rökfastar og að vera í forsvari á opinberum vettvangi? Að sama skapi er það umhugsunarefni ef konur sækjast síður eftir áhrifastöðum og finna ekki fyrir sambærilegum stuðningi og karlar. Formaður Félags grunnskólakennara hefur verið karl fyrir utan eina undantekningu í marga áratugi. Var staðan þannig að engin kona bauð sig fram til formennsku þegar kosið var síðast um formann hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, grunnskólakennara og leikskólakennara þar sem konur eru í kringum 90-99% félagsmanna? Það er þá enn ein birtingarmyndin á ójafnri stöðu kynjanna á 21. öldinni og er valdletjandi fyrir konur og særir mitt femíníska hjarta.Á herðum kvenna Fjölmiðlar eru yfirfullir af körlum sem viðmælendum, greinahöfundum og álitsgjöfum. Konur þurfa að nota öll tækifæri sem gefast til að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum og ein leið til þess er að kjósa konur til áhrifastarfa og að auka þannig möguleika á að rödd og viðhorf kvenna heyrist til jafns við hinn helminginn af mannkyninu. Þeir sem starfa á fjölmiðlum kvarta undan því að erfitt sé að fá konur í viðtöl og þarna kemur að okkur sjálfum, við þurfum að þora, vilja og geta eins og sungið var á kvennafrídaginn 1975. Það eru ekki góð skilaboð til samfélagsins og sér í lagi ungu kynslóðanna, að konur sjáist og heyrist ekki til jafns á við karla í fjölmiðlum og að þær séu ekki jafn virkar á öllum sviðum samfélagsins. Förum vel með kosningarétt okkar og hugum vel að því hvaða afleiðingar val okkar hefur fyrir ímynd kvenna og valdastöðu kvenna innan samfélagsins og jafnari stöðu kynjanna. Konur, spyrjið ykkur næst þegar þið notið kosningarétt ykkar hvort, þegar til lengri tíma er litið, atkvæði ykkar stuðli að framþróun í jafnréttismálum kynjanna. Samtakamáttur kvenna og barátta fyrir kynjajafnrétti mun hvíla fyrst og fremst á herðum kvenna við að efla virðingu og völd kvenna.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun