Stuðningur NATO ögri friðarviðræðunum Tyrkja og Kúrda Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 1. ágúst 2015 07:00 Katrín segir að stuðninginn mætti túlka sem stuðning við aðgerðir gegn Kúrdum. Mynd/Utanríkisráðuneytið Katrín Jakobsdóttir „Eins og skilja mátti niðurstöðu fundarins á þriðjudaginn mátti túlka það sem svo að Atlantshafsbandalagið væri að styðja aðgerðir gegn Kúrdum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Katrín hefur óskað eftir að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir Tyrklands á landamærum Sýrlands og Íraks. „Atlantshafsbandalagið er að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Tyrkja sem beinast ekki síður gegn Kúrdum heldur en ISIS og það er auðvitað ákveðin breyting.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á samvinnu með Atlantshafsbandalaginu í aðgerðum gegn ISIS en enn fremur telur hann mikilvægt að styðja við friðarviðræður Kúrda og Tyrkja. Katrín telur að í þessu felist ákveðin mótsögn. „Mér finnst mikilvægt að fá stefnu íslenskra stjórnvalda á hreint í þessu máli því það er auðvitað þversagnakennt að styðja við árásir gegn Kúrdum en styðja um leið friðarviðræðurnar. Ég styð þessar friðarviðræður Tyrkja og Kúrda og það hefur Evrópusambandið líka gert en ég hef áhyggjur af því að þessi stuðningur NATO við aðgerðir Tyrkja setji strik í reikninginn.“ Katrín segir að hún hafi þegar rætt við formann utanríkismálanefndar og vonast er til að nefndin komi saman í næstu viku. Tyrkir hófu loftárásir gegn herskáa hluta Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og ISIS í síðustu viku. Árásirnar eru til komnar vegna árása vígamanna beggja sveita innan landamæra Tyrklands. Í gær létust tveir tyrkneskir lögregluþjónar og tveir vígamenn Verkamannaflokks Kúrda í árás þess síðarefnda á lögreglustöð og lestarteina í Tyrklandi. Kúrdar og Tyrkir hafa átt í friðarviðræðum undanfarin tvö ár en þær eru nú runnar í sandinn. Alþingi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir „Eins og skilja mátti niðurstöðu fundarins á þriðjudaginn mátti túlka það sem svo að Atlantshafsbandalagið væri að styðja aðgerðir gegn Kúrdum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Katrín hefur óskað eftir að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir Tyrklands á landamærum Sýrlands og Íraks. „Atlantshafsbandalagið er að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Tyrkja sem beinast ekki síður gegn Kúrdum heldur en ISIS og það er auðvitað ákveðin breyting.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á samvinnu með Atlantshafsbandalaginu í aðgerðum gegn ISIS en enn fremur telur hann mikilvægt að styðja við friðarviðræður Kúrda og Tyrkja. Katrín telur að í þessu felist ákveðin mótsögn. „Mér finnst mikilvægt að fá stefnu íslenskra stjórnvalda á hreint í þessu máli því það er auðvitað þversagnakennt að styðja við árásir gegn Kúrdum en styðja um leið friðarviðræðurnar. Ég styð þessar friðarviðræður Tyrkja og Kúrda og það hefur Evrópusambandið líka gert en ég hef áhyggjur af því að þessi stuðningur NATO við aðgerðir Tyrkja setji strik í reikninginn.“ Katrín segir að hún hafi þegar rætt við formann utanríkismálanefndar og vonast er til að nefndin komi saman í næstu viku. Tyrkir hófu loftárásir gegn herskáa hluta Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og ISIS í síðustu viku. Árásirnar eru til komnar vegna árása vígamanna beggja sveita innan landamæra Tyrklands. Í gær létust tveir tyrkneskir lögregluþjónar og tveir vígamenn Verkamannaflokks Kúrda í árás þess síðarefnda á lögreglustöð og lestarteina í Tyrklandi. Kúrdar og Tyrkir hafa átt í friðarviðræðum undanfarin tvö ár en þær eru nú runnar í sandinn.
Alþingi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira