44,5 prósent meiri erlend kortavelta í desember Sæunn Gísladóttir skrifar 14. janúar 2016 09:55 Svisslendingar eyða tæplega fimm sinnum meira en meðalferðamaður hér á landi. vísir/gva Erlend greiðslukortavelta hér á landi var alls 9,4 milljarðar kr. í desember síðastliðnum og hækkaði um 44,5 prósent milli ára. Veltan var 2,9 milljörðum kr. hærri en í sama mánuði fyrir ári. Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá þessu. Ef borin er saman erlend kortavelta desembermánaða síðustu fjögurra ára sést að hún hefur aukist um 133 prósent á tímabilinu Vörukaup útlendinga í verslunum í desember var kærkomin viðbót við jólaverslun Íslendinga. Erlend kortavelta í verslunum nam alls 1,6 milljarði kr. í mánuðinum. æstum upphæðum var varið til kaupa í dagvöruverslunum, 316 millj. kr., og þar næst til fatakaupa (líklega aðallega útivistafatnaður), 309 millj. kr. Ferðamenn greiddu í desember jafn háa upphæð með kortum sínum fyrir gistingu eins og í verslun, eða 1,6 milljarð kr. Þá greiddu ferðamenn rúmlega einn milljarð kr. á veitingahúsum í desember síðastliðnum sem er 55 prósent hærri upphæð en í desember fyrir ári. Greinilegt er að erlendir ferðamenn hafa verið á ferð og flugi innanlands í desember, því aukning í kortaveltu fyrir farþegaflutninga tvöfaldaðist á milli ára. Þar vega flugferðir þyngst. Erlend kortavelta vegna flugferða nam 1,3 milljarði kr. í desember. Þá greiddu útlendingar 470 millj. kr. fyrir bílaleigubíla í desember sem er 49 prósent hærri upphæð en fyrir ári.Meiri en þriðjungsaukning árið 2015Erlend kortavelta hér á landi allt árið 2015 nam alls 154,4 milljörðum kr. sem er 37,6% hærri upphæð en sambærileg kortavelta 2014. Gisting var stærsti útgjaldaliðurinn, eða 30,7 milljarðar kr. og þar á eftir velta í verslunum sem nam 22,7 milljörðum kr. Að meðaltali greiddi hver erlendur ferðamaður með greiðslukorti sínu hér á landi árið 2015 um 122 þús. kr. sem er 6% hærri upphæð en meðalferðamaðurinn greiddi árið 2014. Svisslendingar greiddu mestEf miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í desember greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 133 þús. kr. Það er 9,5 prósent hærri upphæð en meðalferðamaðurinn eyddi í desember í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 7,4 prósent á milli ára. Athyglisvert er að ferðamenn frá Sviss greiddu langhæstu meðalupphæðina í desember, eða 621 þús. kr. á hvern ferðamann. Þá greiddi meðalferðamaðurinn frá Noregi 369 þús. kr. Í þriðja sæti voru ferðalangar frá Danmörku sem greiddu að meðaltali 234 þús. kr. í mánuðinum. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta hér á landi var alls 9,4 milljarðar kr. í desember síðastliðnum og hækkaði um 44,5 prósent milli ára. Veltan var 2,9 milljörðum kr. hærri en í sama mánuði fyrir ári. Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá þessu. Ef borin er saman erlend kortavelta desembermánaða síðustu fjögurra ára sést að hún hefur aukist um 133 prósent á tímabilinu Vörukaup útlendinga í verslunum í desember var kærkomin viðbót við jólaverslun Íslendinga. Erlend kortavelta í verslunum nam alls 1,6 milljarði kr. í mánuðinum. æstum upphæðum var varið til kaupa í dagvöruverslunum, 316 millj. kr., og þar næst til fatakaupa (líklega aðallega útivistafatnaður), 309 millj. kr. Ferðamenn greiddu í desember jafn háa upphæð með kortum sínum fyrir gistingu eins og í verslun, eða 1,6 milljarð kr. Þá greiddu ferðamenn rúmlega einn milljarð kr. á veitingahúsum í desember síðastliðnum sem er 55 prósent hærri upphæð en í desember fyrir ári. Greinilegt er að erlendir ferðamenn hafa verið á ferð og flugi innanlands í desember, því aukning í kortaveltu fyrir farþegaflutninga tvöfaldaðist á milli ára. Þar vega flugferðir þyngst. Erlend kortavelta vegna flugferða nam 1,3 milljarði kr. í desember. Þá greiddu útlendingar 470 millj. kr. fyrir bílaleigubíla í desember sem er 49 prósent hærri upphæð en fyrir ári.Meiri en þriðjungsaukning árið 2015Erlend kortavelta hér á landi allt árið 2015 nam alls 154,4 milljörðum kr. sem er 37,6% hærri upphæð en sambærileg kortavelta 2014. Gisting var stærsti útgjaldaliðurinn, eða 30,7 milljarðar kr. og þar á eftir velta í verslunum sem nam 22,7 milljörðum kr. Að meðaltali greiddi hver erlendur ferðamaður með greiðslukorti sínu hér á landi árið 2015 um 122 þús. kr. sem er 6% hærri upphæð en meðalferðamaðurinn greiddi árið 2014. Svisslendingar greiddu mestEf miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í desember greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 133 þús. kr. Það er 9,5 prósent hærri upphæð en meðalferðamaðurinn eyddi í desember í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 7,4 prósent á milli ára. Athyglisvert er að ferðamenn frá Sviss greiddu langhæstu meðalupphæðina í desember, eða 621 þús. kr. á hvern ferðamann. Þá greiddi meðalferðamaðurinn frá Noregi 369 þús. kr. Í þriðja sæti voru ferðalangar frá Danmörku sem greiddu að meðaltali 234 þús. kr. í mánuðinum.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Sjá meira