44,5 prósent meiri erlend kortavelta í desember Sæunn Gísladóttir skrifar 14. janúar 2016 09:55 Svisslendingar eyða tæplega fimm sinnum meira en meðalferðamaður hér á landi. vísir/gva Erlend greiðslukortavelta hér á landi var alls 9,4 milljarðar kr. í desember síðastliðnum og hækkaði um 44,5 prósent milli ára. Veltan var 2,9 milljörðum kr. hærri en í sama mánuði fyrir ári. Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá þessu. Ef borin er saman erlend kortavelta desembermánaða síðustu fjögurra ára sést að hún hefur aukist um 133 prósent á tímabilinu Vörukaup útlendinga í verslunum í desember var kærkomin viðbót við jólaverslun Íslendinga. Erlend kortavelta í verslunum nam alls 1,6 milljarði kr. í mánuðinum. æstum upphæðum var varið til kaupa í dagvöruverslunum, 316 millj. kr., og þar næst til fatakaupa (líklega aðallega útivistafatnaður), 309 millj. kr. Ferðamenn greiddu í desember jafn háa upphæð með kortum sínum fyrir gistingu eins og í verslun, eða 1,6 milljarð kr. Þá greiddu ferðamenn rúmlega einn milljarð kr. á veitingahúsum í desember síðastliðnum sem er 55 prósent hærri upphæð en í desember fyrir ári. Greinilegt er að erlendir ferðamenn hafa verið á ferð og flugi innanlands í desember, því aukning í kortaveltu fyrir farþegaflutninga tvöfaldaðist á milli ára. Þar vega flugferðir þyngst. Erlend kortavelta vegna flugferða nam 1,3 milljarði kr. í desember. Þá greiddu útlendingar 470 millj. kr. fyrir bílaleigubíla í desember sem er 49 prósent hærri upphæð en fyrir ári.Meiri en þriðjungsaukning árið 2015Erlend kortavelta hér á landi allt árið 2015 nam alls 154,4 milljörðum kr. sem er 37,6% hærri upphæð en sambærileg kortavelta 2014. Gisting var stærsti útgjaldaliðurinn, eða 30,7 milljarðar kr. og þar á eftir velta í verslunum sem nam 22,7 milljörðum kr. Að meðaltali greiddi hver erlendur ferðamaður með greiðslukorti sínu hér á landi árið 2015 um 122 þús. kr. sem er 6% hærri upphæð en meðalferðamaðurinn greiddi árið 2014. Svisslendingar greiddu mestEf miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í desember greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 133 þús. kr. Það er 9,5 prósent hærri upphæð en meðalferðamaðurinn eyddi í desember í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 7,4 prósent á milli ára. Athyglisvert er að ferðamenn frá Sviss greiddu langhæstu meðalupphæðina í desember, eða 621 þús. kr. á hvern ferðamann. Þá greiddi meðalferðamaðurinn frá Noregi 369 þús. kr. Í þriðja sæti voru ferðalangar frá Danmörku sem greiddu að meðaltali 234 þús. kr. í mánuðinum. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta hér á landi var alls 9,4 milljarðar kr. í desember síðastliðnum og hækkaði um 44,5 prósent milli ára. Veltan var 2,9 milljörðum kr. hærri en í sama mánuði fyrir ári. Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá þessu. Ef borin er saman erlend kortavelta desembermánaða síðustu fjögurra ára sést að hún hefur aukist um 133 prósent á tímabilinu Vörukaup útlendinga í verslunum í desember var kærkomin viðbót við jólaverslun Íslendinga. Erlend kortavelta í verslunum nam alls 1,6 milljarði kr. í mánuðinum. æstum upphæðum var varið til kaupa í dagvöruverslunum, 316 millj. kr., og þar næst til fatakaupa (líklega aðallega útivistafatnaður), 309 millj. kr. Ferðamenn greiddu í desember jafn háa upphæð með kortum sínum fyrir gistingu eins og í verslun, eða 1,6 milljarð kr. Þá greiddu ferðamenn rúmlega einn milljarð kr. á veitingahúsum í desember síðastliðnum sem er 55 prósent hærri upphæð en í desember fyrir ári. Greinilegt er að erlendir ferðamenn hafa verið á ferð og flugi innanlands í desember, því aukning í kortaveltu fyrir farþegaflutninga tvöfaldaðist á milli ára. Þar vega flugferðir þyngst. Erlend kortavelta vegna flugferða nam 1,3 milljarði kr. í desember. Þá greiddu útlendingar 470 millj. kr. fyrir bílaleigubíla í desember sem er 49 prósent hærri upphæð en fyrir ári.Meiri en þriðjungsaukning árið 2015Erlend kortavelta hér á landi allt árið 2015 nam alls 154,4 milljörðum kr. sem er 37,6% hærri upphæð en sambærileg kortavelta 2014. Gisting var stærsti útgjaldaliðurinn, eða 30,7 milljarðar kr. og þar á eftir velta í verslunum sem nam 22,7 milljörðum kr. Að meðaltali greiddi hver erlendur ferðamaður með greiðslukorti sínu hér á landi árið 2015 um 122 þús. kr. sem er 6% hærri upphæð en meðalferðamaðurinn greiddi árið 2014. Svisslendingar greiddu mestEf miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í desember greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 133 þús. kr. Það er 9,5 prósent hærri upphæð en meðalferðamaðurinn eyddi í desember í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 7,4 prósent á milli ára. Athyglisvert er að ferðamenn frá Sviss greiddu langhæstu meðalupphæðina í desember, eða 621 þús. kr. á hvern ferðamann. Þá greiddi meðalferðamaðurinn frá Noregi 369 þús. kr. Í þriðja sæti voru ferðalangar frá Danmörku sem greiddu að meðaltali 234 þús. kr. í mánuðinum.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira