Segir aðkomu Rússa vendipunkt í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2016 11:00 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Vísir/EPA Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir upphaf loftárása þeirra hafa verið vendipunkt í Sýrlandi. Þær hafi hjálpað her Bashar al-Assad að sækja fram gegn hryðjuverkahópum og stækka yfirráðasvæði sitt. „Einnig er orðið ljóst hverjir berjast gegn hryðjuverkamönnunum af heiðarleika og hverjir hjálpa þeim og nota í eigin þágu,“ sagði Lavrov á árlegum blaðamannafundi þar sem hann fer yfir helstu fregnir síðasta árs. Hafa ber í huga að Rússar hafa hingað til gert lítinn greinarmun á hryðjuverkahópum eins og Íslamska ríkinu og deild al-Qaeda í Sýrlandi annars vegar og uppreisnarhópum eins og Free Syrian Army hins vegar. Flestar loftárásir þeirra hafa beinst gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta landsins.Stjórnarherinn sækir fram Frá því um áramótin hefur stjórnarherinn sótt fram í Latakia-héraði og halda uppreisnarmenn einungis einu þorpi þar. Herinn er þó sagður undirbúa sókn gegn þorpinu sem heitir Kinsiba. Í síðustu viku gerðu Rússar þó fjölda loftárása nærri borginni Deir ez-Zur sem er eitt af fáum vígum stjórnarhersins í austurhluta landsins. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa setið um borgina um langt skeið. Samkvæmt eftirlitsaðilum gerði ISIS þó árás á borgina í skjóli sandstorms í síðustu viku. Þá komust flugvélar Rússa ekki á loft.ISIS hertóku tvö þorp við borgina og nokkrar stöðvar hersins í árásinni og eru sagðir skipuleggja aðra árás á borgina. Hægt er að skoða uppfært kort af ástandinu í Sýrlandi og nýjustu vendingum hér.Deir ez-Zur í Sýrlandi Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20 Vill taka Mosul og Raqqa af ISIS Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, vill auka hraðann í baráttunni við ISIS og frekari landhernað í Írak og Sýrlandi vera líklegan. 22. janúar 2016 14:00 Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18 Laun til vígamanna ISIS lækka um helming Fjárhagslegir erfiðleikar ISIS hafa nú neytt leiðtoga samtakanna til að bregðast við. 20. janúar 2016 11:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir upphaf loftárása þeirra hafa verið vendipunkt í Sýrlandi. Þær hafi hjálpað her Bashar al-Assad að sækja fram gegn hryðjuverkahópum og stækka yfirráðasvæði sitt. „Einnig er orðið ljóst hverjir berjast gegn hryðjuverkamönnunum af heiðarleika og hverjir hjálpa þeim og nota í eigin þágu,“ sagði Lavrov á árlegum blaðamannafundi þar sem hann fer yfir helstu fregnir síðasta árs. Hafa ber í huga að Rússar hafa hingað til gert lítinn greinarmun á hryðjuverkahópum eins og Íslamska ríkinu og deild al-Qaeda í Sýrlandi annars vegar og uppreisnarhópum eins og Free Syrian Army hins vegar. Flestar loftárásir þeirra hafa beinst gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta landsins.Stjórnarherinn sækir fram Frá því um áramótin hefur stjórnarherinn sótt fram í Latakia-héraði og halda uppreisnarmenn einungis einu þorpi þar. Herinn er þó sagður undirbúa sókn gegn þorpinu sem heitir Kinsiba. Í síðustu viku gerðu Rússar þó fjölda loftárása nærri borginni Deir ez-Zur sem er eitt af fáum vígum stjórnarhersins í austurhluta landsins. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa setið um borgina um langt skeið. Samkvæmt eftirlitsaðilum gerði ISIS þó árás á borgina í skjóli sandstorms í síðustu viku. Þá komust flugvélar Rússa ekki á loft.ISIS hertóku tvö þorp við borgina og nokkrar stöðvar hersins í árásinni og eru sagðir skipuleggja aðra árás á borgina. Hægt er að skoða uppfært kort af ástandinu í Sýrlandi og nýjustu vendingum hér.Deir ez-Zur í Sýrlandi
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20 Vill taka Mosul og Raqqa af ISIS Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, vill auka hraðann í baráttunni við ISIS og frekari landhernað í Írak og Sýrlandi vera líklegan. 22. janúar 2016 14:00 Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18 Laun til vígamanna ISIS lækka um helming Fjárhagslegir erfiðleikar ISIS hafa nú neytt leiðtoga samtakanna til að bregðast við. 20. janúar 2016 11:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20
Vill taka Mosul og Raqqa af ISIS Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, vill auka hraðann í baráttunni við ISIS og frekari landhernað í Írak og Sýrlandi vera líklegan. 22. janúar 2016 14:00
Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18
Laun til vígamanna ISIS lækka um helming Fjárhagslegir erfiðleikar ISIS hafa nú neytt leiðtoga samtakanna til að bregðast við. 20. janúar 2016 11:00