Morðingi Cox sagður tengjast bandarískum nýnasistum Samúel Karl Ólason skrifar 17. júní 2016 19:15 Frá minningarathöfn í London í dag. David Cameron og Jeremy Corbyn tóku þátt í athöfninni. Vísir/EPA Morðingi bresku þingkonunnar Jo Cox er sagður tengjast bandarískum samtökum nýnasista. Þá er hugarfarslegt ástand mannsins einnig til rannsóknar. Jo Cox var skotin og stungin margsinnis fyrir utan bókasafn þar sem hún fundaði með kjósendum í gær. Vitni segja árásarmanninn hafa kallað „Bretland fyrst“ nokkrum sinnum fyrir árásina. Lögregluþjónar sem sérhæfi sig í rannsóknum hryðjuverka aðstoða við rannsókn málsins, en morðið er talið vera einangrað atvik. Cox tilheyrði fylkingunni sem vill áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu og barðist hún einnig fyrir komu flóttafólks frá Sýrlandi til Bretlands. Fjölmiðlar í Bretlanti segja árásarmanninn heita Thomas Mair, en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu. Bróðir Mair hefur þó tjáð sig við fjölmiðla og segir hann Thomas eiga við geðræn vandamál að stríða, en hann sé ekki ofbeldisfullur. Aðgerðarsinnar í samtökunum Southern Poverty Law Center í Bandaríkjunum segja Mair hafa stutt nýnasistasamtökin National Alliance um langt skeið. SPLC hafa birt kvittanir sem sýna fram á að maður að nafni Thomas Mair hafi árið 1999 keypt handbækur af NA þar sem meðal annars er farið yfir hvernig smíða má heimagerða skammbyssu. Vitni að árásinni í gær sögðu að byssan sem árásarmaðurinn var með hafi litið út fyrir að vera heimagerð. Samtökin National Alliance voru samkvæmt AP fréttaveitunni stofnuð af William Pierce, höfundi bókarinnar The Turner Diaries. Þeirri bók hefur verið lýst sem handbók að kynþáttastríði. Timothy McVeigh, sem sprengdi upp opinbert húsnæði í Oklahoma árið 1995 og myrti 168 manns, smíðaði sprengjuna sem hann notaði eftir leiðbeiningum úr bókinni. Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Morðingi bresku þingkonunnar Jo Cox er sagður tengjast bandarískum samtökum nýnasista. Þá er hugarfarslegt ástand mannsins einnig til rannsóknar. Jo Cox var skotin og stungin margsinnis fyrir utan bókasafn þar sem hún fundaði með kjósendum í gær. Vitni segja árásarmanninn hafa kallað „Bretland fyrst“ nokkrum sinnum fyrir árásina. Lögregluþjónar sem sérhæfi sig í rannsóknum hryðjuverka aðstoða við rannsókn málsins, en morðið er talið vera einangrað atvik. Cox tilheyrði fylkingunni sem vill áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu og barðist hún einnig fyrir komu flóttafólks frá Sýrlandi til Bretlands. Fjölmiðlar í Bretlanti segja árásarmanninn heita Thomas Mair, en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu. Bróðir Mair hefur þó tjáð sig við fjölmiðla og segir hann Thomas eiga við geðræn vandamál að stríða, en hann sé ekki ofbeldisfullur. Aðgerðarsinnar í samtökunum Southern Poverty Law Center í Bandaríkjunum segja Mair hafa stutt nýnasistasamtökin National Alliance um langt skeið. SPLC hafa birt kvittanir sem sýna fram á að maður að nafni Thomas Mair hafi árið 1999 keypt handbækur af NA þar sem meðal annars er farið yfir hvernig smíða má heimagerða skammbyssu. Vitni að árásinni í gær sögðu að byssan sem árásarmaðurinn var með hafi litið út fyrir að vera heimagerð. Samtökin National Alliance voru samkvæmt AP fréttaveitunni stofnuð af William Pierce, höfundi bókarinnar The Turner Diaries. Þeirri bók hefur verið lýst sem handbók að kynþáttastríði. Timothy McVeigh, sem sprengdi upp opinbert húsnæði í Oklahoma árið 1995 og myrti 168 manns, smíðaði sprengjuna sem hann notaði eftir leiðbeiningum úr bókinni.
Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41