Andri Snær eða Guðni – þar liggur enginn efi Davíð Stefánsson skrifar 24. júní 2016 11:50 Mér finnst hreint ekkert auðvelt að skrifa grein gegn manni sem gæti orðið fínn forseti. Það bendir raunar margt til þess að Guðni Th. Jóhannesson geti orðið einmitt það. Fínn forseti. Gallinn er bara sá að mig langar ekki í fínan forseta. Mig langar í forseta með vigt, afstöðu og dýpt. Mig langar í framsýnan forseta sem örvar þjóðarsálina með kraftmiklum hugmyndum. Mig langar í afgerandi forseta og því óska ég mér þess að Andri Snær Magnason verði kjörinn forseti Íslands næstkomandi laugardag.Vináttan og ofurathyglin Hér er ágætt og sanngjarnt að fram komi að Andri Snær er vinur minn og hefur verið það í 20 ár. Ég hef fylgst með honum allan hans skáldaferil og í gegnum vináttu okkar hefur smám saman birst mér hvernig hann er innréttaður. Ég veit hvaða mann hann hefur að geyma og get því vitað að sá maður verður magnaður forseti sem mun setja afgerandi mark sitt á menningu okkar og stefnu. En þetta byggi ég ekki eingöngu á vináttu og trú. Fyrst þegar Andri nefndi við mig möguleikann á forsetaframboði vildi heilinn á mér vera svolítið efins. Það fylgir jú skáldum að vera stundum sveimhugar sem dvelja löngum í öðrum heimi. Andri Snær hefur sannarlega stundum tikkað í þessa reiti sem eru hliðarafurðir þess að vera skapandi einstaklingur. En samhliða þessu ástandi sem við köllum stundum athyglisbrest er Andri Snær nefnilega með það sem ég vil kalla ofurathygli. Hann tekur eftir öllu, bæði stóru og smáu. Hann horfir svo stíft á hlutina í samfélaginu að hann sér í gegnum þá og á endanum sér hann líka á bakvið þá. Þarna liggur hans helsti styrkur – hann sér samfélagið sterkum dráttum og getur auk þess tjáð þessa sýn og miðlað henni til annarra á beinskeyttan hátt.Skýrasta sýnin fyrir samfélagið Þessi skýrleiki kom fram um leið og Andri Snær kynnti stefnumál sín. Það var þá sem ég sannfærðist endanlega og ég leyfi mér að fullyrða að enginn forsetaframbjóðenda hefur enn lagt fram skýrari sýn á það hvaða málefni forsetinn á að hefja til lofts. • Náttúran – 70% landsmanna eru hlynntir því að hálendið verði verndað sem þjóðgarður. • Tungumálin – læsi og skilningur á tungumálinu sem er farvegur hugmynda, ekki bara okkar ástkæra íslenska heldur líka fjölmörg önnur móðurmál ungra Íslendinga sem eru tvítyngdir. • Stjórnarskrá fólksins – þetta fallega samtal þings og þjóðar sem aldrei var klárað. Alla kosningabaráttuna hefur Andri Snær lagt áherslu á þessi mikilvægu atriði og tekið afgerandi afstöðu með náttúrunni, tungumálinu, menningunni og með vilja þjóðarinnar til nýrrar stjórnarskrár. Fyrir þetta hefur hann verið nefndur „öfgamaður“. En hvað með Guðna? Ég hef ekkert slæmt um Guðna Th. að segja. En hann er bara ekki forseti framtíðarinnar. Hann hefur ekki afgerandi og skýrar skoðanir í þessum mikilvægu málefnum og öðrum. Hann hefur talað opið og vítt og óljóst um alls kyns hluti og ég hef af þessum sökum fyllst meiri og meiri vonbrigðum eftir því sem nær dregur kosningunum. Fyrir mér er Guðni nánast jafn óskrifað blað og hann var þegar hann mætti í sjónvarpssal í Wintris–málinu miðju og varð sjónvarpshetja á einni nóttu. Fínn forseti. Þar er auðvelt að sjá Guðna fyrir sér. En kjör hans yrði alls ekki afgerandi skref inn í nýja tíma. Nú þurfum við kynslóðaskipti og framsýna hugsun á Bessastaði; forseta sem skilur að náttúruvernd er langstærsta viðfangsefni næstu áratuga og að hugmyndir eru drifkraftur framtíðarinnar. Þess vegna er Andri Snær minn forseti – vegna þess að hann verður ekki fínn forseti heldur frábær forseti.Umdeild sameiningartákn „Það er bara stundum þannig að hlutir sem eru umdeildir verða stundum það sem við sameinumst um í framtíðinni.“ Þessi orð lét Andri falla á opnum kosningafundi þremur dögum fyrir kosningar þar sem hann ræddi um sameiningartákn sem einu sinni voru umdeild, t.d. náttúruperlur á borð við Langasjó og Þjórsárver. Andri Snær kann að vera umdeildur en hann er afgerandi og skýr valkostur sem allir náttúruverndarsinnar, lýðræðissinnar og menningarelskandi einstaklingar geta kosið með stolti – og ég er þess fullviss að það tæki þjóðina stuttan tíma að sameinast um hann sem forseta. Þessa trú byggi ég á vináttunni við Andra og því hvaða heilsteypta hugsjónamann hann hefur að geyma. Andri Snær er mannlegur, hlýr, framsýnn, áræðinn og eldklár maður – og með þínu atkvæði getur hann orðið mannlegur, hlýr, framsýnn, áræðinn og eldklár forseti Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Hörgdal Stefánsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst hreint ekkert auðvelt að skrifa grein gegn manni sem gæti orðið fínn forseti. Það bendir raunar margt til þess að Guðni Th. Jóhannesson geti orðið einmitt það. Fínn forseti. Gallinn er bara sá að mig langar ekki í fínan forseta. Mig langar í forseta með vigt, afstöðu og dýpt. Mig langar í framsýnan forseta sem örvar þjóðarsálina með kraftmiklum hugmyndum. Mig langar í afgerandi forseta og því óska ég mér þess að Andri Snær Magnason verði kjörinn forseti Íslands næstkomandi laugardag.Vináttan og ofurathyglin Hér er ágætt og sanngjarnt að fram komi að Andri Snær er vinur minn og hefur verið það í 20 ár. Ég hef fylgst með honum allan hans skáldaferil og í gegnum vináttu okkar hefur smám saman birst mér hvernig hann er innréttaður. Ég veit hvaða mann hann hefur að geyma og get því vitað að sá maður verður magnaður forseti sem mun setja afgerandi mark sitt á menningu okkar og stefnu. En þetta byggi ég ekki eingöngu á vináttu og trú. Fyrst þegar Andri nefndi við mig möguleikann á forsetaframboði vildi heilinn á mér vera svolítið efins. Það fylgir jú skáldum að vera stundum sveimhugar sem dvelja löngum í öðrum heimi. Andri Snær hefur sannarlega stundum tikkað í þessa reiti sem eru hliðarafurðir þess að vera skapandi einstaklingur. En samhliða þessu ástandi sem við köllum stundum athyglisbrest er Andri Snær nefnilega með það sem ég vil kalla ofurathygli. Hann tekur eftir öllu, bæði stóru og smáu. Hann horfir svo stíft á hlutina í samfélaginu að hann sér í gegnum þá og á endanum sér hann líka á bakvið þá. Þarna liggur hans helsti styrkur – hann sér samfélagið sterkum dráttum og getur auk þess tjáð þessa sýn og miðlað henni til annarra á beinskeyttan hátt.Skýrasta sýnin fyrir samfélagið Þessi skýrleiki kom fram um leið og Andri Snær kynnti stefnumál sín. Það var þá sem ég sannfærðist endanlega og ég leyfi mér að fullyrða að enginn forsetaframbjóðenda hefur enn lagt fram skýrari sýn á það hvaða málefni forsetinn á að hefja til lofts. • Náttúran – 70% landsmanna eru hlynntir því að hálendið verði verndað sem þjóðgarður. • Tungumálin – læsi og skilningur á tungumálinu sem er farvegur hugmynda, ekki bara okkar ástkæra íslenska heldur líka fjölmörg önnur móðurmál ungra Íslendinga sem eru tvítyngdir. • Stjórnarskrá fólksins – þetta fallega samtal þings og þjóðar sem aldrei var klárað. Alla kosningabaráttuna hefur Andri Snær lagt áherslu á þessi mikilvægu atriði og tekið afgerandi afstöðu með náttúrunni, tungumálinu, menningunni og með vilja þjóðarinnar til nýrrar stjórnarskrár. Fyrir þetta hefur hann verið nefndur „öfgamaður“. En hvað með Guðna? Ég hef ekkert slæmt um Guðna Th. að segja. En hann er bara ekki forseti framtíðarinnar. Hann hefur ekki afgerandi og skýrar skoðanir í þessum mikilvægu málefnum og öðrum. Hann hefur talað opið og vítt og óljóst um alls kyns hluti og ég hef af þessum sökum fyllst meiri og meiri vonbrigðum eftir því sem nær dregur kosningunum. Fyrir mér er Guðni nánast jafn óskrifað blað og hann var þegar hann mætti í sjónvarpssal í Wintris–málinu miðju og varð sjónvarpshetja á einni nóttu. Fínn forseti. Þar er auðvelt að sjá Guðna fyrir sér. En kjör hans yrði alls ekki afgerandi skref inn í nýja tíma. Nú þurfum við kynslóðaskipti og framsýna hugsun á Bessastaði; forseta sem skilur að náttúruvernd er langstærsta viðfangsefni næstu áratuga og að hugmyndir eru drifkraftur framtíðarinnar. Þess vegna er Andri Snær minn forseti – vegna þess að hann verður ekki fínn forseti heldur frábær forseti.Umdeild sameiningartákn „Það er bara stundum þannig að hlutir sem eru umdeildir verða stundum það sem við sameinumst um í framtíðinni.“ Þessi orð lét Andri falla á opnum kosningafundi þremur dögum fyrir kosningar þar sem hann ræddi um sameiningartákn sem einu sinni voru umdeild, t.d. náttúruperlur á borð við Langasjó og Þjórsárver. Andri Snær kann að vera umdeildur en hann er afgerandi og skýr valkostur sem allir náttúruverndarsinnar, lýðræðissinnar og menningarelskandi einstaklingar geta kosið með stolti – og ég er þess fullviss að það tæki þjóðina stuttan tíma að sameinast um hann sem forseta. Þessa trú byggi ég á vináttunni við Andra og því hvaða heilsteypta hugsjónamann hann hefur að geyma. Andri Snær er mannlegur, hlýr, framsýnn, áræðinn og eldklár maður – og með þínu atkvæði getur hann orðið mannlegur, hlýr, framsýnn, áræðinn og eldklár forseti Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar