Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Vote Leave, sem berst fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, og Remain, sem berst fyrir áframhaldandi veru innan sambandsins, hófu aftur kosningabaráttu í gær eftir að hafa gert hlé á henni eftir morðið á þingmanninum Jo Cox á fimmtudag. Cox var þingkona Verkamannaflokksins og andvíg aðskilnaði, svokölluðu Brexit. Thomas Mair, sem ákærður hefur verið fyrir morðið, mætti fyrir dóm á laugardag. Spurður til nafns svaraði hann: „Drepum svikara, frelsi fyrir Bretland!“ Aðeins þrír dagar eru nú í að kosið verði um framtíð Bretlands innan Evrópusambandsins og var kosningabarátta beggja fylkinga á fullu skriði í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands og Brexit-sinni, sagði í gær að Vote Leave gæti enn borið sigur úr býtum en að morðið á Cox hefði haft umtalsverð áhrif á kosningabaráttuna. „Við vorum með vindinn í bakið þar til þessi harmleikur átti sér stað. Þegar þú tekst á við yfirvaldið verður þú að hafa meðbyr,“ sagði Farage.Nigel Farage (t.v.)Michael Gove, einn forsvarsmanna Vote Leave, sagði í viðtali við BBC í gær að eina leiðin til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar um að fækka innflytjendum niður fyrir hundrað þúsund á ári væri aðskilnaður frá Evrópusambandinu. Hann sagðist þó ekki á móti innflytjendum. „Ég er stuðningsmaður innflytjenda en ég trúi því að til að styðja við bakið á flóttamönnum þurfum við að hafa stjórn á fjölda þeirra,“ sagði Gove. Undir þetta tók fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson. „Við þurfum að ná aftur stjórn á kerfi sem nú er algjörlega stjórnlaust,“ sagði Johnson. David Cameron forsætisráðherra og George Osborne fjármálaráðherra voru harðorðir í garð stuðningsmanna Vote Leave í gær. Cameron sagði Breta geta valið um tvo valkosti. Annars vegar sýn Nigel Farage „sem færir Bretland aftur í fortíðina og sundrar frekar en að sameina“ og hins vegar „opið, frjálslynt Bretland, land sem kennir minnihlutahópum ekki um vandamál sín og lítur til framtíðar frekar en fortíðar“. Þá varaði Osborne við efnahagslegum áhrifum Brexit. „Þetta er hlið inn í mun óöruggari heim þar sem störf fólks eru í hættu,“ sagði Osborne. „Hóflegt mat er að verg landsframleiðsla okkar væri fimm til sex prósentum minni,“ sagði hann einnig. 44 prósent aðhyllast hvora hlið málsins samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Morðingi Cox mætti fyrir dóm: „Dauði til föðurlandssvikara, frelsi fyrir Bretland“ Breskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á þingkonuninni Jo Cox, sem vakið hefur mikinn óhug innan sem utan Bretlands í vikunni. 18. júní 2016 13:59 Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin. 7. júní 2016 06:00 Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB 53 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. 13. júní 2016 20:46 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Vote Leave, sem berst fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, og Remain, sem berst fyrir áframhaldandi veru innan sambandsins, hófu aftur kosningabaráttu í gær eftir að hafa gert hlé á henni eftir morðið á þingmanninum Jo Cox á fimmtudag. Cox var þingkona Verkamannaflokksins og andvíg aðskilnaði, svokölluðu Brexit. Thomas Mair, sem ákærður hefur verið fyrir morðið, mætti fyrir dóm á laugardag. Spurður til nafns svaraði hann: „Drepum svikara, frelsi fyrir Bretland!“ Aðeins þrír dagar eru nú í að kosið verði um framtíð Bretlands innan Evrópusambandsins og var kosningabarátta beggja fylkinga á fullu skriði í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands og Brexit-sinni, sagði í gær að Vote Leave gæti enn borið sigur úr býtum en að morðið á Cox hefði haft umtalsverð áhrif á kosningabaráttuna. „Við vorum með vindinn í bakið þar til þessi harmleikur átti sér stað. Þegar þú tekst á við yfirvaldið verður þú að hafa meðbyr,“ sagði Farage.Nigel Farage (t.v.)Michael Gove, einn forsvarsmanna Vote Leave, sagði í viðtali við BBC í gær að eina leiðin til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar um að fækka innflytjendum niður fyrir hundrað þúsund á ári væri aðskilnaður frá Evrópusambandinu. Hann sagðist þó ekki á móti innflytjendum. „Ég er stuðningsmaður innflytjenda en ég trúi því að til að styðja við bakið á flóttamönnum þurfum við að hafa stjórn á fjölda þeirra,“ sagði Gove. Undir þetta tók fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson. „Við þurfum að ná aftur stjórn á kerfi sem nú er algjörlega stjórnlaust,“ sagði Johnson. David Cameron forsætisráðherra og George Osborne fjármálaráðherra voru harðorðir í garð stuðningsmanna Vote Leave í gær. Cameron sagði Breta geta valið um tvo valkosti. Annars vegar sýn Nigel Farage „sem færir Bretland aftur í fortíðina og sundrar frekar en að sameina“ og hins vegar „opið, frjálslynt Bretland, land sem kennir minnihlutahópum ekki um vandamál sín og lítur til framtíðar frekar en fortíðar“. Þá varaði Osborne við efnahagslegum áhrifum Brexit. „Þetta er hlið inn í mun óöruggari heim þar sem störf fólks eru í hættu,“ sagði Osborne. „Hóflegt mat er að verg landsframleiðsla okkar væri fimm til sex prósentum minni,“ sagði hann einnig. 44 prósent aðhyllast hvora hlið málsins samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Morðingi Cox mætti fyrir dóm: „Dauði til föðurlandssvikara, frelsi fyrir Bretland“ Breskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á þingkonuninni Jo Cox, sem vakið hefur mikinn óhug innan sem utan Bretlands í vikunni. 18. júní 2016 13:59 Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin. 7. júní 2016 06:00 Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB 53 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. 13. júní 2016 20:46 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Morðingi Cox mætti fyrir dóm: „Dauði til föðurlandssvikara, frelsi fyrir Bretland“ Breskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á þingkonuninni Jo Cox, sem vakið hefur mikinn óhug innan sem utan Bretlands í vikunni. 18. júní 2016 13:59
Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41
Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00
Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin. 7. júní 2016 06:00
Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB 53 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. 13. júní 2016 20:46