Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2016 11:50 Vísir/EPA „Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands nú í morgun. Minnst 84 voru myrtir í borginni Nice í gær í árás sem hefur verið skilgreind sem hryðjuverk. Undanfarna 18 mánuði hafa minnst 230 manns fallið í árásum hryðjuverkasamtaka og einstaklinga í fjölda árása í Frakklandi. Enn hafa engir lýst yfir ábyrgð á árásinni í gær. Íslamska ríkið hefur ekki gert það, en vígamenn og stuðningsmenn samtakanna fagna árásinni. Sömuleiðis hefur al-Qaeda ekki lýst yfir ábyrgð, en bæði samtökin hafa kallað eftir árásum af þessu tagi á undanförnum árum.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi.Vísir/Graphic NewsSjá einnig: Allt um ódæðið í NiceÞann 7. janúar í fyrra réðust vopnaðir menn inn á skrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í París og myrtu þar starfsmenn. Tólf létu lífið og ellefu særðust. Degi seinna var lögreglukona myrt fyrir utan París og þann 9. janúar myrti vopnaður maður fjóra í matarverslun gyðinga í borginni. Hann tók fólk í gíslingu en var að endingu felldur af lögreglu.Þann 3. febrúar 2015 réðst maður vopnaður hnífi að þremur hermönnum og særði þá, en enginn þeirra lét lífið. Hermennirnir stóðu vörð um samfélag gyðinga í Nice.26. júní 2015 Árásarmaður hálshjó yfirmann sinn í verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier. Tveir aðrir særðust í árásinni en maðurinn reyndi að sprengja verksmiðjuna í loft upp.21. ágúst 2015 Maður vopnaður árásarriffli hóf skothríð í lest á milli Amsterdam og Parísar. Hann særði þrjá áður en farþegar yfirbuguðu hann.13. nóvember 2015 130 manns létu lífið í fjölmörgum árásum í París. Vopnaðir menn með sprengjubelti réðust inn á Bataclan tónleikahúsið, þrír menn sprengdu sig í loft upp nærri Stade de France þar sem landsleikur fór fram, þá var einnig skotið á fólk á kaffihúsum og veitingastöðum.13. júní 2016 Tveir lögregluþjónar voru myrtir af manni sem var vopnaður hnífi í bænum Yvelines. Árásarmaðurinn var felldur af lögreglu. Charlie Hebdo Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Nice Hryðjuverk í París Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
„Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands nú í morgun. Minnst 84 voru myrtir í borginni Nice í gær í árás sem hefur verið skilgreind sem hryðjuverk. Undanfarna 18 mánuði hafa minnst 230 manns fallið í árásum hryðjuverkasamtaka og einstaklinga í fjölda árása í Frakklandi. Enn hafa engir lýst yfir ábyrgð á árásinni í gær. Íslamska ríkið hefur ekki gert það, en vígamenn og stuðningsmenn samtakanna fagna árásinni. Sömuleiðis hefur al-Qaeda ekki lýst yfir ábyrgð, en bæði samtökin hafa kallað eftir árásum af þessu tagi á undanförnum árum.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi.Vísir/Graphic NewsSjá einnig: Allt um ódæðið í NiceÞann 7. janúar í fyrra réðust vopnaðir menn inn á skrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í París og myrtu þar starfsmenn. Tólf létu lífið og ellefu særðust. Degi seinna var lögreglukona myrt fyrir utan París og þann 9. janúar myrti vopnaður maður fjóra í matarverslun gyðinga í borginni. Hann tók fólk í gíslingu en var að endingu felldur af lögreglu.Þann 3. febrúar 2015 réðst maður vopnaður hnífi að þremur hermönnum og særði þá, en enginn þeirra lét lífið. Hermennirnir stóðu vörð um samfélag gyðinga í Nice.26. júní 2015 Árásarmaður hálshjó yfirmann sinn í verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier. Tveir aðrir særðust í árásinni en maðurinn reyndi að sprengja verksmiðjuna í loft upp.21. ágúst 2015 Maður vopnaður árásarriffli hóf skothríð í lest á milli Amsterdam og Parísar. Hann særði þrjá áður en farþegar yfirbuguðu hann.13. nóvember 2015 130 manns létu lífið í fjölmörgum árásum í París. Vopnaðir menn með sprengjubelti réðust inn á Bataclan tónleikahúsið, þrír menn sprengdu sig í loft upp nærri Stade de France þar sem landsleikur fór fram, þá var einnig skotið á fólk á kaffihúsum og veitingastöðum.13. júní 2016 Tveir lögregluþjónar voru myrtir af manni sem var vopnaður hnífi í bænum Yvelines. Árásarmaðurinn var felldur af lögreglu.
Charlie Hebdo Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Nice Hryðjuverk í París Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira