Nam núðlugerðarlist í Japan Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 20. ágúst 2016 12:00 Kunsang segir núðlugerð listform, hann fór í núðluskóla í Osaka í Japan í sumar. Vísir/Stefán Síðasti Krás götumatarmarkaðurinn verður haldinn í Fógetagarðinum í dag. Þar koma saman matreiðslumenn og bjóða gestum upp á ýmsar kræsingar. Einna vinsælastur á markaðnum er Kungsang Tsering. Við bás hans myndast langar raðir. Íslendingar eru hrifnastir af dumplings sem þeim þykir framandi matur og ferðamenn sem sækja markaðinn eru sólgnir í djúpsteiktar rækjur. Kungsang rekur veitingastaðinn Ramen Momo við Tryggvagötu, hann er fæddur og uppalinn í Tíbet en fluttist til Íslands fyrir tæpum sex árum. Hann býr í miðborg Reykjavíkur með eiginkonu sinni Ernu Pétursdóttur og tveimur börnum þeirra. Matreiðsla, myndlist og íhugun eru ástríða Kungsangs. Hann fór í sumar í núðluskóla í Osaka í Japan. „Að sjóða núðlur og laga núðlusoð er sérstakt listform, á námskeiðinu lærði ég þessa list,“ segir Kungsang sem vill bjóða Íslendingum upp á alvöru ramen núðlusúpur.Mandala með íslensku þema eftir Kunsang. Fréttablaðið/StefánÁ litríkum veitingastaðnum er ástríða hans augljós. Gestir staðarins fylgjast með Kungsang útbúa réttina og setja í litríkar postulínsskálar. Veggir eru skreyttir hefðbundnum búddamyndum og í búðinni hefur hann einnig stillt upp tveimur útgefnum bókum sínum með mandöluteikningum. Búddistar nota mandölur í hugleiðslu til að skerpa meðvitund sína og koma á jafnvægi líkama og sálar. Önnur bóka Kungsangs er með íslenskum mandölum. Í stað austurlenskra þema má sjá íslensk kennileiti, dýr og náttúru. Hann nam þessa list í klaustrum í Nepal og í Dharamshala á Indlandi. „Ég var sendur fjórtán ára gamall í nám, fór fyrst til Nepals og þaðan til Indlands. Þetta var fimm ára nám og ferðalag,“ segir Kungsang frá. Í klaustri í Tsuklakhang hitti hann eiginkonu sína. „Hún kom til klaustursins sem sjálfboðaliði og vann við þýðingu texta. Við fluttum fyrst til Spánar og svo hingað til Íslands,“ segir Kungsang um það hvernig örlögin leiddu hann hingað. „Ég féll fyrir fegurðinni. Ég byrjaði að vinna á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Seinna vann ég á veitingastöðum í Reykjavík og eldaði mat í leikskóla,“ segir Kungsang sem lagði hart að sér við það að stofna sitt eigið litla fyrirtæki. „Ég kann mjög vel við að vera í sjálfstæðum rekstri og ráða sjálfur áherslum,“ segir hann. Matur Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Síðasti Krás götumatarmarkaðurinn verður haldinn í Fógetagarðinum í dag. Þar koma saman matreiðslumenn og bjóða gestum upp á ýmsar kræsingar. Einna vinsælastur á markaðnum er Kungsang Tsering. Við bás hans myndast langar raðir. Íslendingar eru hrifnastir af dumplings sem þeim þykir framandi matur og ferðamenn sem sækja markaðinn eru sólgnir í djúpsteiktar rækjur. Kungsang rekur veitingastaðinn Ramen Momo við Tryggvagötu, hann er fæddur og uppalinn í Tíbet en fluttist til Íslands fyrir tæpum sex árum. Hann býr í miðborg Reykjavíkur með eiginkonu sinni Ernu Pétursdóttur og tveimur börnum þeirra. Matreiðsla, myndlist og íhugun eru ástríða Kungsangs. Hann fór í sumar í núðluskóla í Osaka í Japan. „Að sjóða núðlur og laga núðlusoð er sérstakt listform, á námskeiðinu lærði ég þessa list,“ segir Kungsang sem vill bjóða Íslendingum upp á alvöru ramen núðlusúpur.Mandala með íslensku þema eftir Kunsang. Fréttablaðið/StefánÁ litríkum veitingastaðnum er ástríða hans augljós. Gestir staðarins fylgjast með Kungsang útbúa réttina og setja í litríkar postulínsskálar. Veggir eru skreyttir hefðbundnum búddamyndum og í búðinni hefur hann einnig stillt upp tveimur útgefnum bókum sínum með mandöluteikningum. Búddistar nota mandölur í hugleiðslu til að skerpa meðvitund sína og koma á jafnvægi líkama og sálar. Önnur bóka Kungsangs er með íslenskum mandölum. Í stað austurlenskra þema má sjá íslensk kennileiti, dýr og náttúru. Hann nam þessa list í klaustrum í Nepal og í Dharamshala á Indlandi. „Ég var sendur fjórtán ára gamall í nám, fór fyrst til Nepals og þaðan til Indlands. Þetta var fimm ára nám og ferðalag,“ segir Kungsang frá. Í klaustri í Tsuklakhang hitti hann eiginkonu sína. „Hún kom til klaustursins sem sjálfboðaliði og vann við þýðingu texta. Við fluttum fyrst til Spánar og svo hingað til Íslands,“ segir Kungsang um það hvernig örlögin leiddu hann hingað. „Ég féll fyrir fegurðinni. Ég byrjaði að vinna á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Seinna vann ég á veitingastöðum í Reykjavík og eldaði mat í leikskóla,“ segir Kungsang sem lagði hart að sér við það að stofna sitt eigið litla fyrirtæki. „Ég kann mjög vel við að vera í sjálfstæðum rekstri og ráða sjálfur áherslum,“ segir hann.
Matur Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira