Um plebbaskap og fleira Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. september 2016 07:00 Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. Í slíku viðtali við sýningarstjóra Listasafns Íslands sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 17. september sl. bregður hins vegar svo við, að kynning á sýningunni sem er tilefni viðtalsins verður að aukaatriði. Þess í stað leggur sýningarstjórinn í orðum sínum mesta áherslu á meint „grjóthart skeytingarleysi“ stjórnvalda um menningarmál og lýsir því yfir að hún upplifi meintan skort á stuðningi stjórnvalda við menningarlífið og menningarstofnanir sem „stríð um menninguna“. Sá blaðamaður sem tók viðtalið bætti um betur í forystugrein Fréttablaðsins mánudaginn 19. september, þar sem hann lýsti meintum ávirðingum stjórnvalda í garð menningarinnar sem „plebbaskap“ og „meðvituðu skeytingarleysi“. Þetta eru stór orð og ljótt, ef satt væri. Af nýlegum könnunum er ljóst að það er mikill vilji í þjóðfélaginu til að auka opinber framlög til heilbrigðismála, menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, samgöngumála, o.s.frv. Þörfin fyrir aukin framlög til að þjóna samfélaginu sem best er mikil. Þó menningarmál komist ekki á blað í slíkum könnunum er ljóst að þar þarf að bæta úr ekki síður en í öðrum málaflokkum. En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum? Ef upplýsingar í fjárlögum og ársreikningum ríkisaðila eru skoðaðar kemur í ljós að verðlagsforsendur fjárlaga hafa hækkað um 25% frá árinu 2010 til ársins 2016. Á sama tíma hafa ríkisframlög á nokkrum sviðum menningarmála breyst með eftirfarandi hætti samkvæmt fjárlögum: Framlög til Þjóðleikhússins hafa hækkað úr 707,8 m.kr. í 982,6 m.kr., eða um nær 39%. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa hækkað úr 543,8 m.kr. í 929,2 m.kr., eða um nær 73%. Framlög til kvikmyndasjóða hafa hækkað úr 450 m.kr. í 844,7 m.kr., eða um nær 88%. Framlög til Íslensku óperunnar hafa hækkað úr 140,6 m.kr. í 195,9 m.kr., eða um 39%. Framlög til Bókmenntasjóðs hafa hækkað úr 42,5 m.kr. í 96,6 m.kr., eða um 127%. Framlög til Þjóðminjasafns Íslands hafa hækkað úr 413,3 m.kr. í 687,7 m.kr., eða um 66%. Framlög til Listasafns Íslands hafa hækkað úr 162,4 m.kr. í 236,7 m.kr., eða um nær 46%, auk þess sem benda má á að vegna aukinna sértekna jukust ráðstöfunartekjur safnsins um 35 m.kr. milli áranna 2014 og 2015 skv. ríkisreikningi. Á þessu árabili hafa einnig verið stofnaðir fjórir nýir sjóðir á sviði menningarmála, þ.e. Útflutningssjóður tónlistar, Myndlistarsjóður, Hönnunarsjóður (sem allir tóku til starfa 2013) og Hljóðritunarsjóður tónlistar (tók til starfa 2016), sem á árinu 2016 hafa samanlagt 140 m.kr. til ráðstöfunar til styrkja til listamanna. Auk þess sem stofnaður hefur verið framhaldsskóli í tónlist sem veitir réttindi til stúdentsprófs en það er langþráður draumur fólks í listalífinu að nám í listum sé að fullu lagt að jöfnu við annað nám. Þó hér hafi aðeins verið tiltekin nokkur dæmi má vera ljóst að framlög stjórnvalda á sviði menningarmála hafa í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna aukist umtalsvert umfram almenna verðþróun, auk þess sem stofnað hefur verið til nýrra sjóða og þar með stuðnings við menningarlífið. Ef þessi viðleitni í tíð síðustu tveggja ríkisstjórna telst lýsa „grjóthörðu skeytingarleysi“, „stríði um menninguna“ eða „plebbaskap“ stjórnvalda, þarf væntanlega að endurskoða merkingu ofangreindra orða í íslenskri orðabók.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. Í slíku viðtali við sýningarstjóra Listasafns Íslands sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 17. september sl. bregður hins vegar svo við, að kynning á sýningunni sem er tilefni viðtalsins verður að aukaatriði. Þess í stað leggur sýningarstjórinn í orðum sínum mesta áherslu á meint „grjóthart skeytingarleysi“ stjórnvalda um menningarmál og lýsir því yfir að hún upplifi meintan skort á stuðningi stjórnvalda við menningarlífið og menningarstofnanir sem „stríð um menninguna“. Sá blaðamaður sem tók viðtalið bætti um betur í forystugrein Fréttablaðsins mánudaginn 19. september, þar sem hann lýsti meintum ávirðingum stjórnvalda í garð menningarinnar sem „plebbaskap“ og „meðvituðu skeytingarleysi“. Þetta eru stór orð og ljótt, ef satt væri. Af nýlegum könnunum er ljóst að það er mikill vilji í þjóðfélaginu til að auka opinber framlög til heilbrigðismála, menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, samgöngumála, o.s.frv. Þörfin fyrir aukin framlög til að þjóna samfélaginu sem best er mikil. Þó menningarmál komist ekki á blað í slíkum könnunum er ljóst að þar þarf að bæta úr ekki síður en í öðrum málaflokkum. En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum? Ef upplýsingar í fjárlögum og ársreikningum ríkisaðila eru skoðaðar kemur í ljós að verðlagsforsendur fjárlaga hafa hækkað um 25% frá árinu 2010 til ársins 2016. Á sama tíma hafa ríkisframlög á nokkrum sviðum menningarmála breyst með eftirfarandi hætti samkvæmt fjárlögum: Framlög til Þjóðleikhússins hafa hækkað úr 707,8 m.kr. í 982,6 m.kr., eða um nær 39%. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa hækkað úr 543,8 m.kr. í 929,2 m.kr., eða um nær 73%. Framlög til kvikmyndasjóða hafa hækkað úr 450 m.kr. í 844,7 m.kr., eða um nær 88%. Framlög til Íslensku óperunnar hafa hækkað úr 140,6 m.kr. í 195,9 m.kr., eða um 39%. Framlög til Bókmenntasjóðs hafa hækkað úr 42,5 m.kr. í 96,6 m.kr., eða um 127%. Framlög til Þjóðminjasafns Íslands hafa hækkað úr 413,3 m.kr. í 687,7 m.kr., eða um 66%. Framlög til Listasafns Íslands hafa hækkað úr 162,4 m.kr. í 236,7 m.kr., eða um nær 46%, auk þess sem benda má á að vegna aukinna sértekna jukust ráðstöfunartekjur safnsins um 35 m.kr. milli áranna 2014 og 2015 skv. ríkisreikningi. Á þessu árabili hafa einnig verið stofnaðir fjórir nýir sjóðir á sviði menningarmála, þ.e. Útflutningssjóður tónlistar, Myndlistarsjóður, Hönnunarsjóður (sem allir tóku til starfa 2013) og Hljóðritunarsjóður tónlistar (tók til starfa 2016), sem á árinu 2016 hafa samanlagt 140 m.kr. til ráðstöfunar til styrkja til listamanna. Auk þess sem stofnaður hefur verið framhaldsskóli í tónlist sem veitir réttindi til stúdentsprófs en það er langþráður draumur fólks í listalífinu að nám í listum sé að fullu lagt að jöfnu við annað nám. Þó hér hafi aðeins verið tiltekin nokkur dæmi má vera ljóst að framlög stjórnvalda á sviði menningarmála hafa í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna aukist umtalsvert umfram almenna verðþróun, auk þess sem stofnað hefur verið til nýrra sjóða og þar með stuðnings við menningarlífið. Ef þessi viðleitni í tíð síðustu tveggja ríkisstjórna telst lýsa „grjóthörðu skeytingarleysi“, „stríði um menninguna“ eða „plebbaskap“ stjórnvalda, þarf væntanlega að endurskoða merkingu ofangreindra orða í íslenskri orðabók.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun