Rétta liðið? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 1. október 2016 07:00 Það er stundum talað um að stjórnmálaflokkar eigi ákveðið kjarnafylgi. Mér hefur alltaf þótt það svoldið óþægileg tilhugsun að slíkt skuli yfirhöfuð vera til og það sem er kannski enn verra að hjá sumum stjórnmálaöflum hefur þetta kjarnafylgi verið talið á bilinu 10-20%! En hvað er kjarnafylgi? Jú, það er það fylgi sem stjórnmálaafl getur gengið að vísu sama hvað bjátar á. Svona svipað og að halda með íþróttaliði. Ég t.d. held með Liverpool, það er ekki alltaf búið að vera auðvelt, en ég held samt með þeim og mun alltaf gera. Það kannski gerir mér ekki alltaf gott, sérstaklega ekki þegar illa gengur, en það hefur bara áhrif á mig og mig einan. Að „halda“ með stjórnmálaflokki er hins vegar aldrei gott. Það færir þeim sem eru í forystu á hverjum tíma völd sem hægt er að misnota án þess að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Flokkurinn fær alltaf sinn skerf af atkvæðum frá dyggum stuðningsmönnum og aðhaldið sem hverjum stjórnmálamanni og flokki er nauðsynlegt minnkar og jafnvel hverfur. Þar af leiðandi höfum við verið að horfa upp á það undanfarin ár og áratugi að stjórnmálamenn sækja umboð sitt til almennings með loforðaflaumi rétt á meðan á kosningabaráttunni stendur til þess eins að svíkja þau jafnharðan og halda áfram að verja hagsmuni fárra á kostnað heildarinnar á komandi kjörtímabili. Slæmt fyrir samfélagið Stundum fæ ég það á tilfinninguna að sumt af þessu fólki sem myndar þetta svokallaða kjarnafylgi geri það á þeim forsendum að það sé að styðja „liðið“ sitt. Það er stolt af því að halda hollustu við flokkinn sinn sama hvaða stefnu forysta hans tekur. Jafnvel þó þessi stefna samrýmist á engan hátt hagsmunum viðkomandi þá heldur hann samt áfram að styðja „liðið“ sitt. Það segir sig sjálft að það er ekki bara slæmt fyrir hag viðkomandi heldur getur það líka verið slæmt fyrir hag samfélagsins í heild og það er verst af öllu. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að eiga fylgi. Það er hættulegt lýðræðinu og gerir sérhagsmunahópum kleift að ná völdum í gegnum forystu flokka sem „eiga“ mikið kjarnafylgi. Það hefur gerst, það er að gerast og mun halda áfram að gerast ef kjarnafylgisfólkið breytir ekki um hugafar. Eina „liðið“ sem á að skipta máli í kosningum er samfélagið okkar og hvernig við, fólkið í landinu, viljum hafa það þannig að það þjóni okkur sem best og tryggi velferð okkar allra, ekki bara sumra. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum talað um að stjórnmálaflokkar eigi ákveðið kjarnafylgi. Mér hefur alltaf þótt það svoldið óþægileg tilhugsun að slíkt skuli yfirhöfuð vera til og það sem er kannski enn verra að hjá sumum stjórnmálaöflum hefur þetta kjarnafylgi verið talið á bilinu 10-20%! En hvað er kjarnafylgi? Jú, það er það fylgi sem stjórnmálaafl getur gengið að vísu sama hvað bjátar á. Svona svipað og að halda með íþróttaliði. Ég t.d. held með Liverpool, það er ekki alltaf búið að vera auðvelt, en ég held samt með þeim og mun alltaf gera. Það kannski gerir mér ekki alltaf gott, sérstaklega ekki þegar illa gengur, en það hefur bara áhrif á mig og mig einan. Að „halda“ með stjórnmálaflokki er hins vegar aldrei gott. Það færir þeim sem eru í forystu á hverjum tíma völd sem hægt er að misnota án þess að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Flokkurinn fær alltaf sinn skerf af atkvæðum frá dyggum stuðningsmönnum og aðhaldið sem hverjum stjórnmálamanni og flokki er nauðsynlegt minnkar og jafnvel hverfur. Þar af leiðandi höfum við verið að horfa upp á það undanfarin ár og áratugi að stjórnmálamenn sækja umboð sitt til almennings með loforðaflaumi rétt á meðan á kosningabaráttunni stendur til þess eins að svíkja þau jafnharðan og halda áfram að verja hagsmuni fárra á kostnað heildarinnar á komandi kjörtímabili. Slæmt fyrir samfélagið Stundum fæ ég það á tilfinninguna að sumt af þessu fólki sem myndar þetta svokallaða kjarnafylgi geri það á þeim forsendum að það sé að styðja „liðið“ sitt. Það er stolt af því að halda hollustu við flokkinn sinn sama hvaða stefnu forysta hans tekur. Jafnvel þó þessi stefna samrýmist á engan hátt hagsmunum viðkomandi þá heldur hann samt áfram að styðja „liðið“ sitt. Það segir sig sjálft að það er ekki bara slæmt fyrir hag viðkomandi heldur getur það líka verið slæmt fyrir hag samfélagsins í heild og það er verst af öllu. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að eiga fylgi. Það er hættulegt lýðræðinu og gerir sérhagsmunahópum kleift að ná völdum í gegnum forystu flokka sem „eiga“ mikið kjarnafylgi. Það hefur gerst, það er að gerast og mun halda áfram að gerast ef kjarnafylgisfólkið breytir ekki um hugafar. Eina „liðið“ sem á að skipta máli í kosningum er samfélagið okkar og hvernig við, fólkið í landinu, viljum hafa það þannig að það þjóni okkur sem best og tryggi velferð okkar allra, ekki bara sumra. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun