Magnus Carlsen tryggði sér heimsmeistaratitilinn Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2016 23:45 Magnus Carlsen, sem heldur upp á 26 ára afmælisdag sinn í dag, varð fyrst heimsmeistari árið 2013 þegar hann vann sigur á Indverjanum Viswanathan Anand. Vísir/Getty Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen tryggði sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í skák þegar hann vann sigur á Rússanum Sergei Karjakin í bráðabana. Carlsen og Karjakin voru báðir með sex vinninga eftir skákirnar tólf og þyrfti því að grípa til bráðabana sem fór fram í kvöld. Fyrirkomulagið var á þá leið að kepptar voru fjórar atskákir með 25 mínútna umhugsunartíma, auk þess að 10 sekúndur bættust við fyrir hvern leik. Jafntefli varð í tveimur fyrstu skákunum, en Carlsen var með yfirburði í annarri skákinni en mistókst þó að landa sigri. Í þeirri þriðju hafði Carlsen svo sigur og átti Karjakin erfitt verk að vinna þar sem jafntefli dugði Carlsen í þeirri fjórðu – skák þar sem Carlsen var hvítur. Karjakin reyndi að sækja gegn Carlsen en allt kom fyrir ekki. Carlsen spilaði vel og vann einnig fjórðu skákina með tilþrifum.120 milljóna verðlaunapotti skipt á milli Carlsen, sem heldur upp á 26 ára afmælisdag sinn í dag, varð fyrst heimsmeistari árið 2013 þegar hann vann sigur á Indverjanum Viswanathan Anand. Karjakín vann sér inn einvígið gegn Carlsen með því að vera hlutskarpastur á áskorendamótinu svokallaða. Meðal annarra á mótinu má nefna Viswanathan Anand, Fabiano Caruana, Peter Svidler og Anish Giri. Áður fyrr var það þannig að ríkjandi heimsmeistari héldi titlinum lyki keppni á jöfnu, eins og tilfellið er nú. Þeirri reglu hefur verið kastað fyrir borð. Auk heimsmeistaratignarinnar hlýtur sigurvegarinn bróðurpartinn af 120 milljóna króna verðlaunafénu.Að neðan má sjá textalýsingu Chess24 yfir skákir kvöldsins. Smellið á efsta borðann til að velja skák. Noregur Rússland Skák Tengdar fréttir Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. 30. nóvember 2016 10:06 Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen tryggði sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í skák þegar hann vann sigur á Rússanum Sergei Karjakin í bráðabana. Carlsen og Karjakin voru báðir með sex vinninga eftir skákirnar tólf og þyrfti því að grípa til bráðabana sem fór fram í kvöld. Fyrirkomulagið var á þá leið að kepptar voru fjórar atskákir með 25 mínútna umhugsunartíma, auk þess að 10 sekúndur bættust við fyrir hvern leik. Jafntefli varð í tveimur fyrstu skákunum, en Carlsen var með yfirburði í annarri skákinni en mistókst þó að landa sigri. Í þeirri þriðju hafði Carlsen svo sigur og átti Karjakin erfitt verk að vinna þar sem jafntefli dugði Carlsen í þeirri fjórðu – skák þar sem Carlsen var hvítur. Karjakin reyndi að sækja gegn Carlsen en allt kom fyrir ekki. Carlsen spilaði vel og vann einnig fjórðu skákina með tilþrifum.120 milljóna verðlaunapotti skipt á milli Carlsen, sem heldur upp á 26 ára afmælisdag sinn í dag, varð fyrst heimsmeistari árið 2013 þegar hann vann sigur á Indverjanum Viswanathan Anand. Karjakín vann sér inn einvígið gegn Carlsen með því að vera hlutskarpastur á áskorendamótinu svokallaða. Meðal annarra á mótinu má nefna Viswanathan Anand, Fabiano Caruana, Peter Svidler og Anish Giri. Áður fyrr var það þannig að ríkjandi heimsmeistari héldi titlinum lyki keppni á jöfnu, eins og tilfellið er nú. Þeirri reglu hefur verið kastað fyrir borð. Auk heimsmeistaratignarinnar hlýtur sigurvegarinn bróðurpartinn af 120 milljóna króna verðlaunafénu.Að neðan má sjá textalýsingu Chess24 yfir skákir kvöldsins. Smellið á efsta borðann til að velja skák.
Noregur Rússland Skák Tengdar fréttir Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. 30. nóvember 2016 10:06 Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. 30. nóvember 2016 10:06
Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02