Árásarmaðurinn hundeltur um alla Evrópu en finnst ekki Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. janúar 2017 07:00 Borgarstjórar stærsta stjórnarandstöðuflokks Tyrklands minntust hinna látnu með því að leggja blóm á gangstéttina fyrir utan næturklúbbinn Reina í Istanbúl. vísir/epa Tyrkir hafa handtekið um 40 manns í tengslum við fjöldamorðin í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Stjórnvöld segja hina handteknu alla tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslömsku ríki, en á meðal hinna handteknu eru um tuttugu manns á barnsaldri, níu drengir og ellefu stúlkur. Þrjár fjölskyldur, sem allar eru sagðar tengjast árásarmanninum, eru meðal hinna handteknu. Flestir hinna handteknu eru frá Túrkistan, Dagestan og Kirgistan, en árásarmaðurinn sjálfur er sagður vera frá Kirgistan.Árásarmaðurinn tók myndband af sjálfum sér nálægt árásarstaðnum. Fréttablaðið/EPAÞá segjast tyrknesk stjórnvöld hafa borið kennsl á árásarmanninn. Hann er sagður 28 ára gamall og hafa komið til Tyrklands frá Sýrlandi. Hann var enn ófundinn í gær, en honum tókst að komast burt frá skemmtistaðnum í Istanbúl á nýársnótt eftir að hafa myrt þar 39 manns og sært um sjötíu. Í nóvember síðastliðnum var hann staddur í bænum Konja ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann hafði leigt sér hús þar. Eiginkona hans sagðist í viðtali við tyrkneska dagblaðið Hurriyet ekkert hafa vitað af því að maður sinn hafi hrifist af boðskap Íslamska ríkisins, hvað þá að hann hafi framið þetta voðaverk. „Ég frétti af árásinni í sjónvarpi,“ sagði hún. Tyrkneskir fjölmiðlar segja hann heita Lakhe Mashrapov og hafa barist með vígasveitum Íslamska ríkisins í Sýrlandi, meðal annars í götubardögum. Hann sé því vel þjálfaður í vopnaburði. Stjórnvöld hafa birt myndband sem hann tók af sjálfum sér þar sem hann gekk um á Taksimtorgi í Istanbúl innan um almenning. Ekki er ljóst hvort þetta myndband var tekið upp áður en hann hélt inn á skemmtistaðinn Reina til að drepa fólk eða eftir að hann var búinn að því. Íslamska ríkið, eða Daish, lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverkinu strax á mánudaginn, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi samtök segja hreint út að maður á þeirra vegum hafi framið árás af þessu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 23:01 Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 10:39 Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Tyrkir hafa handtekið um 40 manns í tengslum við fjöldamorðin í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Stjórnvöld segja hina handteknu alla tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslömsku ríki, en á meðal hinna handteknu eru um tuttugu manns á barnsaldri, níu drengir og ellefu stúlkur. Þrjár fjölskyldur, sem allar eru sagðar tengjast árásarmanninum, eru meðal hinna handteknu. Flestir hinna handteknu eru frá Túrkistan, Dagestan og Kirgistan, en árásarmaðurinn sjálfur er sagður vera frá Kirgistan.Árásarmaðurinn tók myndband af sjálfum sér nálægt árásarstaðnum. Fréttablaðið/EPAÞá segjast tyrknesk stjórnvöld hafa borið kennsl á árásarmanninn. Hann er sagður 28 ára gamall og hafa komið til Tyrklands frá Sýrlandi. Hann var enn ófundinn í gær, en honum tókst að komast burt frá skemmtistaðnum í Istanbúl á nýársnótt eftir að hafa myrt þar 39 manns og sært um sjötíu. Í nóvember síðastliðnum var hann staddur í bænum Konja ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann hafði leigt sér hús þar. Eiginkona hans sagðist í viðtali við tyrkneska dagblaðið Hurriyet ekkert hafa vitað af því að maður sinn hafi hrifist af boðskap Íslamska ríkisins, hvað þá að hann hafi framið þetta voðaverk. „Ég frétti af árásinni í sjónvarpi,“ sagði hún. Tyrkneskir fjölmiðlar segja hann heita Lakhe Mashrapov og hafa barist með vígasveitum Íslamska ríkisins í Sýrlandi, meðal annars í götubardögum. Hann sé því vel þjálfaður í vopnaburði. Stjórnvöld hafa birt myndband sem hann tók af sjálfum sér þar sem hann gekk um á Taksimtorgi í Istanbúl innan um almenning. Ekki er ljóst hvort þetta myndband var tekið upp áður en hann hélt inn á skemmtistaðinn Reina til að drepa fólk eða eftir að hann var búinn að því. Íslamska ríkið, eða Daish, lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverkinu strax á mánudaginn, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi samtök segja hreint út að maður á þeirra vegum hafi framið árás af þessu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 23:01 Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 10:39 Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 23:01
Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 10:39
Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 07:00