Löggjöf um líffæragjafir: Er franska leiðin skynsamleg fyrir Íslendinga? Runólfur Pálsson og Birgir Jakobsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Að undanförnu hefur verið talsverð umfjöllun um líffæragjafir í fjölmiðlum í tilefni af lagabreytingu í Frakklandi á þann veg að allir þegnar séu sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga með skriflegri yfirlýsingu. Ýmsir hafa haldið fram þeirri skoðun að við Íslendingar ættum að fara sömu leið og Frakkar svo unnt sé að mæta skorti á líffærum til ígræðslu. Opinber umræða um líffæragjafir er mikilvæg því hún getur stuðlað að fjölgun líffæragjafa. Á hinn bóginn er þetta viðkvæmt mál og nauðsynlegt að öllum sé ljóst hvaða afleiðingar breyting á löggjöf hefur í för með sér.Lög um líffæragjafir Í Frakklandi hefur lengi verið við lýði löggjöf um líffæragjafir sem byggir á ætluðu samþykki. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að fólk væri reiðubúið að gefa líffæri sín, en engu að síður þurfti að hafa samráð við aðstandendur. Samkvæmt nýju lögunum þarf hins vegar ekki lengur að leita til aðstandenda í því skyni að kanna afstöðu hins látna til líffæragjafar. Haldin verður skrá yfir andvíga, en óvíst er að hún muni nægja til að tryggja rétt þeirra sem ekki vilja gefa líffæri sín. Lögin eru því umdeild, ekki síst vegna ótta við að alvarlegur ágreiningur við fjölskyldu hins látna geti skapast. Meðal flestra annarra þjóða er leitað til ættingja þótt lög feli í sér ætlað samþykki og er það víðast hvar lagaleg skylda. Á Íslandi voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu árið 1991 og byggja þau á upplýstu samþykki, en þá er gengið út frá því að hinn látni væri andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín. Löggjöf Dana er hliðstæð okkar en Finnar, Norðmenn og Svíar búa við ætlað samþykki eins og meirihluti Evrópuþjóða. Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögunum um brottnám líffæra úr upplýstu í ætlað samþykki en það hlaut ekki brautargengi. Áform munu vera um að leggja slíkt frumvarp fram að nýju.Leiðir til að fjölga líffæragjöfum Deilt hefur verið um hvort lagaleg umgjörð hafi áhrif á fjölda líffæragjafa. Það er óneitanlega vísbending í þá átt að tíðni líffæragjafa er áberandi hærri í löndum þar sem lög fela í sér ætlað samþykki. Á hinn bóginn hefur ekki verið sýnt fram á með vissu að breyting úr upplýstu í ætlað samþykki leiði til fjölgunar gjafa. Þetta er þó ekki auðvelt að meta því að oftast hefur verið ráðist í aðrar aðgerðir samhliða lagabreytingu. Margvíslegar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum og hefur reynslan verið best þar sem beitt hefur verið fjölþættu átaki. Auk löggjafar sem byggir á ætluðu samþykki hefur almenningsfræðsla og leiðir sem stuðla að umræðu innan fjölskyldunnar reynst hafa mikla þýðingu. Einnig hefur öflugt skipulag og umgjörð um líffæragjafaferlið gefið góða raun. Athyglisvert er að opinber skrá um vilja til að gefa líffæri eða hið gagnstæða hefur hvergi náð flugi. Hér á landi hefur verið farin fremur einföld leið þar sem fólk getur skráð vilja sinn til líffæragjafar á vef Embættis landlæknis (https://donor.landlaeknir.is) og á www.heilsuvera.is. Standa vonir til að hún muni skila árangri.Er ástæða til að breyta íslensku löggjöfinni? Hérlendis hefur sýnt sig að stór hluti almennings er hlynntur líffæragjöf við andlát. Flestir virðast telja það eðlilegt viðhorf, enda geta allir einhvern tíma þurft á líffæraígræðslu að halda og því eðlilegt að þeir sem sækjast eftir slíkri meðferð séu jafnframt reiðubúnir að gefa líffæri sín. En þetta gildir ekki um alla og geta ýmsar ástæður legið að baki, m.a. menningarlegur bakgrunnur og trúarskoðanir. Það er mat okkar að það sé óskynsamlegt að ganga jafnlangt og Frakkar með nýjum lögum um líffæragjafir. Engu að síður er fyllsta ástæða til að íslenskri löggjöf verði breytt í átt að ætluðu samþykki þar sem það speglar vilja þorra þjóðarinnar. En jafnframt verður að vernda rétt allra einstaklinga til ákvörðunar um eigin hagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið talsverð umfjöllun um líffæragjafir í fjölmiðlum í tilefni af lagabreytingu í Frakklandi á þann veg að allir þegnar séu sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga með skriflegri yfirlýsingu. Ýmsir hafa haldið fram þeirri skoðun að við Íslendingar ættum að fara sömu leið og Frakkar svo unnt sé að mæta skorti á líffærum til ígræðslu. Opinber umræða um líffæragjafir er mikilvæg því hún getur stuðlað að fjölgun líffæragjafa. Á hinn bóginn er þetta viðkvæmt mál og nauðsynlegt að öllum sé ljóst hvaða afleiðingar breyting á löggjöf hefur í för með sér.Lög um líffæragjafir Í Frakklandi hefur lengi verið við lýði löggjöf um líffæragjafir sem byggir á ætluðu samþykki. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að fólk væri reiðubúið að gefa líffæri sín, en engu að síður þurfti að hafa samráð við aðstandendur. Samkvæmt nýju lögunum þarf hins vegar ekki lengur að leita til aðstandenda í því skyni að kanna afstöðu hins látna til líffæragjafar. Haldin verður skrá yfir andvíga, en óvíst er að hún muni nægja til að tryggja rétt þeirra sem ekki vilja gefa líffæri sín. Lögin eru því umdeild, ekki síst vegna ótta við að alvarlegur ágreiningur við fjölskyldu hins látna geti skapast. Meðal flestra annarra þjóða er leitað til ættingja þótt lög feli í sér ætlað samþykki og er það víðast hvar lagaleg skylda. Á Íslandi voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu árið 1991 og byggja þau á upplýstu samþykki, en þá er gengið út frá því að hinn látni væri andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín. Löggjöf Dana er hliðstæð okkar en Finnar, Norðmenn og Svíar búa við ætlað samþykki eins og meirihluti Evrópuþjóða. Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögunum um brottnám líffæra úr upplýstu í ætlað samþykki en það hlaut ekki brautargengi. Áform munu vera um að leggja slíkt frumvarp fram að nýju.Leiðir til að fjölga líffæragjöfum Deilt hefur verið um hvort lagaleg umgjörð hafi áhrif á fjölda líffæragjafa. Það er óneitanlega vísbending í þá átt að tíðni líffæragjafa er áberandi hærri í löndum þar sem lög fela í sér ætlað samþykki. Á hinn bóginn hefur ekki verið sýnt fram á með vissu að breyting úr upplýstu í ætlað samþykki leiði til fjölgunar gjafa. Þetta er þó ekki auðvelt að meta því að oftast hefur verið ráðist í aðrar aðgerðir samhliða lagabreytingu. Margvíslegar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum og hefur reynslan verið best þar sem beitt hefur verið fjölþættu átaki. Auk löggjafar sem byggir á ætluðu samþykki hefur almenningsfræðsla og leiðir sem stuðla að umræðu innan fjölskyldunnar reynst hafa mikla þýðingu. Einnig hefur öflugt skipulag og umgjörð um líffæragjafaferlið gefið góða raun. Athyglisvert er að opinber skrá um vilja til að gefa líffæri eða hið gagnstæða hefur hvergi náð flugi. Hér á landi hefur verið farin fremur einföld leið þar sem fólk getur skráð vilja sinn til líffæragjafar á vef Embættis landlæknis (https://donor.landlaeknir.is) og á www.heilsuvera.is. Standa vonir til að hún muni skila árangri.Er ástæða til að breyta íslensku löggjöfinni? Hérlendis hefur sýnt sig að stór hluti almennings er hlynntur líffæragjöf við andlát. Flestir virðast telja það eðlilegt viðhorf, enda geta allir einhvern tíma þurft á líffæraígræðslu að halda og því eðlilegt að þeir sem sækjast eftir slíkri meðferð séu jafnframt reiðubúnir að gefa líffæri sín. En þetta gildir ekki um alla og geta ýmsar ástæður legið að baki, m.a. menningarlegur bakgrunnur og trúarskoðanir. Það er mat okkar að það sé óskynsamlegt að ganga jafnlangt og Frakkar með nýjum lögum um líffæragjafir. Engu að síður er fyllsta ástæða til að íslenskri löggjöf verði breytt í átt að ætluðu samþykki þar sem það speglar vilja þorra þjóðarinnar. En jafnframt verður að vernda rétt allra einstaklinga til ákvörðunar um eigin hagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar