Birta gögn sem eiga að sýna hvernig CIA hakkaði sig inn í síma, tölvur og sjónvörp Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2017 19:30 CIA á að hafa hlerað almenning í gegnum iPhone, Android og Samsung-sjónvörp. Vísir/EPA Uppljóstrunarsamtökin Wikileaks hefur birt gögn sem eru sögð sýna hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, njósnar um almenning. Er lekinn nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed Um er að ræða spilliforrit sem er beint að öllum helstu stýrikerfum, þar á meðal Windows, Android, iOS, OSX og Linux. Veita þessi spilliforrit leyniþjónustunni því aðgang að tölvum og símum almennings.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir CIA hafa hannað eitthvað af þessum forritum en tekið er fram að breska leyniþjónustan hafi tekið þátt í að þróa njósnabúnað sem veitir aðgang að Samsung-sjónvörpum. BBC segir talskonu CIA ekki hafa viljað tjá sig um málið.Snowden segir lekann stórmál Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem sjálfur hefur lekið upplýsingum um hvernig bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA hleraði almenning, segir þennan leka Wikileaks vera stórmál. Wikileaks segir þann sem kom þessum upplýsingum á framfæri hafa viljað opna umræðu um hvort CIA hafi farið fram úr sér þegar kemur að njósnum um almenning.Notuðu sjónvörpin til að hlera samtöl Í gögnum er greint frá því að sú aðgerð CIA að reyna að komast inn í Samsung-sjónvörp hafi verið nefnd Weeping Angel. Á CIA að hafa hannað forrit sem lætur líta út fyrir að slökkt sé á sjónvarpinu. Þannig á CIA að geta tekið upp hljóð úr sjónvarpinu án þess að eigendurnir verða þess varir. Um leið og þeir kveiktu aftur á sjónvarpinu sendi forritið þessar upptökur til CIA-gagnvera. Wikileaks heldur því einnig fram að CIA hafi nýtt sér öryggisgalla í Android-símum og þannig geta komist í samtöl sem áttu sér stað á Whatsapp, Signal, Telegram og Weibo. Þá á CIA einnig að hafa náð að lesa smáskilaboð með þessum hætti.Sérhæfður hópur til að komast í iPhone Því er einnig haldið fram að CIA hafi sett af stað sérhæfðan hóp sem átti að komast í iPhone-síma og iPad-spjaldtölvur, þannig að hægt væri að sjá nákvæma staðsetningu eigenda slíkra tækja, kveikja á myndavélum og hljóðnemum þeirra og lesa texta skilaboð. Þá kemur einnig fram að CIA hafi reynt að finna leiðir til að komast inn í tölvukerfi bíla. CIA á einnig að hafa fundið leið til að komast inn í tölvur sem voru ekki tengdar við internetið eða önnur kerfi. Það á að hafa verið gert með því að fela gögn í myndum og öðrum skjölum. CIA mun einnig hafa hannað búnað sem átti að komast inn í tölvutæki í gegnum vírusvarnir þeirra. Wikileaks segir þennan leka vera þann fyrsta af mörgum um þær aðferðir sem CIA notar til að njósna. Wikileaks bendir á að þessar upplýsingar hafi farið á milli tölvuhakkara sem áður unnu fyrir bandarísk yfirvöld.Still working through the publication, but what @Wikileaks has here is genuinely a big deal. Looks authentic.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 If you're writing about the CIA/@Wikileaks story, here's the big deal: first public evidence USG secretly paying to keep US software unsafe. pic.twitter.com/kYi0NC2mOp— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 The CIA reports show the USG developing vulnerabilities in US products, then intentionally keeping the holes open. Reckless beyond words.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Why is this dangerous? Because until closed, any hacker can use the security hole the CIA left open to break into any iPhone in the world. https://t.co/xK0aILAdFI— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Evidence mounts showing CIA & FBI knew about catastrophic weaknesses in the most-used smartphones in America, but kept them open -- to spy. https://t.co/mDyVred3H8— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Uppljóstrunarsamtökin Wikileaks hefur birt gögn sem eru sögð sýna hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, njósnar um almenning. Er lekinn nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed Um er að ræða spilliforrit sem er beint að öllum helstu stýrikerfum, þar á meðal Windows, Android, iOS, OSX og Linux. Veita þessi spilliforrit leyniþjónustunni því aðgang að tölvum og símum almennings.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir CIA hafa hannað eitthvað af þessum forritum en tekið er fram að breska leyniþjónustan hafi tekið þátt í að þróa njósnabúnað sem veitir aðgang að Samsung-sjónvörpum. BBC segir talskonu CIA ekki hafa viljað tjá sig um málið.Snowden segir lekann stórmál Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem sjálfur hefur lekið upplýsingum um hvernig bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA hleraði almenning, segir þennan leka Wikileaks vera stórmál. Wikileaks segir þann sem kom þessum upplýsingum á framfæri hafa viljað opna umræðu um hvort CIA hafi farið fram úr sér þegar kemur að njósnum um almenning.Notuðu sjónvörpin til að hlera samtöl Í gögnum er greint frá því að sú aðgerð CIA að reyna að komast inn í Samsung-sjónvörp hafi verið nefnd Weeping Angel. Á CIA að hafa hannað forrit sem lætur líta út fyrir að slökkt sé á sjónvarpinu. Þannig á CIA að geta tekið upp hljóð úr sjónvarpinu án þess að eigendurnir verða þess varir. Um leið og þeir kveiktu aftur á sjónvarpinu sendi forritið þessar upptökur til CIA-gagnvera. Wikileaks heldur því einnig fram að CIA hafi nýtt sér öryggisgalla í Android-símum og þannig geta komist í samtöl sem áttu sér stað á Whatsapp, Signal, Telegram og Weibo. Þá á CIA einnig að hafa náð að lesa smáskilaboð með þessum hætti.Sérhæfður hópur til að komast í iPhone Því er einnig haldið fram að CIA hafi sett af stað sérhæfðan hóp sem átti að komast í iPhone-síma og iPad-spjaldtölvur, þannig að hægt væri að sjá nákvæma staðsetningu eigenda slíkra tækja, kveikja á myndavélum og hljóðnemum þeirra og lesa texta skilaboð. Þá kemur einnig fram að CIA hafi reynt að finna leiðir til að komast inn í tölvukerfi bíla. CIA á einnig að hafa fundið leið til að komast inn í tölvur sem voru ekki tengdar við internetið eða önnur kerfi. Það á að hafa verið gert með því að fela gögn í myndum og öðrum skjölum. CIA mun einnig hafa hannað búnað sem átti að komast inn í tölvutæki í gegnum vírusvarnir þeirra. Wikileaks segir þennan leka vera þann fyrsta af mörgum um þær aðferðir sem CIA notar til að njósna. Wikileaks bendir á að þessar upplýsingar hafi farið á milli tölvuhakkara sem áður unnu fyrir bandarísk yfirvöld.Still working through the publication, but what @Wikileaks has here is genuinely a big deal. Looks authentic.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 If you're writing about the CIA/@Wikileaks story, here's the big deal: first public evidence USG secretly paying to keep US software unsafe. pic.twitter.com/kYi0NC2mOp— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 The CIA reports show the USG developing vulnerabilities in US products, then intentionally keeping the holes open. Reckless beyond words.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Why is this dangerous? Because until closed, any hacker can use the security hole the CIA left open to break into any iPhone in the world. https://t.co/xK0aILAdFI— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Evidence mounts showing CIA & FBI knew about catastrophic weaknesses in the most-used smartphones in America, but kept them open -- to spy. https://t.co/mDyVred3H8— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira