Frönsku forsetaframbjóðendurnir fá allir sínar 15 mínútur í sjónvarpi í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2017 14:08 Emmanuel Macron þykir enn líklegastur til að verða næsti forseti Frakklands. Vísir/AFP Frönsku frambjóðendurnir ellefu munu allir koma fram í frönsku sjónvarpi í kvöld þar sem hverjum og einum hefur verið úthlutað korteri til að reyna að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Kosningabaráttunni mun svo ljúka annað kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara fram á sunnudaginn. Emmanuel Macron er enn talinn líklegastur til að taka við af sósíalistanum Francois Hollande sem lætur af embættinu í sumar. Upphaflega stóð til að kosningabaráttunni lyki með sjónvarpskappræðum allra frambjóðenda í kvöld. Margir þeirra hótuðu þó að sniðganga slíkar kappræður. Í grein Aftonbladet kemur fram að margir frambjóðendur hafi ekki viljað standa frammi fyrir að geta ekki svarað fyrir ákveðin mál sem kynnu að koma upp í slíkum kappræðum, áður en kosningabaráttunni lyki. Var því ákveðið að grípa til þess að frambjóðendur yrðu spurðir spurninga, hver í sínu lagi. Hver og einn frambjóðandi fær korter til að svara spurningum og í lokin fá þeir tveir og hálfa mínútu þar sem þeir geta talað beint til franskra kjósenda og reynt að sannfæra þá hvers vegna þeir séu best til þess fallnir að leiða frönsku þjóðina á næstu árum.Baráttan á milli fjögurra efstu Skoðanakannanir hafa bent til að nokkuð jafnt sé milli fjögurra frambjóðenda, þar sem miðjumaðurinn Macron og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, mælast með nokkurt forskot á Repúblikanann Francois Fillon og vinstrimanninn Jean-Luc Mélenchon. Möguleikar hinna sjö frambjóðendanna eru taldir litlir sem engir. Macron þykir svo líklegast til að bera sigur úr býtum í síðari umferð kosninganna sem fram fara 7. maí þar sem kosið er á milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Skoðanakönnun Ifops sem birt var í gær: Emmanuel Macron, En Marche!, 23,5 prósent Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, 22,5 prósent François Fillon, Repúblikanaflokkurinn, 19,5 prósent Jean-Luc Mélenchon, Vinstriflokkurinn, 18,5 prósent Benoît Hamon, Sósíalistaflokkurinn, 7,5 prósent Nicolas Dupont-Aignan, Áfram Frakkland, 4 prósent Philippe Poutou, Nýi andkapitalistaflokkurinn, 1,5 prósent Jean Lassalle, Andstaða, 1,5 prósent François Asselineau, Repúblikanasambandið, 1 prósent Nathalie Arthaud, Verkamannabaráttan, 0,5 prósent Jacques Cheminade, Eining og framfarir, 0 prósent Frakkland Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Frönsku frambjóðendurnir ellefu munu allir koma fram í frönsku sjónvarpi í kvöld þar sem hverjum og einum hefur verið úthlutað korteri til að reyna að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Kosningabaráttunni mun svo ljúka annað kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara fram á sunnudaginn. Emmanuel Macron er enn talinn líklegastur til að taka við af sósíalistanum Francois Hollande sem lætur af embættinu í sumar. Upphaflega stóð til að kosningabaráttunni lyki með sjónvarpskappræðum allra frambjóðenda í kvöld. Margir þeirra hótuðu þó að sniðganga slíkar kappræður. Í grein Aftonbladet kemur fram að margir frambjóðendur hafi ekki viljað standa frammi fyrir að geta ekki svarað fyrir ákveðin mál sem kynnu að koma upp í slíkum kappræðum, áður en kosningabaráttunni lyki. Var því ákveðið að grípa til þess að frambjóðendur yrðu spurðir spurninga, hver í sínu lagi. Hver og einn frambjóðandi fær korter til að svara spurningum og í lokin fá þeir tveir og hálfa mínútu þar sem þeir geta talað beint til franskra kjósenda og reynt að sannfæra þá hvers vegna þeir séu best til þess fallnir að leiða frönsku þjóðina á næstu árum.Baráttan á milli fjögurra efstu Skoðanakannanir hafa bent til að nokkuð jafnt sé milli fjögurra frambjóðenda, þar sem miðjumaðurinn Macron og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, mælast með nokkurt forskot á Repúblikanann Francois Fillon og vinstrimanninn Jean-Luc Mélenchon. Möguleikar hinna sjö frambjóðendanna eru taldir litlir sem engir. Macron þykir svo líklegast til að bera sigur úr býtum í síðari umferð kosninganna sem fram fara 7. maí þar sem kosið er á milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Skoðanakönnun Ifops sem birt var í gær: Emmanuel Macron, En Marche!, 23,5 prósent Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, 22,5 prósent François Fillon, Repúblikanaflokkurinn, 19,5 prósent Jean-Luc Mélenchon, Vinstriflokkurinn, 18,5 prósent Benoît Hamon, Sósíalistaflokkurinn, 7,5 prósent Nicolas Dupont-Aignan, Áfram Frakkland, 4 prósent Philippe Poutou, Nýi andkapitalistaflokkurinn, 1,5 prósent Jean Lassalle, Andstaða, 1,5 prósent François Asselineau, Repúblikanasambandið, 1 prósent Nathalie Arthaud, Verkamannabaráttan, 0,5 prósent Jacques Cheminade, Eining og framfarir, 0 prósent
Frakkland Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira