Frönsku forsetaframbjóðendurnir fá allir sínar 15 mínútur í sjónvarpi í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2017 14:08 Emmanuel Macron þykir enn líklegastur til að verða næsti forseti Frakklands. Vísir/AFP Frönsku frambjóðendurnir ellefu munu allir koma fram í frönsku sjónvarpi í kvöld þar sem hverjum og einum hefur verið úthlutað korteri til að reyna að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Kosningabaráttunni mun svo ljúka annað kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara fram á sunnudaginn. Emmanuel Macron er enn talinn líklegastur til að taka við af sósíalistanum Francois Hollande sem lætur af embættinu í sumar. Upphaflega stóð til að kosningabaráttunni lyki með sjónvarpskappræðum allra frambjóðenda í kvöld. Margir þeirra hótuðu þó að sniðganga slíkar kappræður. Í grein Aftonbladet kemur fram að margir frambjóðendur hafi ekki viljað standa frammi fyrir að geta ekki svarað fyrir ákveðin mál sem kynnu að koma upp í slíkum kappræðum, áður en kosningabaráttunni lyki. Var því ákveðið að grípa til þess að frambjóðendur yrðu spurðir spurninga, hver í sínu lagi. Hver og einn frambjóðandi fær korter til að svara spurningum og í lokin fá þeir tveir og hálfa mínútu þar sem þeir geta talað beint til franskra kjósenda og reynt að sannfæra þá hvers vegna þeir séu best til þess fallnir að leiða frönsku þjóðina á næstu árum.Baráttan á milli fjögurra efstu Skoðanakannanir hafa bent til að nokkuð jafnt sé milli fjögurra frambjóðenda, þar sem miðjumaðurinn Macron og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, mælast með nokkurt forskot á Repúblikanann Francois Fillon og vinstrimanninn Jean-Luc Mélenchon. Möguleikar hinna sjö frambjóðendanna eru taldir litlir sem engir. Macron þykir svo líklegast til að bera sigur úr býtum í síðari umferð kosninganna sem fram fara 7. maí þar sem kosið er á milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Skoðanakönnun Ifops sem birt var í gær: Emmanuel Macron, En Marche!, 23,5 prósent Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, 22,5 prósent François Fillon, Repúblikanaflokkurinn, 19,5 prósent Jean-Luc Mélenchon, Vinstriflokkurinn, 18,5 prósent Benoît Hamon, Sósíalistaflokkurinn, 7,5 prósent Nicolas Dupont-Aignan, Áfram Frakkland, 4 prósent Philippe Poutou, Nýi andkapitalistaflokkurinn, 1,5 prósent Jean Lassalle, Andstaða, 1,5 prósent François Asselineau, Repúblikanasambandið, 1 prósent Nathalie Arthaud, Verkamannabaráttan, 0,5 prósent Jacques Cheminade, Eining og framfarir, 0 prósent Frakkland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Frönsku frambjóðendurnir ellefu munu allir koma fram í frönsku sjónvarpi í kvöld þar sem hverjum og einum hefur verið úthlutað korteri til að reyna að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Kosningabaráttunni mun svo ljúka annað kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara fram á sunnudaginn. Emmanuel Macron er enn talinn líklegastur til að taka við af sósíalistanum Francois Hollande sem lætur af embættinu í sumar. Upphaflega stóð til að kosningabaráttunni lyki með sjónvarpskappræðum allra frambjóðenda í kvöld. Margir þeirra hótuðu þó að sniðganga slíkar kappræður. Í grein Aftonbladet kemur fram að margir frambjóðendur hafi ekki viljað standa frammi fyrir að geta ekki svarað fyrir ákveðin mál sem kynnu að koma upp í slíkum kappræðum, áður en kosningabaráttunni lyki. Var því ákveðið að grípa til þess að frambjóðendur yrðu spurðir spurninga, hver í sínu lagi. Hver og einn frambjóðandi fær korter til að svara spurningum og í lokin fá þeir tveir og hálfa mínútu þar sem þeir geta talað beint til franskra kjósenda og reynt að sannfæra þá hvers vegna þeir séu best til þess fallnir að leiða frönsku þjóðina á næstu árum.Baráttan á milli fjögurra efstu Skoðanakannanir hafa bent til að nokkuð jafnt sé milli fjögurra frambjóðenda, þar sem miðjumaðurinn Macron og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, mælast með nokkurt forskot á Repúblikanann Francois Fillon og vinstrimanninn Jean-Luc Mélenchon. Möguleikar hinna sjö frambjóðendanna eru taldir litlir sem engir. Macron þykir svo líklegast til að bera sigur úr býtum í síðari umferð kosninganna sem fram fara 7. maí þar sem kosið er á milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Skoðanakönnun Ifops sem birt var í gær: Emmanuel Macron, En Marche!, 23,5 prósent Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, 22,5 prósent François Fillon, Repúblikanaflokkurinn, 19,5 prósent Jean-Luc Mélenchon, Vinstriflokkurinn, 18,5 prósent Benoît Hamon, Sósíalistaflokkurinn, 7,5 prósent Nicolas Dupont-Aignan, Áfram Frakkland, 4 prósent Philippe Poutou, Nýi andkapitalistaflokkurinn, 1,5 prósent Jean Lassalle, Andstaða, 1,5 prósent François Asselineau, Repúblikanasambandið, 1 prósent Nathalie Arthaud, Verkamannabaráttan, 0,5 prósent Jacques Cheminade, Eining og framfarir, 0 prósent
Frakkland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira