NATO þingmenn funda við landamæri Rússlands í Georgíu Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 20:30 Reikna má með að viðbrögð Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna í Georgíu síðar í mánuðinum verði enn harðari en viðbrögð þeirra við fundi þingmannanna á Svalbarða í næstu viku. Varaformaður Framsóknarflokksins segir fullkomlega eðlilegt að þingmennirnir komi saman þar til að ræða málefni norðurslóða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá hörðum viðbrögðum Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna á Svalbarða í næstu viku. En Svalbarði hefur sérstaka stöðu í alþjóðasamfélaginu þar sem eyjarnar tilheyra engri einni þjóð en lúta stjórn Noregs samkvæmt sérstöku samkomulagi. Eyjarnar eru hins vegar hernaðarlega mikilvægar fyrir Rússa og Norðurlöndin vegna legu sinnar. Rússar telja fund NATO þingmanna á Svalbarða í næstu viku vera ögrun við þá. Lilja Alfreðsdóttir sem fer fyrir hópi íslenskra þingmanna á fundinum segir svo ekki vera. „Nei það er ekki verið að gera það. Þetta er þingmannanefnd NATO. Það eru 58 þingmenn frá 18 NATO ríkjum sem eru að fara að funda þarna. NATO þingmannanefndin hefur áður fundað á Svalbarða án þess að rússnesk stjórnvöld hafi gert athugasemdir við staðsetningu fundarins,“ segir Lilja. Staðarvalið sé ekki tilviljun vegna þess að það tengist umræðuefni fundarins. „Fundurinn er skipulagður af norska Stórþinginu til þess að vekja máls á málefnum norðurslóða og Norðuríshafsins með sérstakri áherslu á loftlagsbreytingar. Þess má geta að ég mun einmitt stýra málstofu varðandi loftslagsbreytingar og málefni hafsins,“ segir Lilja. Enda séu áhrif loftslagsbreytinganna einna sýnilegastar á þessu svæði. Þingmannanefnd NATO kemur síðan saman til annars fundar hinn 26. maí næst komandi á stað sem ef til vill er enn umdeildari, eða í Georgíu. En stríð Georgíumanna og Rússa árið 2008 endaði með því að Rússar hertóku tvö héruð landsins, Suður Ossetíu og Abkasíu. „En það má ekki gleyma því að Georgía hefur verið að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu í þónokkurn tíma. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að þingmannanefndin fundi þar.“En finnst þér það skynsamlegt?„Við þurfum aðeins að vega og meta hver viðbrögðin verða. En hins vegar er það svo að þingmannanefndin ákveður hvar hún fundar og mun ekki láta undan einhverjum sérstökum þrýstingi hvað það varðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Georgía NATO Rússland Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Reikna má með að viðbrögð Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna í Georgíu síðar í mánuðinum verði enn harðari en viðbrögð þeirra við fundi þingmannanna á Svalbarða í næstu viku. Varaformaður Framsóknarflokksins segir fullkomlega eðlilegt að þingmennirnir komi saman þar til að ræða málefni norðurslóða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá hörðum viðbrögðum Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna á Svalbarða í næstu viku. En Svalbarði hefur sérstaka stöðu í alþjóðasamfélaginu þar sem eyjarnar tilheyra engri einni þjóð en lúta stjórn Noregs samkvæmt sérstöku samkomulagi. Eyjarnar eru hins vegar hernaðarlega mikilvægar fyrir Rússa og Norðurlöndin vegna legu sinnar. Rússar telja fund NATO þingmanna á Svalbarða í næstu viku vera ögrun við þá. Lilja Alfreðsdóttir sem fer fyrir hópi íslenskra þingmanna á fundinum segir svo ekki vera. „Nei það er ekki verið að gera það. Þetta er þingmannanefnd NATO. Það eru 58 þingmenn frá 18 NATO ríkjum sem eru að fara að funda þarna. NATO þingmannanefndin hefur áður fundað á Svalbarða án þess að rússnesk stjórnvöld hafi gert athugasemdir við staðsetningu fundarins,“ segir Lilja. Staðarvalið sé ekki tilviljun vegna þess að það tengist umræðuefni fundarins. „Fundurinn er skipulagður af norska Stórþinginu til þess að vekja máls á málefnum norðurslóða og Norðuríshafsins með sérstakri áherslu á loftlagsbreytingar. Þess má geta að ég mun einmitt stýra málstofu varðandi loftslagsbreytingar og málefni hafsins,“ segir Lilja. Enda séu áhrif loftslagsbreytinganna einna sýnilegastar á þessu svæði. Þingmannanefnd NATO kemur síðan saman til annars fundar hinn 26. maí næst komandi á stað sem ef til vill er enn umdeildari, eða í Georgíu. En stríð Georgíumanna og Rússa árið 2008 endaði með því að Rússar hertóku tvö héruð landsins, Suður Ossetíu og Abkasíu. „En það má ekki gleyma því að Georgía hefur verið að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu í þónokkurn tíma. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að þingmannanefndin fundi þar.“En finnst þér það skynsamlegt?„Við þurfum aðeins að vega og meta hver viðbrögðin verða. En hins vegar er það svo að þingmannanefndin ákveður hvar hún fundar og mun ekki láta undan einhverjum sérstökum þrýstingi hvað það varðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Georgía NATO Rússland Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira