Heildstæð úttekt sýnir hundraða milljarða gat Sigurður Hannesson skrifar 13. september 2017 07:00 Innviði landsins þarf að þróa og uppfæra í takt við þarfir samfélagsins og framtíð þess. Sú uppbygging er forsenda þess að atvinnulíf blómstri um land allt. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, gagnatengingar og raforku. Á síðustu árum hefur fjárfesting í innviðum verið of lítil og það mun bitna á okkur í framtíðinni verði ekki bætt í. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi enda verðum við að standa jafnfætis öðrum ríkjum sem við viljum bera okkur saman við til að ná þeim lífskjörum sem sóst er eftir. Þess vegna er sérstaklega jákvætt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setja þessi mál í forgang fyrir komandi þingvetur en ljóst er að stórátak þarf til. Samtök iðnaðarins vinna að úttekt á stöðu innviða landsins. Heildstæð og ítarleg úttekt af því tagi hefur ekki verið gerð fyrr hér á landi svo vitað sé til en þessi vinna á sér erlendar fyrirmyndir. Ljóst er að fjárfesta þarf fyrir hundruð milljarða króna svo innviðir landsins séu nægilega sterkir og styðji við framtíðarvöxt.Brýn innviðaverkefni um land allt Innviðaverkefnin eru fjölmörg. Nægir að nefna að víða um land eru hættulegir vegakaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Margoft hefur komið fram að á höfuðborgarsvæðinu þurfi að bæta samgöngur talsvert. Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Með því að bæta úr því væri raforka ekki eingöngu tryggari um land allt heldur yrðu til verðmæti í orku sem ella fer til spillis. Þá þarf að bæta gagnatengingar á landsbyggðinni verulega og það er öryggismál fyrir landsmenn að annar gagnastrengur verði lagður til útlanda. Gögn eru helsta hrávara fjórðu iðnbyltingarinnar en hún snýst að miklu leyti um söfnun þeirra og úrvinnslu. Verðmæti gagna eru mikil og því munu gagnatengingar skipa ríkari sess með tímanum.Samstarf einkaaðila og hins opinbera nauðsynlegt Það er morgunljóst að einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Þekking á rekstri slíkra verkefna hefur byggst upp hér og nægir þar að nefna fyrirtækið Spöl og Hvalfjarðargöngin. Til að setja þetta í samhengi er það rifjað upp að á 1100 ára afmæli byggðar í landinu var þjóðargjöfin Þjóðarbókhlaðan vestur á Melum. Raunar á bygging hússins sér lengri aðdraganda en framkvæmdir hófust árið 1978. Tuttugu árum eftir hin miklu tímamót, eða 1. desember árið 1994, var Þjóðarbókhlaðan tekin í notkun. Kostnaðurinn nam 2,5 milljörðum sem er um 8,4 milljarðar framreiknað með byggingavísitölu. Þetta minnir okkur svo sannarlega á að framkvæmdir á vegum hins opinbera geta tekið óralangan tíma, jafnvel þótt kostnaðurinn sé ekkert í líkingu við uppsafnaða þörf. Slíkan tíma höfum við ekki til stefnu þegar kemur að innviðum Íslands.Núna er rétti tíminn til framkvæmda Á næstu árum mun draga úr hagvexti samkvæmt spám Seðlabanka Íslands. Þar með skapast svigrúm til framkvæmda. Þessu til viðbótar þarf hvort sem er að fjárfesta til að styðja við framtíðarvöxt. Niðurstöður nýlegra útboða í gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að nú sé hagstætt að ráðast í framkvæmdir. Það er ekki eftir neinu að bíða.Greinarhöfundur er Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Sigurður Hannesson Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Innviði landsins þarf að þróa og uppfæra í takt við þarfir samfélagsins og framtíð þess. Sú uppbygging er forsenda þess að atvinnulíf blómstri um land allt. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, gagnatengingar og raforku. Á síðustu árum hefur fjárfesting í innviðum verið of lítil og það mun bitna á okkur í framtíðinni verði ekki bætt í. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi enda verðum við að standa jafnfætis öðrum ríkjum sem við viljum bera okkur saman við til að ná þeim lífskjörum sem sóst er eftir. Þess vegna er sérstaklega jákvætt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setja þessi mál í forgang fyrir komandi þingvetur en ljóst er að stórátak þarf til. Samtök iðnaðarins vinna að úttekt á stöðu innviða landsins. Heildstæð og ítarleg úttekt af því tagi hefur ekki verið gerð fyrr hér á landi svo vitað sé til en þessi vinna á sér erlendar fyrirmyndir. Ljóst er að fjárfesta þarf fyrir hundruð milljarða króna svo innviðir landsins séu nægilega sterkir og styðji við framtíðarvöxt.Brýn innviðaverkefni um land allt Innviðaverkefnin eru fjölmörg. Nægir að nefna að víða um land eru hættulegir vegakaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Margoft hefur komið fram að á höfuðborgarsvæðinu þurfi að bæta samgöngur talsvert. Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Með því að bæta úr því væri raforka ekki eingöngu tryggari um land allt heldur yrðu til verðmæti í orku sem ella fer til spillis. Þá þarf að bæta gagnatengingar á landsbyggðinni verulega og það er öryggismál fyrir landsmenn að annar gagnastrengur verði lagður til útlanda. Gögn eru helsta hrávara fjórðu iðnbyltingarinnar en hún snýst að miklu leyti um söfnun þeirra og úrvinnslu. Verðmæti gagna eru mikil og því munu gagnatengingar skipa ríkari sess með tímanum.Samstarf einkaaðila og hins opinbera nauðsynlegt Það er morgunljóst að einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Þekking á rekstri slíkra verkefna hefur byggst upp hér og nægir þar að nefna fyrirtækið Spöl og Hvalfjarðargöngin. Til að setja þetta í samhengi er það rifjað upp að á 1100 ára afmæli byggðar í landinu var þjóðargjöfin Þjóðarbókhlaðan vestur á Melum. Raunar á bygging hússins sér lengri aðdraganda en framkvæmdir hófust árið 1978. Tuttugu árum eftir hin miklu tímamót, eða 1. desember árið 1994, var Þjóðarbókhlaðan tekin í notkun. Kostnaðurinn nam 2,5 milljörðum sem er um 8,4 milljarðar framreiknað með byggingavísitölu. Þetta minnir okkur svo sannarlega á að framkvæmdir á vegum hins opinbera geta tekið óralangan tíma, jafnvel þótt kostnaðurinn sé ekkert í líkingu við uppsafnaða þörf. Slíkan tíma höfum við ekki til stefnu þegar kemur að innviðum Íslands.Núna er rétti tíminn til framkvæmda Á næstu árum mun draga úr hagvexti samkvæmt spám Seðlabanka Íslands. Þar með skapast svigrúm til framkvæmda. Þessu til viðbótar þarf hvort sem er að fjárfesta til að styðja við framtíðarvöxt. Niðurstöður nýlegra útboða í gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að nú sé hagstætt að ráðast í framkvæmdir. Það er ekki eftir neinu að bíða.Greinarhöfundur er Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar