Íslensk vefverslun og samkeppnishæfni Guðrún Tinna Ólafsdóttir skrifar 20. september 2017 07:00 Í þessum mánuði bárust fréttir um að velta innlendrar netverslunar aukist milli ára. Þó er áætlað að 80 prósent af vefverslun Íslendinga sé erlendis en því er öfugt farið í öðrum löndum. Eðlilega má spyrja af hverju veltan sé enn hlutfallslega lítil þrátt fyrir vöxt og þá hvort íslenskar vefverslanir séu samkeppnishæfar?Sérstaða, samfélagsmiðlun og hefðbundnar verslanir Að reka vefverslun felur í sér sömu áskoranir og að reka hefðbundna verslun. Hins vegar er mögulegt markaðssvæði mun stærra. Sérstaða vörumerkisins þarf því að vera enn meiri til að vekja eftirtekt. Í rannsókn PwC frá 2014 sem náði yfir fimm heimsálfur og 15.000 netviðskiptavini kemur fram að forsenda þess að ná góðum árangri í sölu á netinu er að vörumerkið sjálft sé spennandi, sterkt og skeri sig úr. Í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar frá 2015 kemur fram að þær íslensku vefverslanir sem hafa náð fótfestu erlendis hafa sérstöðu í vöruúrvali að því leyti að þær selja íslenskar vörur og/eða vörur tengdar Íslandi. Í dag snýst markaðsstarf síðan ekki um að dæla út upplýsingum heldur að eiga í skýru og gagnvirku samtali við viðskiptavininn. Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur á því sviði og einfalt að sérsníða samtölin fyrir ólík menningarsvæði. Samkvæmt PwC versla 50 prósent viðskiptavina við vefverslanir vegna áhugaverðra hluta sem þær birta á samfélagsmiðlum. Sama hlutfall notar netið til samskipta við vörumerkið. En það er ekki nóg að hafa góða vöru og vandaða vefverslun til að tryggja sölu. Mikilvægt er að bjóða upp á stað, annaðhvort eigin verslun eða í heildsölu til annarra verslana, þar sem viðskiptavinurinn getur snert vöruna. Jafnframt kýs stór hluti viðskiptavina að sækja vörurnar þar í stað þess að fá þær sendar heim. Hrein netsölufyrirtæki eru fátíð meðal stærstu vefverslana heimsins. Flestar eru með hefðbundinn verslunarrekstur sem grunn. Fyrir vefverslanir sem ætla inn á erlenda markaði skiptir því lykilmáli að velja réttu heildsölusamstarfsaðilana.Í stuttu máli má því segja að íslensk vefverslun sé samkeppnishæf ef vörumerkið sjálft hefur sérstöðu, á í uppbyggilegu samtali við viðskiptavininn og að á markaðssvæðinu séu verslanir sem selja þær vörur sem vefverslunin býður upp á.Birgðastýring, aðflutningsgjöld og flutningskostnaður Í skýrslu RSV er skrifað: ,,Ein helsta ástæða fyrir minna umfangi íslenskrar netverslunar er lítill markaður sem gerir verslunum erfitt um vik að bjóða samkeppnishæft vöruverð. Jafnframt nálægð við hefðbundnar verslanir. Möguleikarnir til að stækka felast meðal annars í að ná til stærri markaðssvæða.“ Þetta er að hluta til rétt. Lykilatriði fyrir samkeppnisstöðuna er lægra innkaupsverð og birgðastýring en ekki síður lækkun/afnám aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar. Við sölu inn á erlenda markaði eykst vandinn við birgðastýringu. Á vefverslunin að hafa vöruhús á hverju markaðssvæði og þá auka fjárbindingu í birgðum á kostnað lægri aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar? Eða á vöruhúsið að vera staðsett hér á landi með möguleika á að selja umframbirgðir í gegnum eigin verslanir en stendur frammi fyrir aðflutningsgjöldum á vörum inn í landið og svo aftur á sölupantanir til útlanda, kostnað sem, þá óánægðir, erlendir viðskiptavinir bera? Samkvæmt RSV koma eingöngu 15 prósent af veltu íslenskra vefverslana erlendis frá. Í þriðja lagi hár innlendur flutningskostnaður. Það kostar allt upp í tvisvar til fjórum sinnum meira að senda vöru innan og frá Íslandi en til Íslands eða innan Evrópu. Víða erlendis bjóða vefverslanir upp á fría heimsendingu og við skil eða skipti. Samkvæmt PwC er 50 prósentum tískuvarnings í Þýskalandi skilað og 25 prósentum í Bretlandi. Þegar netviðskiptavinir voru spurðir hver væri helsta ástæða þess að þeir versluðu á netinu nefndu 80 prósent frían flutningskostnað, 66 prósent sent næsta dag og 64 prósent frí skil eða skipti. Þegar flutningskostnaður er hár í krónum talið líkt og er hér á landi og/eða framlegð vörunnar lág, þá eru augljós neikvæðu áhrifin á framlegð og samkeppnishæfni fyrirtækisins.Niðurstaðan er einföld. Á meðan íslenskar vefverslanir eru með vöruhús á Íslandi og vegna aðflutningsgjalda og hás flutningskostnaðar, þá eru litlar líkur á stærri markaðshlutdeild hér á landi og erlendis sem myndi leiða til aukinnar rekstrarhagkvæmni vegna meiri magnkaupa í innkaupum/framleiðslu.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Sjá meira
Í þessum mánuði bárust fréttir um að velta innlendrar netverslunar aukist milli ára. Þó er áætlað að 80 prósent af vefverslun Íslendinga sé erlendis en því er öfugt farið í öðrum löndum. Eðlilega má spyrja af hverju veltan sé enn hlutfallslega lítil þrátt fyrir vöxt og þá hvort íslenskar vefverslanir séu samkeppnishæfar?Sérstaða, samfélagsmiðlun og hefðbundnar verslanir Að reka vefverslun felur í sér sömu áskoranir og að reka hefðbundna verslun. Hins vegar er mögulegt markaðssvæði mun stærra. Sérstaða vörumerkisins þarf því að vera enn meiri til að vekja eftirtekt. Í rannsókn PwC frá 2014 sem náði yfir fimm heimsálfur og 15.000 netviðskiptavini kemur fram að forsenda þess að ná góðum árangri í sölu á netinu er að vörumerkið sjálft sé spennandi, sterkt og skeri sig úr. Í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar frá 2015 kemur fram að þær íslensku vefverslanir sem hafa náð fótfestu erlendis hafa sérstöðu í vöruúrvali að því leyti að þær selja íslenskar vörur og/eða vörur tengdar Íslandi. Í dag snýst markaðsstarf síðan ekki um að dæla út upplýsingum heldur að eiga í skýru og gagnvirku samtali við viðskiptavininn. Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur á því sviði og einfalt að sérsníða samtölin fyrir ólík menningarsvæði. Samkvæmt PwC versla 50 prósent viðskiptavina við vefverslanir vegna áhugaverðra hluta sem þær birta á samfélagsmiðlum. Sama hlutfall notar netið til samskipta við vörumerkið. En það er ekki nóg að hafa góða vöru og vandaða vefverslun til að tryggja sölu. Mikilvægt er að bjóða upp á stað, annaðhvort eigin verslun eða í heildsölu til annarra verslana, þar sem viðskiptavinurinn getur snert vöruna. Jafnframt kýs stór hluti viðskiptavina að sækja vörurnar þar í stað þess að fá þær sendar heim. Hrein netsölufyrirtæki eru fátíð meðal stærstu vefverslana heimsins. Flestar eru með hefðbundinn verslunarrekstur sem grunn. Fyrir vefverslanir sem ætla inn á erlenda markaði skiptir því lykilmáli að velja réttu heildsölusamstarfsaðilana.Í stuttu máli má því segja að íslensk vefverslun sé samkeppnishæf ef vörumerkið sjálft hefur sérstöðu, á í uppbyggilegu samtali við viðskiptavininn og að á markaðssvæðinu séu verslanir sem selja þær vörur sem vefverslunin býður upp á.Birgðastýring, aðflutningsgjöld og flutningskostnaður Í skýrslu RSV er skrifað: ,,Ein helsta ástæða fyrir minna umfangi íslenskrar netverslunar er lítill markaður sem gerir verslunum erfitt um vik að bjóða samkeppnishæft vöruverð. Jafnframt nálægð við hefðbundnar verslanir. Möguleikarnir til að stækka felast meðal annars í að ná til stærri markaðssvæða.“ Þetta er að hluta til rétt. Lykilatriði fyrir samkeppnisstöðuna er lægra innkaupsverð og birgðastýring en ekki síður lækkun/afnám aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar. Við sölu inn á erlenda markaði eykst vandinn við birgðastýringu. Á vefverslunin að hafa vöruhús á hverju markaðssvæði og þá auka fjárbindingu í birgðum á kostnað lægri aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar? Eða á vöruhúsið að vera staðsett hér á landi með möguleika á að selja umframbirgðir í gegnum eigin verslanir en stendur frammi fyrir aðflutningsgjöldum á vörum inn í landið og svo aftur á sölupantanir til útlanda, kostnað sem, þá óánægðir, erlendir viðskiptavinir bera? Samkvæmt RSV koma eingöngu 15 prósent af veltu íslenskra vefverslana erlendis frá. Í þriðja lagi hár innlendur flutningskostnaður. Það kostar allt upp í tvisvar til fjórum sinnum meira að senda vöru innan og frá Íslandi en til Íslands eða innan Evrópu. Víða erlendis bjóða vefverslanir upp á fría heimsendingu og við skil eða skipti. Samkvæmt PwC er 50 prósentum tískuvarnings í Þýskalandi skilað og 25 prósentum í Bretlandi. Þegar netviðskiptavinir voru spurðir hver væri helsta ástæða þess að þeir versluðu á netinu nefndu 80 prósent frían flutningskostnað, 66 prósent sent næsta dag og 64 prósent frí skil eða skipti. Þegar flutningskostnaður er hár í krónum talið líkt og er hér á landi og/eða framlegð vörunnar lág, þá eru augljós neikvæðu áhrifin á framlegð og samkeppnishæfni fyrirtækisins.Niðurstaðan er einföld. Á meðan íslenskar vefverslanir eru með vöruhús á Íslandi og vegna aðflutningsgjalda og hás flutningskostnaðar, þá eru litlar líkur á stærri markaðshlutdeild hér á landi og erlendis sem myndi leiða til aukinnar rekstrarhagkvæmni vegna meiri magnkaupa í innkaupum/framleiðslu.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun