Framtíð fyrir alla Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 19. október 2017 07:00 Framtíðin er óljós og tækifærin eru óendanleg. Sem betur fer vil ég segja. Fram undan eru ótrúleg tækifæri og áskoranir þegar kemur að þeim tækniframförum sem eru handan við hornið. Aukin sjálfvirkni og róbótavæðing kallar á viðbrögð stjórnmálamanna og atvinnulífs. Stjórnmálamenn eiga ekki að óttast þessar breytingar heldur fagna þeim og gæta þess að allir fái að njóta ávinnings þeirra. Aukin misskipting eftir menntun og störfum mun án efa aukast og þarf að huga sérstaklega að því að menntakerfi samtímans og framtíðarinnar taki mið af þessum breytingum. Núverandi fjársvelti á framhalds- og háskólum verður okkur dýrkeypt til framtíðar. Við þurfum því sókn í menntamálum og nýsköpun. Verðmætasköpunin verður til í gegnum frumkvöðla, öfluga skóla og samtal ólíkra hópa og einstaklinga. Þessi sókn er ekki hafin og mun ekki hefjast fyrr en við fáum nýja ríkisstjórn. Önnur samfélagsleg áskorun er breytt aldursamsetning þjóðarinnar. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Heilbrigðiskostnaður mun því aukast til muna ásamt kröfunum um góða þjónustu. Í því sambandi þurfum við öflugt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem aðgengi að því er tryggt óháð efnahag. Forsvarsmenn Landspítalans hafa ítrekað bent á að þeir fjármunir sem settir hafa verið í þennan málaflokk ná ekki einu sinni að halda í fólksfjölgunina, hvað þá að um sé að ræða einhverja sókn í þessum málaflokki sem öll þjóðin hefur verið að kalla eftir. Þriðja áskorun framtíðarinnar eru umhverfismálin. Allar þjóðir eru á sama báti hvað þau varðar. Það er augljóst að Ísland þarf að vera í fararbroddi í þessum málaflokki. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar byggist á stórsókn í skólum landsins og nýsköpun og jákvæðri afstöðu til tæknibreytinga þar sem tryggt er að allir landsmenn njóti þeirra. Stjórnmálamenn eiga ekki að skipuleggja framtíðina í þaula en þeir verða að vera tilbúnir að mæta henni með lausnum sem henta öllum, en ekki bara sumum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðin er óljós og tækifærin eru óendanleg. Sem betur fer vil ég segja. Fram undan eru ótrúleg tækifæri og áskoranir þegar kemur að þeim tækniframförum sem eru handan við hornið. Aukin sjálfvirkni og róbótavæðing kallar á viðbrögð stjórnmálamanna og atvinnulífs. Stjórnmálamenn eiga ekki að óttast þessar breytingar heldur fagna þeim og gæta þess að allir fái að njóta ávinnings þeirra. Aukin misskipting eftir menntun og störfum mun án efa aukast og þarf að huga sérstaklega að því að menntakerfi samtímans og framtíðarinnar taki mið af þessum breytingum. Núverandi fjársvelti á framhalds- og háskólum verður okkur dýrkeypt til framtíðar. Við þurfum því sókn í menntamálum og nýsköpun. Verðmætasköpunin verður til í gegnum frumkvöðla, öfluga skóla og samtal ólíkra hópa og einstaklinga. Þessi sókn er ekki hafin og mun ekki hefjast fyrr en við fáum nýja ríkisstjórn. Önnur samfélagsleg áskorun er breytt aldursamsetning þjóðarinnar. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Heilbrigðiskostnaður mun því aukast til muna ásamt kröfunum um góða þjónustu. Í því sambandi þurfum við öflugt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem aðgengi að því er tryggt óháð efnahag. Forsvarsmenn Landspítalans hafa ítrekað bent á að þeir fjármunir sem settir hafa verið í þennan málaflokk ná ekki einu sinni að halda í fólksfjölgunina, hvað þá að um sé að ræða einhverja sókn í þessum málaflokki sem öll þjóðin hefur verið að kalla eftir. Þriðja áskorun framtíðarinnar eru umhverfismálin. Allar þjóðir eru á sama báti hvað þau varðar. Það er augljóst að Ísland þarf að vera í fararbroddi í þessum málaflokki. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar byggist á stórsókn í skólum landsins og nýsköpun og jákvæðri afstöðu til tæknibreytinga þar sem tryggt er að allir landsmenn njóti þeirra. Stjórnmálamenn eiga ekki að skipuleggja framtíðina í þaula en þeir verða að vera tilbúnir að mæta henni með lausnum sem henta öllum, en ekki bara sumum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar