Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 10:02 Framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu og síðustu þáttaröðinni í kjölfar ásakana gegn Kevin Spacey. Vísir/Getty Netflix tilkynnti á Twitter í gær að tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards hefði verið hætt um óákveðinn tíma. Var gefin sú skýring að þetta gæfi framleiðslufyrirtækjum þáttanna tækifæri til þess að fara yfir stöðuna. Framleiðendurnir eru núna á tökustað þessa vikuna að ræða við tökulið og leikara. Verða nánari upplýsingar tilkynntar síðar. Production on the final season of House of Cards is suspended until further notice.— Netflix US (@netflix) October 31, 2017 MRC og Netflix hafa ákveðið að hætta framleiðslu á sjöttu þáttaröð af House of Cards, þangað til annað kemur í ljós, til að gefa okkur tíma til að fara yfir stöðuna og fara yfir þær áhyggjur sem leikarar og tökulið okkar gætu haft,” sögðu framleiðslufyrirtækin í sameiginlegri yfirlýsingu sem send var á Deadline. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að fyrirtækin tilkynntu á mánudag að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu House of Cards og sjötta þáttaröðin yrði sú síðasta. Það var ákveðið í kjölfar ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um að hafa áreitt fjórtán ára pilt kynferðislega árið 1986. Síðan ásakanirnar á hendur Spacey komu fram hefur leikarinn verið harðlega gagnrýndur fyrir að beina athyglinni frá ásökununum með því að koma opinberlega út úr skápnum á Twitter. Tökur hafa nú staðið yfir á sjöttu þáttaröðinni, meðal annars í Baltimore samkvæmt frétt Deadline. Spacey átti þó ekki að vera á tökustað þegar þetta var tilkynnt og hefur hann ekki sent frá sér yfirlýsingu varðandi endalok þáttanna. Þættirnir áttu að vera þrettán talsins og fara í sýningu á Netflix um mitt næsta ár. Það er þó ekki ljóst núna hvort þættirnir verði sýndir eða hvenær. Netflix Mál Kevin Spacey Bíó og sjónvarp Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Netflix tilkynnti á Twitter í gær að tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards hefði verið hætt um óákveðinn tíma. Var gefin sú skýring að þetta gæfi framleiðslufyrirtækjum þáttanna tækifæri til þess að fara yfir stöðuna. Framleiðendurnir eru núna á tökustað þessa vikuna að ræða við tökulið og leikara. Verða nánari upplýsingar tilkynntar síðar. Production on the final season of House of Cards is suspended until further notice.— Netflix US (@netflix) October 31, 2017 MRC og Netflix hafa ákveðið að hætta framleiðslu á sjöttu þáttaröð af House of Cards, þangað til annað kemur í ljós, til að gefa okkur tíma til að fara yfir stöðuna og fara yfir þær áhyggjur sem leikarar og tökulið okkar gætu haft,” sögðu framleiðslufyrirtækin í sameiginlegri yfirlýsingu sem send var á Deadline. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að fyrirtækin tilkynntu á mánudag að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu House of Cards og sjötta þáttaröðin yrði sú síðasta. Það var ákveðið í kjölfar ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um að hafa áreitt fjórtán ára pilt kynferðislega árið 1986. Síðan ásakanirnar á hendur Spacey komu fram hefur leikarinn verið harðlega gagnrýndur fyrir að beina athyglinni frá ásökununum með því að koma opinberlega út úr skápnum á Twitter. Tökur hafa nú staðið yfir á sjöttu þáttaröðinni, meðal annars í Baltimore samkvæmt frétt Deadline. Spacey átti þó ekki að vera á tökustað þegar þetta var tilkynnt og hefur hann ekki sent frá sér yfirlýsingu varðandi endalok þáttanna. Þættirnir áttu að vera þrettán talsins og fara í sýningu á Netflix um mitt næsta ár. Það er þó ekki ljóst núna hvort þættirnir verði sýndir eða hvenær.
Netflix Mál Kevin Spacey Bíó og sjónvarp Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37