Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2017 10:42 Ásakanir um kynferðislega tilburði við unglingsstúlkur virðast hafa skaðað framboð Roy Moore í Alabama þrátt fyrir að hátt í þriðjungur kjósenda séu enn staðfastari í að kjósa hann nú. Vísir/AFP Ný skoðanakönnun sýnir frambjóðanda demókrata með forystu yfir Roy Moore, frambjóðanda repúblikana, fyrir kosningar um öldungadeildarþingsæti í Alabama. Moore hafði verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum en sú nýjasta bendir til þess að ásakanir um samskipti hans við ungar stúlkur hafi áhrif á kjósendur. Fyrirfram var ekki búist við spennandi kosningum um öldungadeildarsætið sem Jeff Sessions skildi eftir autt þegar hann tók við sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Alabama er eitt af íhaldssömustu ríkjum Bandaríkjanna og Trump hafði öruggan sigur þar í forsetakosningunum í fyrra. Forskot Moore var að vísu minna en repúblikanar hefðu vænst en hann er afar umdeildur. Honum var tvisvar vikið frá störfum sem dómari í Alabama síðustu tvo áratugina. Í fyrra skiptið neitaði hann að hlýða dómsúrskurði um að fjarlægja minnisvarða um boðorðin tíu sem hann hafði látið reisa fyrir utan hæstarétt Alabama. Í seinna skiptið neitaði hann að framfylgja dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Kjósa frekar barnaníðing en demókrata Ásakanir nokkurra kvenna um að Moore hefði sóst eftir kynferðislegu sambandi við þær þegar þær voru táningar en hann á fertugsaldri sem Washington Post sagði frá fyrir helgi hafa nú hleypt mikilli spennu í kosningabaráttuna. Könnun JMC Analytics sýnir nú demókratann Doug Jones með 46% fylgi gegn 42% prósentum Moore. Þrátt fyrir að demókratar eygi nú möguleikann á áður ólíklegum sigri í Alabama en baráttunni hvergi nærri lokið. Könnunin sýnir vissulega að 38% líklegra kjósenda eru síður líklegir til að kjósa Moore eftir að ásakanirnar komu. Hún sýnir hins vegar einnig að 29% eru enn ákveðnari í að kjósa repúblikanann en áður. Þó að sumir háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, hafi fordæmt Moore og hvatt hann til að draga sig í hlé hafa flokksbræður hans í Alabama staðið með honum og gert lítið úr ásökunum. Sumir þeirra hafa gengið svo langt að fullyrða að jafnvel þó að Moore hefði gerst sekur um barnaníð myndu þeir frekar greiða honum atkvæði en demókrata. Ein kvennanna sem sakar Moore um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig var fjórtán ára á þeim tíma. After a long pause, Alabama Bibb County Republican chairman Jerry Pow tells me he'd vote for Roy Moore even if Moore did commit a sex crime against a girl. "I would vote for Judge Moore because I wouldn't want to vote for Doug," he says. "I'm not saying I support what he did."— Daniel Dale (@ddale8) November 9, 2017 Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Ný skoðanakönnun sýnir frambjóðanda demókrata með forystu yfir Roy Moore, frambjóðanda repúblikana, fyrir kosningar um öldungadeildarþingsæti í Alabama. Moore hafði verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum en sú nýjasta bendir til þess að ásakanir um samskipti hans við ungar stúlkur hafi áhrif á kjósendur. Fyrirfram var ekki búist við spennandi kosningum um öldungadeildarsætið sem Jeff Sessions skildi eftir autt þegar hann tók við sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Alabama er eitt af íhaldssömustu ríkjum Bandaríkjanna og Trump hafði öruggan sigur þar í forsetakosningunum í fyrra. Forskot Moore var að vísu minna en repúblikanar hefðu vænst en hann er afar umdeildur. Honum var tvisvar vikið frá störfum sem dómari í Alabama síðustu tvo áratugina. Í fyrra skiptið neitaði hann að hlýða dómsúrskurði um að fjarlægja minnisvarða um boðorðin tíu sem hann hafði látið reisa fyrir utan hæstarétt Alabama. Í seinna skiptið neitaði hann að framfylgja dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Kjósa frekar barnaníðing en demókrata Ásakanir nokkurra kvenna um að Moore hefði sóst eftir kynferðislegu sambandi við þær þegar þær voru táningar en hann á fertugsaldri sem Washington Post sagði frá fyrir helgi hafa nú hleypt mikilli spennu í kosningabaráttuna. Könnun JMC Analytics sýnir nú demókratann Doug Jones með 46% fylgi gegn 42% prósentum Moore. Þrátt fyrir að demókratar eygi nú möguleikann á áður ólíklegum sigri í Alabama en baráttunni hvergi nærri lokið. Könnunin sýnir vissulega að 38% líklegra kjósenda eru síður líklegir til að kjósa Moore eftir að ásakanirnar komu. Hún sýnir hins vegar einnig að 29% eru enn ákveðnari í að kjósa repúblikanann en áður. Þó að sumir háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, hafi fordæmt Moore og hvatt hann til að draga sig í hlé hafa flokksbræður hans í Alabama staðið með honum og gert lítið úr ásökunum. Sumir þeirra hafa gengið svo langt að fullyrða að jafnvel þó að Moore hefði gerst sekur um barnaníð myndu þeir frekar greiða honum atkvæði en demókrata. Ein kvennanna sem sakar Moore um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig var fjórtán ára á þeim tíma. After a long pause, Alabama Bibb County Republican chairman Jerry Pow tells me he'd vote for Roy Moore even if Moore did commit a sex crime against a girl. "I would vote for Judge Moore because I wouldn't want to vote for Doug," he says. "I'm not saying I support what he did."— Daniel Dale (@ddale8) November 9, 2017
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15