Súmóhneykslið dregur dilk á eftir sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 08:01 Harumafuji á rætur að rekja til Mongólíu en hefur gert það gott í Japan. Vísir/AFP Hinn mikilsmetni súmóglímukappi Harumafuji hefur ákveðið að leggja Mawashi-beltið sitt á hilluna. Harumafuji, nífaldur súmómeistari, er sagður hafa barið félaga sinn, Takanoiwa, í höfuðið með bjórflösku. Takanoiwa hlaut sprungu í höfuðkúpu af högginu og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga. Harumafuji hefur beðist afsökunar á því að hafa „verið til vandræða“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Málið er talið hið vandræðalegast fyrir súmóglímuheiminn í Japan þar sem gerðar eru stífar kröfur um hegðun og virðingu glímumanna. Þeim er gert að hegða sér nær óaðfinnanlega. Þá er ætlast til þess að þeir sýni engar tilfinningar eftir sigur og stíf virðingarröð ríkir innan súmóheimsins.Sjá einnig: Hneyksli skekur súmóheiminnEf marka má þarlenda miðla virðist Harumafuji hafa reiðst Takanoiwa fyrir að líta reglulega á snjallsímann sinn. Hvað hann var að skoða eða hvenær hann var að því er þó ekki nánar tilgreint. „Ég hafði heyrt útundan mér að hann skorti mannasiði og kurteisi og mér fannst það í mínum verkahring sem eldri súmóglímukappa að segja honum til. Ég gekk þó of langt,“ er haft eftir Harumafuji í gær sem tilkynnti jafnframt að hann væri hættur afskiptum af súmóglímuheiminum. Talsmaður framkvæmdastjórnar japanska súmóglímusambandsins sagði á blaðamannafundi á mánudag að Harumafuji megi búast við „virkilega harðri refsingu“ en að engin ákvörðun hefði enn verið tekin. Japan Mongólía Tengdar fréttir Hneyksli skekur súmóheiminn Strangar kröfur eru gerðar til súmókappa um óaðfinnanlega hegðun. Tveir þeirra lentu í slagsmálum við drykkju sem enduðu með höfuðkúpubroti. 14. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hinn mikilsmetni súmóglímukappi Harumafuji hefur ákveðið að leggja Mawashi-beltið sitt á hilluna. Harumafuji, nífaldur súmómeistari, er sagður hafa barið félaga sinn, Takanoiwa, í höfuðið með bjórflösku. Takanoiwa hlaut sprungu í höfuðkúpu af högginu og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga. Harumafuji hefur beðist afsökunar á því að hafa „verið til vandræða“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Málið er talið hið vandræðalegast fyrir súmóglímuheiminn í Japan þar sem gerðar eru stífar kröfur um hegðun og virðingu glímumanna. Þeim er gert að hegða sér nær óaðfinnanlega. Þá er ætlast til þess að þeir sýni engar tilfinningar eftir sigur og stíf virðingarröð ríkir innan súmóheimsins.Sjá einnig: Hneyksli skekur súmóheiminnEf marka má þarlenda miðla virðist Harumafuji hafa reiðst Takanoiwa fyrir að líta reglulega á snjallsímann sinn. Hvað hann var að skoða eða hvenær hann var að því er þó ekki nánar tilgreint. „Ég hafði heyrt útundan mér að hann skorti mannasiði og kurteisi og mér fannst það í mínum verkahring sem eldri súmóglímukappa að segja honum til. Ég gekk þó of langt,“ er haft eftir Harumafuji í gær sem tilkynnti jafnframt að hann væri hættur afskiptum af súmóglímuheiminum. Talsmaður framkvæmdastjórnar japanska súmóglímusambandsins sagði á blaðamannafundi á mánudag að Harumafuji megi búast við „virkilega harðri refsingu“ en að engin ákvörðun hefði enn verið tekin.
Japan Mongólía Tengdar fréttir Hneyksli skekur súmóheiminn Strangar kröfur eru gerðar til súmókappa um óaðfinnanlega hegðun. Tveir þeirra lentu í slagsmálum við drykkju sem enduðu með höfuðkúpubroti. 14. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hneyksli skekur súmóheiminn Strangar kröfur eru gerðar til súmókappa um óaðfinnanlega hegðun. Tveir þeirra lentu í slagsmálum við drykkju sem enduðu með höfuðkúpubroti. 14. nóvember 2017 12:09