Dustin Hoffman verst nýjum ásökunum um kynferðislega áreitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. desember 2017 08:05 Dustin Hoffman baðst upphaflega afsökunar eftir ásakanirnar sem komu fram í upphafi mánaðarins. Hann neitar þeim öllum í dag. Vísir/AP Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman þvertekur fyrir ásakanir þriggja kvenna sem segja hann hafa brotið kynferðislega á sér. Ein þeirra segir hann hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar. Hoffman var í upphafi þessa mánaðar sakaður um kynferðislega áreitni gegn þremur konum, þar á meðal 17 ára stúlku árið 1985. Konan hafði verið starfsnemi á tökustað og sagði hún leikarann hafa klipið í sig og rætt við sig opinskátt um kynlíf. Ásakanirnar sem nú koma fram hafa ekki áður ratað í fjölmiðla. Tvær kvennanna segja Hoffman hafa brotið á sér kynferðislega - önnur þeirra lýsir því hvernig hann nauðgaði henni eftir teiti - en sú þriðja greinir frá kynferðislegu athæfi leikarans í hennar garð. Sjá einnig: Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlkuCori Thomas, æskuvinkona dóttur leikarans, segir Hoffman hafa berað sig fyrir henni eftir að þau þrjú snæddu saman kvöldmat á hótelinu þar sem hann dvaldi. Meðan þau biðu eftir því að foreldrar Thomas kæmu og náðu í hana hafi Hoffman komið nakinn út af baðherberginu og vísvitandi látið handklæðið sem huldi kynfæri hans falla. Thomas lýsir því í samtali við Variety hvernig hún hafi frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Leikarinn hafi heldur ekkert verið að drífa sig í föt. Hann hafi staðið kviknakinn fyrir framan hana í lengri tíma. Eftir það hafi hann snarað sér í baðslopp og beðið stúlkuna að nudda á sér tærnar. Hann hafi jafnframt þráspurt Thomas hvort hún vildi sjá á sér liminn. Önnur kona, Melissa Kester, lýsir því hvernig Hoffmann stakk fingri ofan í nærbuxurnar hennar meðan þau unnu saman að upptöku á lagi fyrir kvikmyndina Ishtar. „Hann stakk fingrinum inn í mig,“ segir Kester og bætir við að hún hafi frosið. Sjá einnig: John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitniKærastinn hennar hafi verið í hljóðverinu en ekki séð hvað gekk á. Hún segist ekki hafa haft það í sér á því augnabliki að láta kærastann vita og að eftir upptökuna hafi hún hlaupið inn á klósett og grátið. Á meðan hafi Hoffmann hlegið. Eftir tökurnar hafi hann svo ítrekað reynt að hafa samband við hana. Þriðja konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, segir Hoffman hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar eftir teiti þar sem lokatökudegi á fyrrnefndri Ishtar var fagnað. Hoffman hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar en lögmaður hans segir allar sögurnar vera uppspuna. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásakanir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku 5. desember 2017 10:58 Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman þvertekur fyrir ásakanir þriggja kvenna sem segja hann hafa brotið kynferðislega á sér. Ein þeirra segir hann hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar. Hoffman var í upphafi þessa mánaðar sakaður um kynferðislega áreitni gegn þremur konum, þar á meðal 17 ára stúlku árið 1985. Konan hafði verið starfsnemi á tökustað og sagði hún leikarann hafa klipið í sig og rætt við sig opinskátt um kynlíf. Ásakanirnar sem nú koma fram hafa ekki áður ratað í fjölmiðla. Tvær kvennanna segja Hoffman hafa brotið á sér kynferðislega - önnur þeirra lýsir því hvernig hann nauðgaði henni eftir teiti - en sú þriðja greinir frá kynferðislegu athæfi leikarans í hennar garð. Sjá einnig: Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlkuCori Thomas, æskuvinkona dóttur leikarans, segir Hoffman hafa berað sig fyrir henni eftir að þau þrjú snæddu saman kvöldmat á hótelinu þar sem hann dvaldi. Meðan þau biðu eftir því að foreldrar Thomas kæmu og náðu í hana hafi Hoffman komið nakinn út af baðherberginu og vísvitandi látið handklæðið sem huldi kynfæri hans falla. Thomas lýsir því í samtali við Variety hvernig hún hafi frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Leikarinn hafi heldur ekkert verið að drífa sig í föt. Hann hafi staðið kviknakinn fyrir framan hana í lengri tíma. Eftir það hafi hann snarað sér í baðslopp og beðið stúlkuna að nudda á sér tærnar. Hann hafi jafnframt þráspurt Thomas hvort hún vildi sjá á sér liminn. Önnur kona, Melissa Kester, lýsir því hvernig Hoffmann stakk fingri ofan í nærbuxurnar hennar meðan þau unnu saman að upptöku á lagi fyrir kvikmyndina Ishtar. „Hann stakk fingrinum inn í mig,“ segir Kester og bætir við að hún hafi frosið. Sjá einnig: John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitniKærastinn hennar hafi verið í hljóðverinu en ekki séð hvað gekk á. Hún segist ekki hafa haft það í sér á því augnabliki að láta kærastann vita og að eftir upptökuna hafi hún hlaupið inn á klósett og grátið. Á meðan hafi Hoffmann hlegið. Eftir tökurnar hafi hann svo ítrekað reynt að hafa samband við hana. Þriðja konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, segir Hoffman hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar eftir teiti þar sem lokatökudegi á fyrrnefndri Ishtar var fagnað. Hoffman hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar en lögmaður hans segir allar sögurnar vera uppspuna.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásakanir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku 5. desember 2017 10:58 Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásakanir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku 5. desember 2017 10:58
Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15