Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:34 Mira Sorvino Vísir/Getty Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum í kvikmyndinni Mighty Aphrodite sem kom út árið 1995. Sorvino hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem vændiskona í myndinni en segist nú vera miður sín og að hún muni aldrei vinna með honum aftur. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig þér hefur liðið öll þessi ár þegar þú fylgdist með manni, sem þú sagðir opinberlega að hafi brotið á þér sem barn, sem berskjaldaðri lítilli stúlku í hans umsjá, vera lofaður í hástert, af mér og ótal öðrum í Hollywood sem lofa hann og hundsa þig,“ skrifaði Sorvino í the Huffington Post. „Sem móðir og kona er ég miður mín, fyrirgefðu.“ Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Ræddi við bróður Dylan Sorvino er ein þeirra kvenna sem hefur talað opinskátt um áreitni og ofbeldi af hendi Harvey Weinstein og ræddi meðal annars við blaðamanninn Ronan Farrow, sem er bróðir Dylan. „Ég sagði honum að ég vildi vita meira um þig og ykkar aðstæður,“ skrifar hún. „Hann benti mér á það sem hefur komið fram opinberlega en ég var því miður ekki meðvituð um og þá sá ég hversu mikið sönnunargögnin styðja við þína frásögn. Að þú hafir alla tíð sagt sannleikann.“ Dylan Farrow tjáði sig um bréf Sorvino á Twitter síðu sinni. Þar þakkaði hún henni fyrir fallegt bréf og sagði Sorvino hugrakka. @MiraSorvino, I am overwhelmed and my gratitude to you cannot be expressed sufficiently in words. This letter is beautiful and I will carry your words with me. Your courage has been boundless and your activism an example for us all. From the bottom of my heart, thank you. https://t.co/8U73mb2twD— Dylan Farrow (@realdylanfarrow) January 11, 2018 Dylan Farrow greindi fyrst frá ofbeldinu opinberlega í opnu bréfi árið 2014 og síðan þá hefur hún margsinnis gagnrýnt listamenn sem velja að vinna með föður sínum. Nokkrir hafa stigið fram undanfarin misseri og afneitað Allen. Leikkonan Ellen Page er meðal þeirra sem hefur sagst sjá eftir samstarfi við Allen sem og leikarinn David Krumholtz. Þá sagði leikkonan og leikstjórinn Greta Gerwig að hún myndi aldrei aftur vinna með Allen, en hún lék í mynd hands To Rome With Love. „Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig. MeToo Mál Woody Allen Hollywood Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. 4. janúar 2018 16:27 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum í kvikmyndinni Mighty Aphrodite sem kom út árið 1995. Sorvino hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem vændiskona í myndinni en segist nú vera miður sín og að hún muni aldrei vinna með honum aftur. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig þér hefur liðið öll þessi ár þegar þú fylgdist með manni, sem þú sagðir opinberlega að hafi brotið á þér sem barn, sem berskjaldaðri lítilli stúlku í hans umsjá, vera lofaður í hástert, af mér og ótal öðrum í Hollywood sem lofa hann og hundsa þig,“ skrifaði Sorvino í the Huffington Post. „Sem móðir og kona er ég miður mín, fyrirgefðu.“ Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Ræddi við bróður Dylan Sorvino er ein þeirra kvenna sem hefur talað opinskátt um áreitni og ofbeldi af hendi Harvey Weinstein og ræddi meðal annars við blaðamanninn Ronan Farrow, sem er bróðir Dylan. „Ég sagði honum að ég vildi vita meira um þig og ykkar aðstæður,“ skrifar hún. „Hann benti mér á það sem hefur komið fram opinberlega en ég var því miður ekki meðvituð um og þá sá ég hversu mikið sönnunargögnin styðja við þína frásögn. Að þú hafir alla tíð sagt sannleikann.“ Dylan Farrow tjáði sig um bréf Sorvino á Twitter síðu sinni. Þar þakkaði hún henni fyrir fallegt bréf og sagði Sorvino hugrakka. @MiraSorvino, I am overwhelmed and my gratitude to you cannot be expressed sufficiently in words. This letter is beautiful and I will carry your words with me. Your courage has been boundless and your activism an example for us all. From the bottom of my heart, thank you. https://t.co/8U73mb2twD— Dylan Farrow (@realdylanfarrow) January 11, 2018 Dylan Farrow greindi fyrst frá ofbeldinu opinberlega í opnu bréfi árið 2014 og síðan þá hefur hún margsinnis gagnrýnt listamenn sem velja að vinna með föður sínum. Nokkrir hafa stigið fram undanfarin misseri og afneitað Allen. Leikkonan Ellen Page er meðal þeirra sem hefur sagst sjá eftir samstarfi við Allen sem og leikarinn David Krumholtz. Þá sagði leikkonan og leikstjórinn Greta Gerwig að hún myndi aldrei aftur vinna með Allen, en hún lék í mynd hands To Rome With Love. „Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig.
MeToo Mál Woody Allen Hollywood Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. 4. janúar 2018 16:27 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. 4. janúar 2018 16:27
Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30