Ekkill þingkonunnar Jo Cox segir af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 23:45 Brendan Cox á minningarathöfn um eiginkonu sína árið 2016. Vísir/AFP Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt af þjóðernissinnuðum öfgamanni árið 2016, hefur sagt af sér úr stjórnum tveggja góðgerðarsamtaka. Cox steig til hliðar eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni, sem bornar voru á hendur honum árið 2015, voru aftur dregnar fram í dagsljósið. Brendan tilkynnti um afsögn sína á Twitter-reikningi sínum í gær. Í færslunum baðst hann afsökunar á gjörðum sínum, tók ábyrgð á þeim og viðurkenndi að hann hefði hagað sér á óviðeigandi hátt.Last week I decided to step down from my public roles to face up to mistakes I made several years ago while at Save the Children. I apologise to people I offended or upset at the time. My actions were never malicious but they were at times inappropriate.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 I take responsibility for my actions and will hold myself to a higher standard in the future.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 Um er að ræða stöður sem Brendan gegndi hjá bresku samtökunum More in Common annars vegar og The Jo Cox Foundation hins vegar en þau síðarnefndu voru stofnuð í minningu Jo eftir að hún var myrt.Tvær konur stigu fram Ásakanirnar sem urðu Brendan að falli komu fram árið 2015. Samstarfskona hans hjá þriðju góðgerðarsamtökunum, Save the Children, sakaði hann um kynferðislega áreitni en Brendan sagði af sér stuttu eftir að málið var tekið til rannsóknar innan samtakanna. Þá var hann einnig sakaður um að hafa beitt aðra konu kynferðisofbeldi á veitingastað á Harvard-torgi, sem stendur á lóð hins bandaríska Harvard-háskóla. Breska dagblaðið The Mail on Sunday var fyrst fjölmiðla til að draga ásakanirnar aftur fram í dagsljósið. Kim Leadbeater, systir Jo Cox, birti yfirlýsingu á heimasíðu Jo Cox-minningarsjóðsins, The Jo Cox Foundation, í dag. Í yfirlýsingunni kom fram að fjölskylda Jo fagni því að Brendan taki ábyrgð á gjörðum sínum og að hann njóti stuðnings og virðingar fjölskyldumeðlimanna. Brendan hafði unnið ötullega að því að halda minningu eiginkonu sinnar, einnar helstu vonarstjörnu breska Verkamannaflokksins, á lofti eftir að hún var myrt í júní 2016 í enska bænum Birstall. Morðingi Jo Cox, þjóðernissinnaður öfgamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í nóvember sama ár. Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt af þjóðernissinnuðum öfgamanni árið 2016, hefur sagt af sér úr stjórnum tveggja góðgerðarsamtaka. Cox steig til hliðar eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni, sem bornar voru á hendur honum árið 2015, voru aftur dregnar fram í dagsljósið. Brendan tilkynnti um afsögn sína á Twitter-reikningi sínum í gær. Í færslunum baðst hann afsökunar á gjörðum sínum, tók ábyrgð á þeim og viðurkenndi að hann hefði hagað sér á óviðeigandi hátt.Last week I decided to step down from my public roles to face up to mistakes I made several years ago while at Save the Children. I apologise to people I offended or upset at the time. My actions were never malicious but they were at times inappropriate.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 I take responsibility for my actions and will hold myself to a higher standard in the future.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 Um er að ræða stöður sem Brendan gegndi hjá bresku samtökunum More in Common annars vegar og The Jo Cox Foundation hins vegar en þau síðarnefndu voru stofnuð í minningu Jo eftir að hún var myrt.Tvær konur stigu fram Ásakanirnar sem urðu Brendan að falli komu fram árið 2015. Samstarfskona hans hjá þriðju góðgerðarsamtökunum, Save the Children, sakaði hann um kynferðislega áreitni en Brendan sagði af sér stuttu eftir að málið var tekið til rannsóknar innan samtakanna. Þá var hann einnig sakaður um að hafa beitt aðra konu kynferðisofbeldi á veitingastað á Harvard-torgi, sem stendur á lóð hins bandaríska Harvard-háskóla. Breska dagblaðið The Mail on Sunday var fyrst fjölmiðla til að draga ásakanirnar aftur fram í dagsljósið. Kim Leadbeater, systir Jo Cox, birti yfirlýsingu á heimasíðu Jo Cox-minningarsjóðsins, The Jo Cox Foundation, í dag. Í yfirlýsingunni kom fram að fjölskylda Jo fagni því að Brendan taki ábyrgð á gjörðum sínum og að hann njóti stuðnings og virðingar fjölskyldumeðlimanna. Brendan hafði unnið ötullega að því að halda minningu eiginkonu sinnar, einnar helstu vonarstjörnu breska Verkamannaflokksins, á lofti eftir að hún var myrt í júní 2016 í enska bænum Birstall. Morðingi Jo Cox, þjóðernissinnaður öfgamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í nóvember sama ár.
Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28
Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12
Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18