Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Hulda Hólmkelsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 19. mars 2018 14:46 Katrín og Merkel héldu stuttan blaðamannafund áður en þær héldu til fundar. Vísir/EPA Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Katrín og Merkel héldu stuttan blaðamannafund áður en þær héldu til fundar. Meðal þess sem þær ræddu á fundinum var mál Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi þann 24. febrúar síðastliðinn. Óskaði Katrín eftir því að íslensk yfirvöld mættu njóta liðsinnis þýskra yfirvalda til að leita upplýsinga um örlög Hauks. „Ég bara notaði tækifærið í ljósi þess að við vorum á þessum fundi og óskaði þess að við mættum njóta liðsinnis Þjóðverja í því máli þar sem þau hafa auðvitað töluvert mikla reynslu af málum sem þessum. þannig ég notaði tækifærið og óskaði liðsinnis og var mjög vel tekið með það,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Vísir/EPA Vissi Merkel um mál Hauks? „Nei hún þekkti ekki til þess fyrir en auðvitað þekkir mjög vel til aðstæðna í Tyrklandi og meðal þess sem við ræddum á fundinum voru stóru línurnar þegar kemur að málefnum flóttamanna. Þar hefur hún auðvitað stigið mjög eindregið fram og talað mjög sterklega fyrir því að vestræn ríki þurfi líka að efla þróunarsamvinnu og þróunaraðstoð.“ Katrín ræddi fund sinn með Merkel í Reykjavík síðdegis í dag. Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir í máli Hauks að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið vinnur áfram í málinu og að sögn Sveins er lögð áhersla á samvinnu við ástvini Hauks og að halda þeim upplýstum um gang mála. Aðstandendur Hauks funduðu með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þann 13. mars síðastliðinn og hefur Guðlaugur Þór rætt við utanríkisráðherra Tyrklands vegna málsins. Í heimsókn sinni í Þýskalandi mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra jafnframt taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði. 15. mars 2018 13:50 Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks. 14. mars 2018 18:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Katrín og Merkel héldu stuttan blaðamannafund áður en þær héldu til fundar. Meðal þess sem þær ræddu á fundinum var mál Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi þann 24. febrúar síðastliðinn. Óskaði Katrín eftir því að íslensk yfirvöld mættu njóta liðsinnis þýskra yfirvalda til að leita upplýsinga um örlög Hauks. „Ég bara notaði tækifærið í ljósi þess að við vorum á þessum fundi og óskaði þess að við mættum njóta liðsinnis Þjóðverja í því máli þar sem þau hafa auðvitað töluvert mikla reynslu af málum sem þessum. þannig ég notaði tækifærið og óskaði liðsinnis og var mjög vel tekið með það,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Vísir/EPA Vissi Merkel um mál Hauks? „Nei hún þekkti ekki til þess fyrir en auðvitað þekkir mjög vel til aðstæðna í Tyrklandi og meðal þess sem við ræddum á fundinum voru stóru línurnar þegar kemur að málefnum flóttamanna. Þar hefur hún auðvitað stigið mjög eindregið fram og talað mjög sterklega fyrir því að vestræn ríki þurfi líka að efla þróunarsamvinnu og þróunaraðstoð.“ Katrín ræddi fund sinn með Merkel í Reykjavík síðdegis í dag. Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir í máli Hauks að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið vinnur áfram í málinu og að sögn Sveins er lögð áhersla á samvinnu við ástvini Hauks og að halda þeim upplýstum um gang mála. Aðstandendur Hauks funduðu með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þann 13. mars síðastliðinn og hefur Guðlaugur Þór rætt við utanríkisráðherra Tyrklands vegna málsins. Í heimsókn sinni í Þýskalandi mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra jafnframt taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði. 15. mars 2018 13:50 Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks. 14. mars 2018 18:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29
Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54
Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði. 15. mars 2018 13:50
Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks. 14. mars 2018 18:45