Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2018 20:09 Lögregla hefur rannsakað heimili Skripal-fjölskyldunnar að undanförnu. Vísir/Getty Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans, sem nú liggja þungt haldin á spítala eftir taugaeitursárás í upphafi mánaðarins, hafi fyrst komist í snertingu við eitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. BBC greinir frá.Rannsókn lögreglu hefur beinst að nágrenni heimilis þeirra í Salisbury í Englandi, sem og þeim stöðum sem þau voru á, áður en þau fundust án meðvitundar á bekk fyrir utan veslunarmiðstöð í Salisbury. Sérfræðingar lögreglunnar hafa undanfarnar vikur greint leifar taugaeitursins sem notað var á ýmsum stöðum í Salisbury, en mesta magn þess sem fundist hefur fannst nýverið á útidyrahurð heimilis þeirra. Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Eins og greint hefur verið frá hafa um tuttugu ríki vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina á Skripal-feðginin. Eitrið sem notað var í árásinni má rekja til Rússa að sögn breskra yfirvalda. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Hefur yfir 100 erindrekum verið vísað frá vestrænum ríkjum en Rússar hafa heitið því að svara aðgerðunum af fullri hörku. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir litlar líkur á að Skripal-feðginin lifi af Viktoria Skripal, frænka þeirra Sergei og Yuliu Skripal, segir litlar líkur á að feðginin lifi af en þau urðu fyrir taugaeitursárás í enska bænum Salisbury fyrr í mánuðinum. Viktoria segir batahorfurnar ekki góðar. 28. mars 2018 09:06 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans, sem nú liggja þungt haldin á spítala eftir taugaeitursárás í upphafi mánaðarins, hafi fyrst komist í snertingu við eitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. BBC greinir frá.Rannsókn lögreglu hefur beinst að nágrenni heimilis þeirra í Salisbury í Englandi, sem og þeim stöðum sem þau voru á, áður en þau fundust án meðvitundar á bekk fyrir utan veslunarmiðstöð í Salisbury. Sérfræðingar lögreglunnar hafa undanfarnar vikur greint leifar taugaeitursins sem notað var á ýmsum stöðum í Salisbury, en mesta magn þess sem fundist hefur fannst nýverið á útidyrahurð heimilis þeirra. Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Eins og greint hefur verið frá hafa um tuttugu ríki vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina á Skripal-feðginin. Eitrið sem notað var í árásinni má rekja til Rússa að sögn breskra yfirvalda. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Hefur yfir 100 erindrekum verið vísað frá vestrænum ríkjum en Rússar hafa heitið því að svara aðgerðunum af fullri hörku. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir litlar líkur á að Skripal-feðginin lifi af Viktoria Skripal, frænka þeirra Sergei og Yuliu Skripal, segir litlar líkur á að feðginin lifi af en þau urðu fyrir taugaeitursárás í enska bænum Salisbury fyrr í mánuðinum. Viktoria segir batahorfurnar ekki góðar. 28. mars 2018 09:06 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Segir litlar líkur á að Skripal-feðginin lifi af Viktoria Skripal, frænka þeirra Sergei og Yuliu Skripal, segir litlar líkur á að feðginin lifi af en þau urðu fyrir taugaeitursárás í enska bænum Salisbury fyrr í mánuðinum. Viktoria segir batahorfurnar ekki góðar. 28. mars 2018 09:06
Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00