Hjúkrunarfræðingar vilja herða tökin á rafrettum Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2018 15:21 Guðbjörg vill að áfram sé talað um rafrettur til að undirstrika tengslin við sígarettur, reykurinn sé soginn ofan í lungun og svo blásið út, en ekki að fundið sé annað vægara orð á það. visir/vilhelm Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra ætlar að reynast umdeilt. En þá á hauk í horni í Guðbjörgu Pálsdóttur formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, því félagi öllu sem og Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga. Alþingi hefur óskað eftir umsögnum, allir geta sent inn og það hefur Guðbjörg meðal annarra nýtt sér. Í áliti hennar segir að þau samtök sem hún fer fyrir telja „að halda skuli áfram að tala um rafsígarettur til að undirstrika tengslin við sígarettur bæði hvað varðar innihaldsefnið nikótín og hvernig þess er neytt þ.e. sogið ofan í lungu og reyknum blásið út líkt og gert þegar sígarettur eru reyktar,“ segir í umsögn Guðbjargar. Víst er að þetta álit stangast allhressilega á við þær skoðanir sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir hefur talað fyrir, reyndar í einu og öllu. En, Guðmundur Karl hefur mjög látið þetta mál til sín taka og vill meina að veipum sé einmitt að þakka það hversu mjög hefur dregið úr reykingum á Íslandi. Þá stangast umsögn Guðbjargar algerlega á við afstöðu FA, sem Ólafur Þ. Stephensen hefur rætt, til dæmis í útvarpsviðtali við Reykjavík síðdegis.Félag atvinnurekenda telur að gengið sé of langt í inngripum í viðskipta- og athafnafrelsi með því að leggja rafrettur og sígarettur að jöfnu og láta sömu reglur gilda um sýnileikabann og takmarkanir á notkun. Þá bendir FA á að ólíkt frumvarpi Óttarrs Proppé nái frumvarp Svandísar Svavarsdóttur líka yfir rafrettur án nikótíns. Um það segir Ólafur: „Við skiljum ekki af hverju þarf að setja sérstakar reglur um það sem er í rauninni bara gufa með ávaxtabragði.“Óþarft að búa til vægara orð yfir þetta En, í áliti hjúkrunarfræðinga er gefið lítið fyrir þessi sjónarmið og eða rök í málinu: „Einnig er vísað til þess að verið sé að nota þennan búnað í stað sígaretta til að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Þá má benda á að í Danmörku er heiti þessa búnaðar „Electronic cigarette“ þ.e. rafsígarettur. Óþarfi er að búa til vægara orð yfir þennan búnað,“ segir í umsögninni.Þá telur Fíh að sömu lög og reglur eigi að gilda um neyslu, sölu, markaðssetningu og aðgengi rafsígaretta eins og gilda um annað tóbak. Hjúkrunarfræðingar gera með öðrum orðum ekki greinarmun á gufunni sem veipur/rafrettur gefa frá sér og svo tóbaki.Einstakur árangur gegn reykingum ungmenna Í umsögninni segir að með því móti er hægt að hafa heildstæðar og skýrar reglur varðandi rafsígarettur þar sem lögð er áhersla á forvarnir og eftirlit með sölu, markaðssetningu, aðgengi og hvar megi og megi ekki nota þær. „Fíh telur sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir að börn og unglingar byrji að nota rafsígarettur sem í framhaldinu geta leitt til sígarettureykinga. Því ætti fyrsta stigs forvarnir að vera forgangsatriði varðandi löggjöf um rafsígarettur. Mikilvægt er að missa ekki niður þann einstaka árangur sem náðst hefur gegn reykingum ungmenna hér á landi,“ svo enn sé vitnað í umsögn Guðbjargar sem skrifar hana fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra ætlar að reynast umdeilt. En þá á hauk í horni í Guðbjörgu Pálsdóttur formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, því félagi öllu sem og Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga. Alþingi hefur óskað eftir umsögnum, allir geta sent inn og það hefur Guðbjörg meðal annarra nýtt sér. Í áliti hennar segir að þau samtök sem hún fer fyrir telja „að halda skuli áfram að tala um rafsígarettur til að undirstrika tengslin við sígarettur bæði hvað varðar innihaldsefnið nikótín og hvernig þess er neytt þ.e. sogið ofan í lungu og reyknum blásið út líkt og gert þegar sígarettur eru reyktar,“ segir í umsögn Guðbjargar. Víst er að þetta álit stangast allhressilega á við þær skoðanir sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir hefur talað fyrir, reyndar í einu og öllu. En, Guðmundur Karl hefur mjög látið þetta mál til sín taka og vill meina að veipum sé einmitt að þakka það hversu mjög hefur dregið úr reykingum á Íslandi. Þá stangast umsögn Guðbjargar algerlega á við afstöðu FA, sem Ólafur Þ. Stephensen hefur rætt, til dæmis í útvarpsviðtali við Reykjavík síðdegis.Félag atvinnurekenda telur að gengið sé of langt í inngripum í viðskipta- og athafnafrelsi með því að leggja rafrettur og sígarettur að jöfnu og láta sömu reglur gilda um sýnileikabann og takmarkanir á notkun. Þá bendir FA á að ólíkt frumvarpi Óttarrs Proppé nái frumvarp Svandísar Svavarsdóttur líka yfir rafrettur án nikótíns. Um það segir Ólafur: „Við skiljum ekki af hverju þarf að setja sérstakar reglur um það sem er í rauninni bara gufa með ávaxtabragði.“Óþarft að búa til vægara orð yfir þetta En, í áliti hjúkrunarfræðinga er gefið lítið fyrir þessi sjónarmið og eða rök í málinu: „Einnig er vísað til þess að verið sé að nota þennan búnað í stað sígaretta til að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Þá má benda á að í Danmörku er heiti þessa búnaðar „Electronic cigarette“ þ.e. rafsígarettur. Óþarfi er að búa til vægara orð yfir þennan búnað,“ segir í umsögninni.Þá telur Fíh að sömu lög og reglur eigi að gilda um neyslu, sölu, markaðssetningu og aðgengi rafsígaretta eins og gilda um annað tóbak. Hjúkrunarfræðingar gera með öðrum orðum ekki greinarmun á gufunni sem veipur/rafrettur gefa frá sér og svo tóbaki.Einstakur árangur gegn reykingum ungmenna Í umsögninni segir að með því móti er hægt að hafa heildstæðar og skýrar reglur varðandi rafsígarettur þar sem lögð er áhersla á forvarnir og eftirlit með sölu, markaðssetningu, aðgengi og hvar megi og megi ekki nota þær. „Fíh telur sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir að börn og unglingar byrji að nota rafsígarettur sem í framhaldinu geta leitt til sígarettureykinga. Því ætti fyrsta stigs forvarnir að vera forgangsatriði varðandi löggjöf um rafsígarettur. Mikilvægt er að missa ekki niður þann einstaka árangur sem náðst hefur gegn reykingum ungmenna hér á landi,“ svo enn sé vitnað í umsögn Guðbjargar sem skrifar hana fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17
Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00