Í fararbroddi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 31. mars 2018 10:00 Í vikunni bárust fregnir af því að ný hraðhleðslustöð hefði verið tekin í gagnið í Mývatnssveit og að með því væri allur hringvegurinn opinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru þar með milli hleðslustöðva á hringveginum. Rafbílar voru í árslok 2017 um fimm þúsund talsins á Íslandi og hafði fjöldi þeirra þá fimmfaldast á ríflega 18 mánuðum. Opinberar spár gera ráð fyrir að árið 2030 verði hér 30 þúsund rafbílar. Forstjóri Orkuveitunnar telur þessar spár reyndar fullvarfærnislegar og að raunhæfara sé að áætla að þeir verði um hundrað þúsund talsins. Hann segir núverandi raforkukerfi auðveldlega bera þá fjölgun sem þegar hafi orðið, og að ekki þurfi frekari fjárfestingu í kerfinu fyrr en rafbílar nái 50 þúsund. Auðvitað eru enn einhverjar áskoranir sem yfirstíga þarf áður en rafbíllinn verður fyrsti kostur á hverju heimili. Þannig þarf til dæmis að finna lausnir fyrir hleðslu við fjölbýlishús og í grónari hverfum borgarinnar. Mestu myndi þó muna ef bílaleigubílaflotinn yrði í auknum mæli samansettur af rafbílum. Nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld og forsvarsmenn bílaleiga að vinna saman þannig að hvati myndist fyrir bílaleigurnar til að leigja út rafbíla í auknum mæli. Nú þegar hægt er að aka hringveginn á rafmagni eingöngu, hlýtur stærsta ljónið að vera úr veginum. Forveri núverandi umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttir, gaf það út í embættistíð sinni að það væri stefna stjórnvalda að Ísland skuli að fullu rafbílavætt árið 2030. Með öðrum orðum, bensín og dísilbílar skyldu vera með öllu horfnir af götunum fyrir þann tíma. Einhverjir urðu hissa á þessum yfirlýsingum ráðherra. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda benti á að með þessu yrði gengið mun lengra en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Í því samhengi má benda á að Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist banna dísil- og bensínbíla fyrir árið 2040. Björt vildi því að Íslendingar yrðu áratug á undan Bretum í þessum efnum. Mikil umræða hefur skapast nú í vetur og vor um svifryksmengun í Reykjavík. Ljóst er að þar spilar útblástur dísilbíla stóra rullu. Mörg stærri ríki, þar á meðal Bretland, hafa nú horfið frá fyrri stefnu sem hyglaði dísilbílum. Stefna þeirra flestra er nú að útrýma slíkum bílum af götunum. Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi. Orðspor okkar Íslendinga er að við búum í hreinu og tæru landi, þótt slíkt kunni að hljóma eins og mýta fyrir þá sem vanir eru að sitja fastir í umferð í Reykjavík. Björt var ekki í neinu bjartsýniskasti. Síður en svo. Ísland er lítið land og við eigum að geta lyft grettistaki í umhverfismálum með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Við eigum að sameinast um það markmið að Ísland verði að fullu rafbílavætt fyrir árið 2030. Vilji og samtakamáttur er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust fregnir af því að ný hraðhleðslustöð hefði verið tekin í gagnið í Mývatnssveit og að með því væri allur hringvegurinn opinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru þar með milli hleðslustöðva á hringveginum. Rafbílar voru í árslok 2017 um fimm þúsund talsins á Íslandi og hafði fjöldi þeirra þá fimmfaldast á ríflega 18 mánuðum. Opinberar spár gera ráð fyrir að árið 2030 verði hér 30 þúsund rafbílar. Forstjóri Orkuveitunnar telur þessar spár reyndar fullvarfærnislegar og að raunhæfara sé að áætla að þeir verði um hundrað þúsund talsins. Hann segir núverandi raforkukerfi auðveldlega bera þá fjölgun sem þegar hafi orðið, og að ekki þurfi frekari fjárfestingu í kerfinu fyrr en rafbílar nái 50 þúsund. Auðvitað eru enn einhverjar áskoranir sem yfirstíga þarf áður en rafbíllinn verður fyrsti kostur á hverju heimili. Þannig þarf til dæmis að finna lausnir fyrir hleðslu við fjölbýlishús og í grónari hverfum borgarinnar. Mestu myndi þó muna ef bílaleigubílaflotinn yrði í auknum mæli samansettur af rafbílum. Nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld og forsvarsmenn bílaleiga að vinna saman þannig að hvati myndist fyrir bílaleigurnar til að leigja út rafbíla í auknum mæli. Nú þegar hægt er að aka hringveginn á rafmagni eingöngu, hlýtur stærsta ljónið að vera úr veginum. Forveri núverandi umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttir, gaf það út í embættistíð sinni að það væri stefna stjórnvalda að Ísland skuli að fullu rafbílavætt árið 2030. Með öðrum orðum, bensín og dísilbílar skyldu vera með öllu horfnir af götunum fyrir þann tíma. Einhverjir urðu hissa á þessum yfirlýsingum ráðherra. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda benti á að með þessu yrði gengið mun lengra en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Í því samhengi má benda á að Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist banna dísil- og bensínbíla fyrir árið 2040. Björt vildi því að Íslendingar yrðu áratug á undan Bretum í þessum efnum. Mikil umræða hefur skapast nú í vetur og vor um svifryksmengun í Reykjavík. Ljóst er að þar spilar útblástur dísilbíla stóra rullu. Mörg stærri ríki, þar á meðal Bretland, hafa nú horfið frá fyrri stefnu sem hyglaði dísilbílum. Stefna þeirra flestra er nú að útrýma slíkum bílum af götunum. Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi. Orðspor okkar Íslendinga er að við búum í hreinu og tæru landi, þótt slíkt kunni að hljóma eins og mýta fyrir þá sem vanir eru að sitja fastir í umferð í Reykjavík. Björt var ekki í neinu bjartsýniskasti. Síður en svo. Ísland er lítið land og við eigum að geta lyft grettistaki í umhverfismálum með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Við eigum að sameinast um það markmið að Ísland verði að fullu rafbílavætt fyrir árið 2030. Vilji og samtakamáttur er allt sem þarf.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun