Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 11:50 Talsmaður Erdogan Tyrklandsforseta segir að ætlunin sé að taka enn fleiri grunaða stjórnarandstæðinga höndum erlendis. Vísir/AFP Útsendarar tyrkneskra stjórnvalda hafa tekið áttatíu Tyrki sem þau gruna um aðild að valdaránstilraun árið 2016 höndum í átján erlendum ríkjum og flutt þá til Tyrklands. Bekir Bozdag, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, fullyrti þetta í sjónvarpsviðtali í gær. Þúsundir manna hafa verið handtekin og ákærðir fyrir stuðning við hryðjuverk í kjölfar valdaránstilraunarinnar sem stjórn Receps Erdogan kennir klerknum Fethullah Gulen um. Tugir þúsunda til viðbóta hafa verið hraktir úr störfum fyrir meinta óhollustu við stjórnvöld og herinn. Bozdag sagði ekki hvernig handtökurnar á erlendri grundu hefðu farið fram eða hvar þær hefðu farið fram. Þó hefur komið fram opinberlega að Tyrkir óskuðu eftir framsali einstaklinga í Kosóvó, Búlgaríu og Malasíu, að því er segir í frétt New York Times. Þá hafa verið óstaðfestar fréttir af handtökum í Afganistan, Pakistan og Súdan.Hyggja á frekari handtökur Fullyrti Bozdag að allir einstaklingarnir áttatíu hefðu haft tengsl við Gulen. Talsmaður Erdogan forseta sagði allar handtökurnar og framsöl hafa farið fram löglega. Þá stæði til að handsama fleiri. Gulen hefur neitað allri aðild að valdaránstilrauninni. Hann er búsettur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa krafist framsals hans og kalla hann hryðjuverkamann. Fyrir og eftir valdaránstilraunina hefur Erdogan seilst meir og meir í átt að valdboðsstefnu. Þannig fékk Erdogan völd sín stóraukin í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram í fyrra. Samþykkt var að legga af þingræði sem stjórnskipun ríkisins og taka í staðinn upp forsetaræði. Búlgaría Kósovó Tyrkland Tengdar fréttir 25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. 9. mars 2018 14:31 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Útsendarar tyrkneskra stjórnvalda hafa tekið áttatíu Tyrki sem þau gruna um aðild að valdaránstilraun árið 2016 höndum í átján erlendum ríkjum og flutt þá til Tyrklands. Bekir Bozdag, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, fullyrti þetta í sjónvarpsviðtali í gær. Þúsundir manna hafa verið handtekin og ákærðir fyrir stuðning við hryðjuverk í kjölfar valdaránstilraunarinnar sem stjórn Receps Erdogan kennir klerknum Fethullah Gulen um. Tugir þúsunda til viðbóta hafa verið hraktir úr störfum fyrir meinta óhollustu við stjórnvöld og herinn. Bozdag sagði ekki hvernig handtökurnar á erlendri grundu hefðu farið fram eða hvar þær hefðu farið fram. Þó hefur komið fram opinberlega að Tyrkir óskuðu eftir framsali einstaklinga í Kosóvó, Búlgaríu og Malasíu, að því er segir í frétt New York Times. Þá hafa verið óstaðfestar fréttir af handtökum í Afganistan, Pakistan og Súdan.Hyggja á frekari handtökur Fullyrti Bozdag að allir einstaklingarnir áttatíu hefðu haft tengsl við Gulen. Talsmaður Erdogan forseta sagði allar handtökurnar og framsöl hafa farið fram löglega. Þá stæði til að handsama fleiri. Gulen hefur neitað allri aðild að valdaránstilrauninni. Hann er búsettur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa krafist framsals hans og kalla hann hryðjuverkamann. Fyrir og eftir valdaránstilraunina hefur Erdogan seilst meir og meir í átt að valdboðsstefnu. Þannig fékk Erdogan völd sín stóraukin í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram í fyrra. Samþykkt var að legga af þingræði sem stjórnskipun ríkisins og taka í staðinn upp forsetaræði.
Búlgaría Kósovó Tyrkland Tengdar fréttir 25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. 9. mars 2018 14:31 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. 9. mars 2018 14:31
ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15
Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07