Trump ver „hættulegasta fyrirtæki Bandaríkjanna“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2018 06:42 Höfuðstöðvar Sinclair í Maryland. Vísir/AP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur tekið upp hanskann fyrir sjónvarpsrisann Sinclair Broadcast Group sem hefur mátt þola harða gagnrýni síðastliðna viku. Sinclair rekur um 200 staðbundnar sjónvarpsstöðvar víðsvegar um Bandaríkin og er sjónvarpsmönnum þeirra gert að flytja einræðu þar sem „falskar fréttir“ eru gagnrýndar. Fá myndbönd fengu meira áhorf um páskahelgina en samantekt vefsins Deadspin á einræðu sjónvarpsmanna Sinclair-veldisins. Myndbandið má sjá hér að neðan en það sýnir hvernig tugir fréttamanna á ótal stöðvum flytja allir sömu töluna um óheiðarleika stærstu fréttamiðla Bandaríkjanna.How America's largest local TV owner turned its news anchors into soldiers in Trump's war on the media: https://t.co/iLVtKRQycL pic.twitter.com/dMdSGellH3— Deadspin (@Deadspin) March 31, 2018 Fréttaskýrendum þykir myndbandið óþægilegt á hið minnsta tvo vegu. Annars vegar afhjúpi það augljósa slagsíðu Sinclair-veldsins, sem lengi hefur verið gagnrýnt fyrir íhaldssama hægrimennsku í ritstjórnarstefnu sinni. Hins vegar segja þeir myndbandið til marks um það hvernig íhaldsöfl vestanhafs grafa markvisst undan stöndugum bandarískum fjölmiðlum. Það sé sérstaklega ógnvekjandi í þessu tilfelli þar sem rannsóknir benda til þess að Bandaríkjamenn treysti staðbundnum miðlum, sem flyja alla jafna fréttir af málum í nærumhverfi áhorfenda, betur en stóru fjölmiðlunum. Útsendingar Sinclair-veldisins ná nú þegar inn á 38% bandarískra heimila og því um að ræða fjölmiðlaveldi í búningi hins traustvekjandi staðbundna miðils. Hefur Sinclair því stundum verið nefnt „hættulegasta bandaríska fyrirtækið sem þú hefur aldri heyrt um,“ sannkallaður úlfur í sauðagæru. Ekki aðeins þurfa fréttamenn að lesa fyrrnefnda möntru heldur er sjónvarpsstöðvum Sinclair einnig skipað að sýna nokkra dagskrárliði, sem sagðir eru einkennast af sömu slagsíðu. Geri stöðvarnar það ekki megi þær búast við sektum frá móðurfélaginu og mótmæli fréttamenn eiga þeir á hættu að vera sagt upp. Sinclair lýtur stjórn milljarðamæringsins David Smith sem er góður kunningi Bandaríkjaforseta. Það kom því ekki mörgu á óvart þegar Donald Trump kom vini sínum til varnar á Twitter um helgina.So funny to watch Fake News Networks, among the most dishonest groups of people I have ever dealt with, criticize Sinclair Broadcasting for being biased. Sinclair is far superior to CNN and even more Fake NBC, which is a total joke.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 2, 2018 Sinclair reynir nú að festa kaup á sjónvarpsstöðvum útsendingarfyrirtækisins Tribune Media. Gangi viðskiptin eftir munu fréttir Sinclair ná inn á heimili í 42 bandarískum borgum til viðbótar. Einræða fréttamannanna myndi því birtast í 75% allra sjónvarpstækja vestanhafs. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur tekið upp hanskann fyrir sjónvarpsrisann Sinclair Broadcast Group sem hefur mátt þola harða gagnrýni síðastliðna viku. Sinclair rekur um 200 staðbundnar sjónvarpsstöðvar víðsvegar um Bandaríkin og er sjónvarpsmönnum þeirra gert að flytja einræðu þar sem „falskar fréttir“ eru gagnrýndar. Fá myndbönd fengu meira áhorf um páskahelgina en samantekt vefsins Deadspin á einræðu sjónvarpsmanna Sinclair-veldisins. Myndbandið má sjá hér að neðan en það sýnir hvernig tugir fréttamanna á ótal stöðvum flytja allir sömu töluna um óheiðarleika stærstu fréttamiðla Bandaríkjanna.How America's largest local TV owner turned its news anchors into soldiers in Trump's war on the media: https://t.co/iLVtKRQycL pic.twitter.com/dMdSGellH3— Deadspin (@Deadspin) March 31, 2018 Fréttaskýrendum þykir myndbandið óþægilegt á hið minnsta tvo vegu. Annars vegar afhjúpi það augljósa slagsíðu Sinclair-veldsins, sem lengi hefur verið gagnrýnt fyrir íhaldssama hægrimennsku í ritstjórnarstefnu sinni. Hins vegar segja þeir myndbandið til marks um það hvernig íhaldsöfl vestanhafs grafa markvisst undan stöndugum bandarískum fjölmiðlum. Það sé sérstaklega ógnvekjandi í þessu tilfelli þar sem rannsóknir benda til þess að Bandaríkjamenn treysti staðbundnum miðlum, sem flyja alla jafna fréttir af málum í nærumhverfi áhorfenda, betur en stóru fjölmiðlunum. Útsendingar Sinclair-veldisins ná nú þegar inn á 38% bandarískra heimila og því um að ræða fjölmiðlaveldi í búningi hins traustvekjandi staðbundna miðils. Hefur Sinclair því stundum verið nefnt „hættulegasta bandaríska fyrirtækið sem þú hefur aldri heyrt um,“ sannkallaður úlfur í sauðagæru. Ekki aðeins þurfa fréttamenn að lesa fyrrnefnda möntru heldur er sjónvarpsstöðvum Sinclair einnig skipað að sýna nokkra dagskrárliði, sem sagðir eru einkennast af sömu slagsíðu. Geri stöðvarnar það ekki megi þær búast við sektum frá móðurfélaginu og mótmæli fréttamenn eiga þeir á hættu að vera sagt upp. Sinclair lýtur stjórn milljarðamæringsins David Smith sem er góður kunningi Bandaríkjaforseta. Það kom því ekki mörgu á óvart þegar Donald Trump kom vini sínum til varnar á Twitter um helgina.So funny to watch Fake News Networks, among the most dishonest groups of people I have ever dealt with, criticize Sinclair Broadcasting for being biased. Sinclair is far superior to CNN and even more Fake NBC, which is a total joke.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 2, 2018 Sinclair reynir nú að festa kaup á sjónvarpsstöðvum útsendingarfyrirtækisins Tribune Media. Gangi viðskiptin eftir munu fréttir Sinclair ná inn á heimili í 42 bandarískum borgum til viðbótar. Einræða fréttamannanna myndi því birtast í 75% allra sjónvarpstækja vestanhafs.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent