Götóttur þjóðarsjóður Konráð S. Guðjónsson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Við Íslendingar horfum oft á tíðum með aðdáunaraugum á frændur okkar Norðmenn. Sú aðdáun, og sumpart öfund, náði hámarki á árunum eftir fjármálakreppu en hefur mögulega dvínað á síðustu árum. Enda hefur efnahagsþróun hér og í Noregi verið nánast eins og svart og hvítt frá árinu 2014. Að leitað sé til Noregs eftir góðum hugmyndum er þó ekki úr sögunni. Á síðustu misserum hafa hugmyndir um þjóðarsjóð eða stöðugleikasjóð (e. Sovereign Wealth Fund) í líkingu við olíusjóð Norðmanna hratt hlotið brautargengi. Í nýbirtri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir slíkum þjóðarsjóði sem fjármagna á með arðgreiðslum Landsvirkjunar. Sömuleiðis var fjallað um slíkan sjóð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem reyndar samtímis var búið að ráðstafa fé úr þessum óstofnaða sjóði. Þær ráðstafanir eru einar og sér mögulega skynsamlegar og stofnun þjóðarsjóðs hefði að líkindum ýmsa kosti í för með sér. Við nánari athugun er stofnun slíks sjóðs þó um margt þversagnakennd, málið hefur hlotið litla umræðu og ýmsum spurningum er ósvarað.Ekki skilyrði fyrir nýsköpun Ráðstafanir úr óstofnuðum þjóðarsjóði koma ekki eingöngu fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu stendur nú yfir vinna við útfærslu á því hvernig sé unnt að ráðstafa fé úr sjóðnum til að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Í skoðun Viðskiptaráðs frá desember síðastliðnum var fjallað um hvernig Norðmenn biðu í 20 ár áður en þeir tóku fé úr sínum sjóði, enda tekur langan tíma að byggja upp slíkan sjóð. Varla þurfum við að bíða til ársins 2038 áður en ráðist verður í arðbærar aðgerðir til þess að auka nýsköpun? Nauðsynlegt er að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu en arðsemi af náttúruauðlindum, sem mun fjármagna þjóðarsjóðinn, ætti ekki að vera skilyrði. Ef arðsemi orkugeirans verður lítil ætti þörfin fyrir nýsköpun og nýja atvinnuvegi að vera hvað mest. Gott er að horfa hér til Norðmanna, sem nota sjóðinn einvörðungu til að ávaxta fé af auðlindum sýnum og til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Lífeyrissjóðirnir okkar þjóðarsjóðir? Eitt af sérkennum Íslands er stærð lífeyrissjóðakerfisins sem er hlutfallslega það næststærsta í heimi eða um 156% af landsframleiðslu (til samanburðar er norski olíusjóðurinn um 250% af landsframleiðslu Noregs). Útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni stækka áfram á næstu árum og þurfa að fjárfesta erlendis nær allt hreint innflæði. Ómögulegt er að nefna nákvæmar tölur en hægt er að slá því föstu að lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta erlendis sem nemur tugum milljarða króna á ári til að tryggja góða eignadreifingu. Að óbreyttu dregur þetta úr þörfinni fyrir þjóðarsjóð auk þess sem stofnun þjóðarsjóðs dregur úr getu lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila til að kaupa gjaldeyri á agnarsmáum gjaldeyrismarkaði. Einnig skýtur skökku við að stofna þjóðarsjóð áður en komið er til móts við ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs sem nema heilum 620 milljörðum króna. Lítið hefur verið útskýrt hvers vegna tekjurnar í sjóðinn eiga eingöngu, að minnsta kosti til að byrja með, að koma frá endurnýjanlegum orkuauðlindum. Erfitt er að finna fyrirmyndir um þetta erlendis, ef þær eru einhverjar. Erlendir þjóðarsjóðir byggja yfirleitt á tekjum af olíu og öðrum óendurnýjanlegum orkuauðlindum eða gjaldeyrisforða ríkja. Því væri kannski rétt að byrja á að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans að fyrirmynd annarra ríkja. Það myndi kalla á aukin gjaldeyriskaup Seðlabankans sem er efni í aðra umræðu. Hugsum málið til enda Það er stjórnvöldum til hróss að hugsa til lengri tíma líkt og áætlanir um þjóðarsjóð bera glögglega með sér. Enda gæti stofnun þjóðarsjóðs verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan hátt. Eins og staðan er núna virðist sjóðurinn þó nokkuð götóttur, bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar horfum oft á tíðum með aðdáunaraugum á frændur okkar Norðmenn. Sú aðdáun, og sumpart öfund, náði hámarki á árunum eftir fjármálakreppu en hefur mögulega dvínað á síðustu árum. Enda hefur efnahagsþróun hér og í Noregi verið nánast eins og svart og hvítt frá árinu 2014. Að leitað sé til Noregs eftir góðum hugmyndum er þó ekki úr sögunni. Á síðustu misserum hafa hugmyndir um þjóðarsjóð eða stöðugleikasjóð (e. Sovereign Wealth Fund) í líkingu við olíusjóð Norðmanna hratt hlotið brautargengi. Í nýbirtri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir slíkum þjóðarsjóði sem fjármagna á með arðgreiðslum Landsvirkjunar. Sömuleiðis var fjallað um slíkan sjóð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem reyndar samtímis var búið að ráðstafa fé úr þessum óstofnaða sjóði. Þær ráðstafanir eru einar og sér mögulega skynsamlegar og stofnun þjóðarsjóðs hefði að líkindum ýmsa kosti í för með sér. Við nánari athugun er stofnun slíks sjóðs þó um margt þversagnakennd, málið hefur hlotið litla umræðu og ýmsum spurningum er ósvarað.Ekki skilyrði fyrir nýsköpun Ráðstafanir úr óstofnuðum þjóðarsjóði koma ekki eingöngu fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu stendur nú yfir vinna við útfærslu á því hvernig sé unnt að ráðstafa fé úr sjóðnum til að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Í skoðun Viðskiptaráðs frá desember síðastliðnum var fjallað um hvernig Norðmenn biðu í 20 ár áður en þeir tóku fé úr sínum sjóði, enda tekur langan tíma að byggja upp slíkan sjóð. Varla þurfum við að bíða til ársins 2038 áður en ráðist verður í arðbærar aðgerðir til þess að auka nýsköpun? Nauðsynlegt er að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu en arðsemi af náttúruauðlindum, sem mun fjármagna þjóðarsjóðinn, ætti ekki að vera skilyrði. Ef arðsemi orkugeirans verður lítil ætti þörfin fyrir nýsköpun og nýja atvinnuvegi að vera hvað mest. Gott er að horfa hér til Norðmanna, sem nota sjóðinn einvörðungu til að ávaxta fé af auðlindum sýnum og til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Lífeyrissjóðirnir okkar þjóðarsjóðir? Eitt af sérkennum Íslands er stærð lífeyrissjóðakerfisins sem er hlutfallslega það næststærsta í heimi eða um 156% af landsframleiðslu (til samanburðar er norski olíusjóðurinn um 250% af landsframleiðslu Noregs). Útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni stækka áfram á næstu árum og þurfa að fjárfesta erlendis nær allt hreint innflæði. Ómögulegt er að nefna nákvæmar tölur en hægt er að slá því föstu að lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta erlendis sem nemur tugum milljarða króna á ári til að tryggja góða eignadreifingu. Að óbreyttu dregur þetta úr þörfinni fyrir þjóðarsjóð auk þess sem stofnun þjóðarsjóðs dregur úr getu lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila til að kaupa gjaldeyri á agnarsmáum gjaldeyrismarkaði. Einnig skýtur skökku við að stofna þjóðarsjóð áður en komið er til móts við ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs sem nema heilum 620 milljörðum króna. Lítið hefur verið útskýrt hvers vegna tekjurnar í sjóðinn eiga eingöngu, að minnsta kosti til að byrja með, að koma frá endurnýjanlegum orkuauðlindum. Erfitt er að finna fyrirmyndir um þetta erlendis, ef þær eru einhverjar. Erlendir þjóðarsjóðir byggja yfirleitt á tekjum af olíu og öðrum óendurnýjanlegum orkuauðlindum eða gjaldeyrisforða ríkja. Því væri kannski rétt að byrja á að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans að fyrirmynd annarra ríkja. Það myndi kalla á aukin gjaldeyriskaup Seðlabankans sem er efni í aðra umræðu. Hugsum málið til enda Það er stjórnvöldum til hróss að hugsa til lengri tíma líkt og áætlanir um þjóðarsjóð bera glögglega með sér. Enda gæti stofnun þjóðarsjóðs verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan hátt. Eins og staðan er núna virðist sjóðurinn þó nokkuð götóttur, bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun