Ruðningslið lét klappstýrur vinna sem fylgdarkonur Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2018 08:23 Frá því að Daniel Snyder, eigandi Washington Redskins, tók við liðinu árið 2009 er hann sagður hafa gert klappstýruliðið líkara súludönsurum. Vísir/AFP Klappstýrur bandaríska ruðningsliðsins Washington Redskins lýsa því hvernig stjórnendur liðsins seldu styrktaraðilum og ársmiðaeigendum þess aðgang að myndatökum þar sem þær voru látnar vera fáklæddar. Nokkrar þeirra hafi einnig verið valdar til að vera fylgdarkonur fyrir karlana á næturklúbbi. New York Times segir frá ferð til Kostaríka árið 2013 þar sem Redskins sendi klappstýrur sínar í myndatökur. Þær fóru fram á lokuðum dvalarstað sem var aðeins fyrir fullorðna. Nokkrar þeirra lýsa því að þær hafi þurft að vera berbrjósta jafnvel þó að þær hafi ekki verið naktar á myndunum. Aðrar hafi aðeins verið huldar líkamsmálningu. Klappstýrurnar voru þó ekki einar því liðið bauð auðugum bakhjörlum liðsins og eigendum ársmiða, allt karlmönnum, í myndatökuna. Við lok langs og strangs vinnudags sagði stjórnandi hópsins við níu klappstýrur af 36 þær væru ekki búnar. Nokkrir styrktaraðilanna hefðu valið þær sem fylgdarkonur á næturklúbb. Sumar kvennanna eru sagðar hafa grátið. „Þeir beindu ekki byssu að höfðinu á okkur en það var skylda fyrir okkur að fara. Við vorum ekki beðnar, okkur var skipað. Aðrar stelpur voru miður sín vegna þess að við vissum nákvæmlega hvað hún var að gera,“ segir ein klappstýranna. Þær segja að kynlíf hafi ekki átt sér stað en þær hafi upplifað það að liðið væri að „gera þær út“ kynferðislega. Klappstýrurnar fengu ekki greitt sérstaklega fyrir ferðina að öðru leyti en að þær fengu greitt fæði og uppihald. Þá voru vegabréf þeirra tekin af þeim við komuna á dvalarstaðinn á Kostaríka. Hafnar frásögn kvennanna Stephanie Jojokian, stjórnandi og danshöfundur klappstýra Redskins, hafnar frásögn kvennanna að miklu leyti. Hún harðneitar því meðal annars að þær hafi verið skyldaðar til að fara á næturklúbb með körlunum. Styrktaraðilarnir hafi ekki valið þær sem fóru. „Ég neyddi alls engan til að fara. Ég er bjarnarmamman og ég passa upp á alla, ekki bara klappstýrurnar. Þetta er stór fjölskylda. Við virðum hvert annað og fag okkar. Þetta er stuðningsríkt umhverfi fyrir þessar konur,“ segir hún við bandaríska blaðið. Umfjöllun blaðsins kemur í kjölfar þess að tvær fyrrverandi klappstýrur úr bandarísku NFL-ruðningsdeildinni höfðuðu mál vegna mismununar. Þær hafa lýst fjandsamlegu vinnuumhverfi og að þær hafi oft verið notaðar sem kynferðislegir hlutir fyrir karlkyns aðdáendur liða utan leikja. MeToo NFL Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Klappstýrur bandaríska ruðningsliðsins Washington Redskins lýsa því hvernig stjórnendur liðsins seldu styrktaraðilum og ársmiðaeigendum þess aðgang að myndatökum þar sem þær voru látnar vera fáklæddar. Nokkrar þeirra hafi einnig verið valdar til að vera fylgdarkonur fyrir karlana á næturklúbbi. New York Times segir frá ferð til Kostaríka árið 2013 þar sem Redskins sendi klappstýrur sínar í myndatökur. Þær fóru fram á lokuðum dvalarstað sem var aðeins fyrir fullorðna. Nokkrar þeirra lýsa því að þær hafi þurft að vera berbrjósta jafnvel þó að þær hafi ekki verið naktar á myndunum. Aðrar hafi aðeins verið huldar líkamsmálningu. Klappstýrurnar voru þó ekki einar því liðið bauð auðugum bakhjörlum liðsins og eigendum ársmiða, allt karlmönnum, í myndatökuna. Við lok langs og strangs vinnudags sagði stjórnandi hópsins við níu klappstýrur af 36 þær væru ekki búnar. Nokkrir styrktaraðilanna hefðu valið þær sem fylgdarkonur á næturklúbb. Sumar kvennanna eru sagðar hafa grátið. „Þeir beindu ekki byssu að höfðinu á okkur en það var skylda fyrir okkur að fara. Við vorum ekki beðnar, okkur var skipað. Aðrar stelpur voru miður sín vegna þess að við vissum nákvæmlega hvað hún var að gera,“ segir ein klappstýranna. Þær segja að kynlíf hafi ekki átt sér stað en þær hafi upplifað það að liðið væri að „gera þær út“ kynferðislega. Klappstýrurnar fengu ekki greitt sérstaklega fyrir ferðina að öðru leyti en að þær fengu greitt fæði og uppihald. Þá voru vegabréf þeirra tekin af þeim við komuna á dvalarstaðinn á Kostaríka. Hafnar frásögn kvennanna Stephanie Jojokian, stjórnandi og danshöfundur klappstýra Redskins, hafnar frásögn kvennanna að miklu leyti. Hún harðneitar því meðal annars að þær hafi verið skyldaðar til að fara á næturklúbb með körlunum. Styrktaraðilarnir hafi ekki valið þær sem fóru. „Ég neyddi alls engan til að fara. Ég er bjarnarmamman og ég passa upp á alla, ekki bara klappstýrurnar. Þetta er stór fjölskylda. Við virðum hvert annað og fag okkar. Þetta er stuðningsríkt umhverfi fyrir þessar konur,“ segir hún við bandaríska blaðið. Umfjöllun blaðsins kemur í kjölfar þess að tvær fyrrverandi klappstýrur úr bandarísku NFL-ruðningsdeildinni höfðuðu mál vegna mismununar. Þær hafa lýst fjandsamlegu vinnuumhverfi og að þær hafi oft verið notaðar sem kynferðislegir hlutir fyrir karlkyns aðdáendur liða utan leikja.
MeToo NFL Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira