Ruðningslið lét klappstýrur vinna sem fylgdarkonur Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2018 08:23 Frá því að Daniel Snyder, eigandi Washington Redskins, tók við liðinu árið 2009 er hann sagður hafa gert klappstýruliðið líkara súludönsurum. Vísir/AFP Klappstýrur bandaríska ruðningsliðsins Washington Redskins lýsa því hvernig stjórnendur liðsins seldu styrktaraðilum og ársmiðaeigendum þess aðgang að myndatökum þar sem þær voru látnar vera fáklæddar. Nokkrar þeirra hafi einnig verið valdar til að vera fylgdarkonur fyrir karlana á næturklúbbi. New York Times segir frá ferð til Kostaríka árið 2013 þar sem Redskins sendi klappstýrur sínar í myndatökur. Þær fóru fram á lokuðum dvalarstað sem var aðeins fyrir fullorðna. Nokkrar þeirra lýsa því að þær hafi þurft að vera berbrjósta jafnvel þó að þær hafi ekki verið naktar á myndunum. Aðrar hafi aðeins verið huldar líkamsmálningu. Klappstýrurnar voru þó ekki einar því liðið bauð auðugum bakhjörlum liðsins og eigendum ársmiða, allt karlmönnum, í myndatökuna. Við lok langs og strangs vinnudags sagði stjórnandi hópsins við níu klappstýrur af 36 þær væru ekki búnar. Nokkrir styrktaraðilanna hefðu valið þær sem fylgdarkonur á næturklúbb. Sumar kvennanna eru sagðar hafa grátið. „Þeir beindu ekki byssu að höfðinu á okkur en það var skylda fyrir okkur að fara. Við vorum ekki beðnar, okkur var skipað. Aðrar stelpur voru miður sín vegna þess að við vissum nákvæmlega hvað hún var að gera,“ segir ein klappstýranna. Þær segja að kynlíf hafi ekki átt sér stað en þær hafi upplifað það að liðið væri að „gera þær út“ kynferðislega. Klappstýrurnar fengu ekki greitt sérstaklega fyrir ferðina að öðru leyti en að þær fengu greitt fæði og uppihald. Þá voru vegabréf þeirra tekin af þeim við komuna á dvalarstaðinn á Kostaríka. Hafnar frásögn kvennanna Stephanie Jojokian, stjórnandi og danshöfundur klappstýra Redskins, hafnar frásögn kvennanna að miklu leyti. Hún harðneitar því meðal annars að þær hafi verið skyldaðar til að fara á næturklúbb með körlunum. Styrktaraðilarnir hafi ekki valið þær sem fóru. „Ég neyddi alls engan til að fara. Ég er bjarnarmamman og ég passa upp á alla, ekki bara klappstýrurnar. Þetta er stór fjölskylda. Við virðum hvert annað og fag okkar. Þetta er stuðningsríkt umhverfi fyrir þessar konur,“ segir hún við bandaríska blaðið. Umfjöllun blaðsins kemur í kjölfar þess að tvær fyrrverandi klappstýrur úr bandarísku NFL-ruðningsdeildinni höfðuðu mál vegna mismununar. Þær hafa lýst fjandsamlegu vinnuumhverfi og að þær hafi oft verið notaðar sem kynferðislegir hlutir fyrir karlkyns aðdáendur liða utan leikja. MeToo NFL Bandaríkin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Klappstýrur bandaríska ruðningsliðsins Washington Redskins lýsa því hvernig stjórnendur liðsins seldu styrktaraðilum og ársmiðaeigendum þess aðgang að myndatökum þar sem þær voru látnar vera fáklæddar. Nokkrar þeirra hafi einnig verið valdar til að vera fylgdarkonur fyrir karlana á næturklúbbi. New York Times segir frá ferð til Kostaríka árið 2013 þar sem Redskins sendi klappstýrur sínar í myndatökur. Þær fóru fram á lokuðum dvalarstað sem var aðeins fyrir fullorðna. Nokkrar þeirra lýsa því að þær hafi þurft að vera berbrjósta jafnvel þó að þær hafi ekki verið naktar á myndunum. Aðrar hafi aðeins verið huldar líkamsmálningu. Klappstýrurnar voru þó ekki einar því liðið bauð auðugum bakhjörlum liðsins og eigendum ársmiða, allt karlmönnum, í myndatökuna. Við lok langs og strangs vinnudags sagði stjórnandi hópsins við níu klappstýrur af 36 þær væru ekki búnar. Nokkrir styrktaraðilanna hefðu valið þær sem fylgdarkonur á næturklúbb. Sumar kvennanna eru sagðar hafa grátið. „Þeir beindu ekki byssu að höfðinu á okkur en það var skylda fyrir okkur að fara. Við vorum ekki beðnar, okkur var skipað. Aðrar stelpur voru miður sín vegna þess að við vissum nákvæmlega hvað hún var að gera,“ segir ein klappstýranna. Þær segja að kynlíf hafi ekki átt sér stað en þær hafi upplifað það að liðið væri að „gera þær út“ kynferðislega. Klappstýrurnar fengu ekki greitt sérstaklega fyrir ferðina að öðru leyti en að þær fengu greitt fæði og uppihald. Þá voru vegabréf þeirra tekin af þeim við komuna á dvalarstaðinn á Kostaríka. Hafnar frásögn kvennanna Stephanie Jojokian, stjórnandi og danshöfundur klappstýra Redskins, hafnar frásögn kvennanna að miklu leyti. Hún harðneitar því meðal annars að þær hafi verið skyldaðar til að fara á næturklúbb með körlunum. Styrktaraðilarnir hafi ekki valið þær sem fóru. „Ég neyddi alls engan til að fara. Ég er bjarnarmamman og ég passa upp á alla, ekki bara klappstýrurnar. Þetta er stór fjölskylda. Við virðum hvert annað og fag okkar. Þetta er stuðningsríkt umhverfi fyrir þessar konur,“ segir hún við bandaríska blaðið. Umfjöllun blaðsins kemur í kjölfar þess að tvær fyrrverandi klappstýrur úr bandarísku NFL-ruðningsdeildinni höfðuðu mál vegna mismununar. Þær hafa lýst fjandsamlegu vinnuumhverfi og að þær hafi oft verið notaðar sem kynferðislegir hlutir fyrir karlkyns aðdáendur liða utan leikja.
MeToo NFL Bandaríkin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent