Meiri lúxus Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. maí 2018 10:00 Víðs vegar í Reykjavík má sjá merki um miklar byggingaframkvæmdir og verið er að reisa ný hús í stað þeirra gömlu sem voru rifin. Einhver þessara húsa máttu eflaust hverfa en við eigum eftir að sjá hvað kemur í stað þeirra. Óhætt er að segja að margir bíði með öndina í hálsinum eftir því hvernig til tekst og vona heitt og innilega að útkoman verði ekki einhver óskapnaður. Það er leiðinlegt að segja það, en íslenskur nútímaarkitektúr er einfaldlega þannig að ekki er alltaf ástæða til að hrópa húrra fyrir honum. Þess vegna á að vera auðvelt að hafa skilning og samúð með kvíða þeirra sem vilja að höfuðborgin sé falleg en óttast að þróunin sé í þveröfuga átt. Við Hafnartorg standa yfir miklar framkvæmdir sem borgarbúar komast ekki hjá að verða varir við. Þar eiga að verða til íbúðir. Íbúðir skortir einmitt á höfuðborgarsvæðinu en almenningur hefur samt enga ástæðu til að fagna. Þessar íbúðir eru nefnilega alls ekki ætlaðar venjulegu fólki. Þetta eru lúxusíbúðir þar sem ekkert er til sparað. Óhófið er reyndar svo mikið að þær dýrustu munu kosta um 400 milljónir. Það er eins og einhverjir einstaklingar hafi fengið svæsið nostalgíukast og þrái að hverfa aftur til áranna fyrir hrun þegar flottræfilshátturinn var svo umsvifamikill að gull var jafnvel lagt sér til munns í veislum, eins og frægt varð. Íbúðirnar við Hafnartorg eru hannaðar fyrir þá allra ríkustu. Ólíklegt er þó að íslenskir auðmenn muni hreiðra um sig í þessum lúxusíbúðum. Þeir þola ekki hverjir aðra. Það yrði þeim ofraun að þurfa að mætast reglulega í lyftunni eða á stigaganginum og neyðast til að bjóða góðan daginn. Þeir gætu aldrei sætt sig við slíkt sambýli. Íbúðirnar hljóta því að vera hugsaðar fyrir erlenda auðkýfinga. Ólíklegt er að þeir setjist hér að, en ekki er útilokað að þeir vilji eiga hér afdrep þegar þeir þrá tilbreytingu frá lífi í stórborgum á borð við New York, París og Róm. Fólk þarf ekki að vera í Sósíalistaflokknum til að spyrja sjálfsagðra spurninga eins og af hverju slík ofuráhersla sé lögð á hag auðjöfra að þeim sé ætlaður alveg sérstakur staður í hjarta Reykjavíkur. Það má svo velta fyrir sér af hverju ekkert heyrist frá borgarstjórnarmeirihlutanum um allan þennan ofurlúxus sem þarna er fyrirhugað að skapa. Ekki er hægt að ætla annað en meirihlutanum þyki þetta hið besta mál. Allavega heyrast ekki óánægjuraddir úr þeim ranni. Finnst Vinstri grænum í borginni það virkilega vera brýnt forgangsmál að hlaða undir auðmenn? Hvar er jafnaðarstefna Samfylkingarinnar, er henni bara veifað stundum en falin þess á milli? Og eru Píratar að breytast í örgustu kapítalista? Er Björt framtíð svo buguð að hún getur ekki lengur tjáð sig? Gott væri að fá svör við þessum spurningum fyrir kosningar. Og um leið á að spyrja þennan sama meirihluta: Eruð þið búin að selja verktökum og fjárfestum sál ykkar og sannfæringu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Víðs vegar í Reykjavík má sjá merki um miklar byggingaframkvæmdir og verið er að reisa ný hús í stað þeirra gömlu sem voru rifin. Einhver þessara húsa máttu eflaust hverfa en við eigum eftir að sjá hvað kemur í stað þeirra. Óhætt er að segja að margir bíði með öndina í hálsinum eftir því hvernig til tekst og vona heitt og innilega að útkoman verði ekki einhver óskapnaður. Það er leiðinlegt að segja það, en íslenskur nútímaarkitektúr er einfaldlega þannig að ekki er alltaf ástæða til að hrópa húrra fyrir honum. Þess vegna á að vera auðvelt að hafa skilning og samúð með kvíða þeirra sem vilja að höfuðborgin sé falleg en óttast að þróunin sé í þveröfuga átt. Við Hafnartorg standa yfir miklar framkvæmdir sem borgarbúar komast ekki hjá að verða varir við. Þar eiga að verða til íbúðir. Íbúðir skortir einmitt á höfuðborgarsvæðinu en almenningur hefur samt enga ástæðu til að fagna. Þessar íbúðir eru nefnilega alls ekki ætlaðar venjulegu fólki. Þetta eru lúxusíbúðir þar sem ekkert er til sparað. Óhófið er reyndar svo mikið að þær dýrustu munu kosta um 400 milljónir. Það er eins og einhverjir einstaklingar hafi fengið svæsið nostalgíukast og þrái að hverfa aftur til áranna fyrir hrun þegar flottræfilshátturinn var svo umsvifamikill að gull var jafnvel lagt sér til munns í veislum, eins og frægt varð. Íbúðirnar við Hafnartorg eru hannaðar fyrir þá allra ríkustu. Ólíklegt er þó að íslenskir auðmenn muni hreiðra um sig í þessum lúxusíbúðum. Þeir þola ekki hverjir aðra. Það yrði þeim ofraun að þurfa að mætast reglulega í lyftunni eða á stigaganginum og neyðast til að bjóða góðan daginn. Þeir gætu aldrei sætt sig við slíkt sambýli. Íbúðirnar hljóta því að vera hugsaðar fyrir erlenda auðkýfinga. Ólíklegt er að þeir setjist hér að, en ekki er útilokað að þeir vilji eiga hér afdrep þegar þeir þrá tilbreytingu frá lífi í stórborgum á borð við New York, París og Róm. Fólk þarf ekki að vera í Sósíalistaflokknum til að spyrja sjálfsagðra spurninga eins og af hverju slík ofuráhersla sé lögð á hag auðjöfra að þeim sé ætlaður alveg sérstakur staður í hjarta Reykjavíkur. Það má svo velta fyrir sér af hverju ekkert heyrist frá borgarstjórnarmeirihlutanum um allan þennan ofurlúxus sem þarna er fyrirhugað að skapa. Ekki er hægt að ætla annað en meirihlutanum þyki þetta hið besta mál. Allavega heyrast ekki óánægjuraddir úr þeim ranni. Finnst Vinstri grænum í borginni það virkilega vera brýnt forgangsmál að hlaða undir auðmenn? Hvar er jafnaðarstefna Samfylkingarinnar, er henni bara veifað stundum en falin þess á milli? Og eru Píratar að breytast í örgustu kapítalista? Er Björt framtíð svo buguð að hún getur ekki lengur tjáð sig? Gott væri að fá svör við þessum spurningum fyrir kosningar. Og um leið á að spyrja þennan sama meirihluta: Eruð þið búin að selja verktökum og fjárfestum sál ykkar og sannfæringu?
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun