Stórfelld tækifæri við friðlýsingar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Náttúra Íslands er stórbrotin og það er sameiginlegt verkefni okkar að gæta hennar vel. Þótt náttúruvernd hljóti alltaf að verða náttúrunnar vegna er einnig mikilvægt að nálgast hana út frá hagrænum og samfélagslegum þáttum. Hvaða tækifæri felast til dæmis í friðlýsingu svæða fyrir byggðir landsins? Fyrir ferðaþjónustuna, bændur, landeigendur og okkur öll sem samfélag? Náttúruvernd og efnahagsmálum hefur gjarnan verið stillt upp sem andstæðum, en svo er ekki. Ég vil nálgast málið á annan hátt. Síðastliðinn föstudag kynnti ég í ríkisstjórn áform um átak í friðlýsingum en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á það. Átakið felur í sér að friðlýsa svæði sem njóta eiga verndar gegn orkunýtingu (verndarflokkur rammaáætlunar), sem og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem ályktað hefur verið um að friðlýsa en hefur ekki verið lokið. Í stjórnarsáttmála er einnig tilgreint að stofna beri þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi vegna ferðamanna. Aukið fjármagn hefur þegar verið sett í þetta, sem er lykilatriði.Gildir það sama um Geysi og Hornstrandir? Á Íslandi eru nú þegar vel yfir 100 friðlýst svæði. Friðlýsingar eru þannig ekki nýjar af nálinni en áherslan nú er að nálgast þær út frá þeim margvíslegu tækifærum sem þær fela í sér. Sú mýta hefur verið lífseig að allt sé bannað á öllum friðlýstum svæðum. Það er þó ekki raunin. Á sumum svæðum eru einhverjar takmarkanir, t.d. á Hornströndum þar sem markmiðið er að halda byggingum og innviðum í lágmarki til að náttúran haldist villt og lítt snortin. Annars staðar getur hins vegar einmitt verið um uppbyggingu innviða að ræða til að vernda náttúruna, svo sem á Þingvöllum og Geysi, þar sem svæðin lægju að öðrum kosti undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Á enn öðrum náttúruverndarsvæðum eru flestar hefðbundnar nytjar leyfðar svo framarlega að þær uppfylli markmið um sjálfbærni. Hver eru áhrifin? Náttúruvernd getur haft mikil jákvæð efnahagsleg áhrif, ekki síst vegna þeirra möguleika sem snúa að ferðaþjónustu. Líkt og við þekkjum vel nefna langflestir ferðamenn sem hingað koma náttúruna sem helstu ástæðu Íslandsfarar. Tímamótarannsókn innan Háskóla Íslands leiddi í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið lagði til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komu 58 krónur til baka til samfélagsins. Nærri helmingur af því sem garðurinn skilaði þjóðarbúinu varð eftir á Snæfellsnesinu. Þetta eru frábærar fréttir en ein rannsókn er ekki nóg. Við þurfum að skilja betur þau efnahagslegu áhrif sem friðlýsing hefur, ekki síst á byggðirnar í kring. Af þeim sökum hef ég ákveðið að láta mæla efnahagsleg áhrif náttúruverndarsvæða víða um land, alls á ellefu stöðum. Hagfræðistofnun HÍ hefur þegar hafið þessa vinnu. Sóknarfæri fyrir dreifðar byggðir Annað spennandi verkefni sem er framundan er svokölluð sviðsmyndagreining fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði. Valin verða þrjú til fimm svæði til að kanna þau tækifæri sem friðlýsing þessara svæða gæti falið í sér. Markmiðið er að líta sérstaklega til dreifðra byggða. Ég vil einnig horfa til aukins samstarfs við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda eru mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í einkaeigu. Ég hlakka til þessarar vinnu með samstarfsfólki mínu í ráðuneytinu, Umhverfisstofnun og síðast en ekki síst fólkinu í landinu.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er stórbrotin og það er sameiginlegt verkefni okkar að gæta hennar vel. Þótt náttúruvernd hljóti alltaf að verða náttúrunnar vegna er einnig mikilvægt að nálgast hana út frá hagrænum og samfélagslegum þáttum. Hvaða tækifæri felast til dæmis í friðlýsingu svæða fyrir byggðir landsins? Fyrir ferðaþjónustuna, bændur, landeigendur og okkur öll sem samfélag? Náttúruvernd og efnahagsmálum hefur gjarnan verið stillt upp sem andstæðum, en svo er ekki. Ég vil nálgast málið á annan hátt. Síðastliðinn föstudag kynnti ég í ríkisstjórn áform um átak í friðlýsingum en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á það. Átakið felur í sér að friðlýsa svæði sem njóta eiga verndar gegn orkunýtingu (verndarflokkur rammaáætlunar), sem og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem ályktað hefur verið um að friðlýsa en hefur ekki verið lokið. Í stjórnarsáttmála er einnig tilgreint að stofna beri þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi vegna ferðamanna. Aukið fjármagn hefur þegar verið sett í þetta, sem er lykilatriði.Gildir það sama um Geysi og Hornstrandir? Á Íslandi eru nú þegar vel yfir 100 friðlýst svæði. Friðlýsingar eru þannig ekki nýjar af nálinni en áherslan nú er að nálgast þær út frá þeim margvíslegu tækifærum sem þær fela í sér. Sú mýta hefur verið lífseig að allt sé bannað á öllum friðlýstum svæðum. Það er þó ekki raunin. Á sumum svæðum eru einhverjar takmarkanir, t.d. á Hornströndum þar sem markmiðið er að halda byggingum og innviðum í lágmarki til að náttúran haldist villt og lítt snortin. Annars staðar getur hins vegar einmitt verið um uppbyggingu innviða að ræða til að vernda náttúruna, svo sem á Þingvöllum og Geysi, þar sem svæðin lægju að öðrum kosti undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Á enn öðrum náttúruverndarsvæðum eru flestar hefðbundnar nytjar leyfðar svo framarlega að þær uppfylli markmið um sjálfbærni. Hver eru áhrifin? Náttúruvernd getur haft mikil jákvæð efnahagsleg áhrif, ekki síst vegna þeirra möguleika sem snúa að ferðaþjónustu. Líkt og við þekkjum vel nefna langflestir ferðamenn sem hingað koma náttúruna sem helstu ástæðu Íslandsfarar. Tímamótarannsókn innan Háskóla Íslands leiddi í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið lagði til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komu 58 krónur til baka til samfélagsins. Nærri helmingur af því sem garðurinn skilaði þjóðarbúinu varð eftir á Snæfellsnesinu. Þetta eru frábærar fréttir en ein rannsókn er ekki nóg. Við þurfum að skilja betur þau efnahagslegu áhrif sem friðlýsing hefur, ekki síst á byggðirnar í kring. Af þeim sökum hef ég ákveðið að láta mæla efnahagsleg áhrif náttúruverndarsvæða víða um land, alls á ellefu stöðum. Hagfræðistofnun HÍ hefur þegar hafið þessa vinnu. Sóknarfæri fyrir dreifðar byggðir Annað spennandi verkefni sem er framundan er svokölluð sviðsmyndagreining fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði. Valin verða þrjú til fimm svæði til að kanna þau tækifæri sem friðlýsing þessara svæða gæti falið í sér. Markmiðið er að líta sérstaklega til dreifðra byggða. Ég vil einnig horfa til aukins samstarfs við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda eru mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í einkaeigu. Ég hlakka til þessarar vinnu með samstarfsfólki mínu í ráðuneytinu, Umhverfisstofnun og síðast en ekki síst fólkinu í landinu.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun