Kafari lést í hellinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 04:38 Um 1000 manns hafa komið að aðgerðinni. Vísir/afp Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. Maðurinn, hinn 38 ára gamli Saman Gunan, er sagður hafa misst meðvitund og drukknað þegar hann var á leið aftur út úr hellinum. Hann hafði verið að flytja súrefniskúta til drengjanna og segir talsmaður björgunaraðgerðarinnar að svo virðist sem kafarinn hafi ekki haft nógu mikið súrefni handa sjálfum sér á bakaleiðinni. Öðrum kafara hafi tekist að draga hann úr hellinum en endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Gunan var búinn að segja skilið við sjóherinn en sneri aftur til að taka þátt í aðgerðinni, sem staðið hefur yfir í næstum tvær vikur.Sjá einnig: Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Um 1000 manns hafa komið að aðgerðinni, þeirra á meðal eru þrautþjálfaðir kafarar, hermenn og sjálfboðaliðar. Talsmaður aðgerðarinnar segir að andlát Gunan minni menn á hversu hættuleg björgunin er. Engu að síður hafi hópurinn ekki misst trúna og ætlar sér að halda ótrauður áfram. Nú sé reynt að koma súrefniskútum til drengjanna þar sem tugir björgunarsveitarmanna hafa gengið hratt á súrefnisbirgðirnar í hellinum. Þá er jafnframt unnið að því að leiða lögn inn í hellishvelfinguna þar sem drengirnir hírast sem nota megi til að flytja súrefni til hópsins. Björgunarsveitirnar höfðu vonast til að koma drengjunum út í dag, en gert er ráð fyrir mikilli rigningu á svæðinu um helgina. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Starfsmaður björgunarliðs í Taílandi segir að vonast sé til að að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. 5. júlí 2018 10:25 Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Elon Musk býður fram aðstoð við björgun fótboltastrákanna Fulltrúar á vegum Elon Musk eru í viðræðum við yfirvöld í Taílandi um hvernig fyrirtæki í eigu frumkvöðulsins geti aðstoðað við björgun fótboltastrákanna sem dvalið hafa í helli í tólf daga. 5. júlí 2018 23:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. Maðurinn, hinn 38 ára gamli Saman Gunan, er sagður hafa misst meðvitund og drukknað þegar hann var á leið aftur út úr hellinum. Hann hafði verið að flytja súrefniskúta til drengjanna og segir talsmaður björgunaraðgerðarinnar að svo virðist sem kafarinn hafi ekki haft nógu mikið súrefni handa sjálfum sér á bakaleiðinni. Öðrum kafara hafi tekist að draga hann úr hellinum en endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Gunan var búinn að segja skilið við sjóherinn en sneri aftur til að taka þátt í aðgerðinni, sem staðið hefur yfir í næstum tvær vikur.Sjá einnig: Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Um 1000 manns hafa komið að aðgerðinni, þeirra á meðal eru þrautþjálfaðir kafarar, hermenn og sjálfboðaliðar. Talsmaður aðgerðarinnar segir að andlát Gunan minni menn á hversu hættuleg björgunin er. Engu að síður hafi hópurinn ekki misst trúna og ætlar sér að halda ótrauður áfram. Nú sé reynt að koma súrefniskútum til drengjanna þar sem tugir björgunarsveitarmanna hafa gengið hratt á súrefnisbirgðirnar í hellinum. Þá er jafnframt unnið að því að leiða lögn inn í hellishvelfinguna þar sem drengirnir hírast sem nota megi til að flytja súrefni til hópsins. Björgunarsveitirnar höfðu vonast til að koma drengjunum út í dag, en gert er ráð fyrir mikilli rigningu á svæðinu um helgina.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Starfsmaður björgunarliðs í Taílandi segir að vonast sé til að að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. 5. júlí 2018 10:25 Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Elon Musk býður fram aðstoð við björgun fótboltastrákanna Fulltrúar á vegum Elon Musk eru í viðræðum við yfirvöld í Taílandi um hvernig fyrirtæki í eigu frumkvöðulsins geti aðstoðað við björgun fótboltastrákanna sem dvalið hafa í helli í tólf daga. 5. júlí 2018 23:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Starfsmaður björgunarliðs í Taílandi segir að vonast sé til að að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. 5. júlí 2018 10:25
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30
Elon Musk býður fram aðstoð við björgun fótboltastrákanna Fulltrúar á vegum Elon Musk eru í viðræðum við yfirvöld í Taílandi um hvernig fyrirtæki í eigu frumkvöðulsins geti aðstoðað við björgun fótboltastrákanna sem dvalið hafa í helli í tólf daga. 5. júlí 2018 23:18