Við eigum allt að vinna Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 17. júlí 2018 07:00 Ferðaþjónustan á Íslandi er í alþjóðlegri samkeppni um hylli ferðafólks. Rétt eins og íslenskt íþróttafólk sem keppir á HM þá þarf ferðaþjónustan að vera með skýr markmið, hafa gott leikskipulag og sjá til þess að hver einasti leikmaður sýni sínar bestu hliðar. Við eigum að hugsa stórt og spyrja „hvernig getur ferðaþjónustan skilað okkur velmegun til lengri tíma?“ og í stóra samhenginu, „hvernig getur Ísland orðið fyrirmynd annarra þjóða í sjálfbærri ferðaþjónustu?“. Hraður vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur haft mjög jákvæð áhrif á okkur sem þjóð. Það er óumdeilt að efnahagslegu áhrifin eru mjög mikil, bæði fyrir þjóðarbúið í heild og allan þann fjölda landsmanna sem hafa lífsviðurværi af því að þjónusta ferðafólk. En ferðaþjónustan hefur ekki bara efnahagsleg áhrif. Hún hefur líka félagsleg áhrif á alla einstaklinga og samfélög sem hún snertir. Þar að auki skilur þessi mikli straumur ferðafólks eftir sig spor á umhverfið og þau sömu náttúrugæði sem flest ferðafólk kemur hingað til að njóta. Það blasir því við að til þess að ferðaþjónustan hér á landi verði alþjóðleg fyrirmynd þurfum við að tryggja jafnvægi svo að áhrif hennar á alla þessa þrjá þætti, efnahag, samfélag og umhverfið verði jákvæð. Þegar þannig tekst til getum við sagt að atvinnugreinin í heild sé í heimsklassa, sé arðsöm, samfélagslega ábyrg og stuðli að sjálfbærni.Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgðÞað eru ekki bara íþróttir sem ferðaþjónustan getur leitað fyrirmynda í. Íslenskt atvinnulíf hefur þurft að þróast mun hraðar en í öðrum löndum sem við jafnan berum okkur saman við og má þannig segja að við hreinlega hoppuðum yfir allt að 100 ár í iðnbyltingunni þegar við vorum hernumin í seinni heimstyrjöldinni. Við þutum í gegnum þróun á hverri atvinnugreininni á fætur annarri, byggðum hús, þorp, bæi og borg. Hvort sem við horfum á landbúnað eða sjávarútveg þá hefur þróunin skilað okkur bættum afköstum, betri nýtingu og aukinni verðmætasköpun sem flestar þjóðir myndu vilja státa af. Þannig eigum við til að mynda fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur mið af fiskistofnum okkar og verndar þá fyrir ofveiði, sumir myndu jafnvel segja að við værum búin að byggja sjálfbærasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Hvernig væri að læra það besta af sjávarútveginum og verða alþjóðleg fyrirmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu þannig að til Íslands yrði litið sem skólabókardæmis um það hvernig stjórnun samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta er háttað? Við eigum allt að vinna í þeim efnum þar sem engin grein er eins samofin íslensku mannlífi og möguleikum á langtíma hagsæld líkt og ferðaþjónusta. Engin grein snertir jafn marga þætti samfélagsins með eins áhrifaríkum hætti og reiðir sig á þátttöku jafn fjölbreytts hóps. Ytri þættir eru ferðaþjónustunni afar hliðhollir, eins og lega landsins, náttúrfegurð, smæð, endurnýjanleg orka og áhugi alþjóðapressunnar út af íþróttum, listum og eldgosum. Það er hins vegar á okkar valdi, líkt og í sjávarútveginum og íslenskum íþróttaliðum, að setja skýra framtíðarsýn, samstillt gildismat, gott leikskipulag og ekki síst að tryggja vel þjálfað og hæfileikaríkt starfsfólk. Frá því í janúar 2017 hafa Íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð staðið fyrir hvatningarverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. Verkefnið er unnið í breiðu samstarfi allra helstu hagaðila í ferðaþjónustu með þátttöku yfir 340 fyrirtækja. Fyrirtækin hafa skuldbundið sig til að framfylgja fjórum einföldum þáttum en þeir snúa að náttúrunni, nærsamfélaginu, starfsfólki og öryggi gesta. Fyrirtækin geta einnig, með aðstoð Íslandsstofu, hvatt ferðafólk til ábyrgrar ferðahegðunar. Það er undir fyrirtækjunum sjálfum komið að koma boðskap sínum og markmiðum á framfæri, en stuðning, verkfæri og þjálfun geta þau sótt til framkvæmdaaðila. Verkefnið styður við þá skýru framtíðarsýn að við verðum, innan fárra ára, með réttu hugarfari, samvinnu, liðsheild og krafti, alþjóðleg fyrirmynd að sjálfbærri og ábyrgri ferðaþjónustu.Höfundar: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ketill Berg Magnússon Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á Íslandi er í alþjóðlegri samkeppni um hylli ferðafólks. Rétt eins og íslenskt íþróttafólk sem keppir á HM þá þarf ferðaþjónustan að vera með skýr markmið, hafa gott leikskipulag og sjá til þess að hver einasti leikmaður sýni sínar bestu hliðar. Við eigum að hugsa stórt og spyrja „hvernig getur ferðaþjónustan skilað okkur velmegun til lengri tíma?“ og í stóra samhenginu, „hvernig getur Ísland orðið fyrirmynd annarra þjóða í sjálfbærri ferðaþjónustu?“. Hraður vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur haft mjög jákvæð áhrif á okkur sem þjóð. Það er óumdeilt að efnahagslegu áhrifin eru mjög mikil, bæði fyrir þjóðarbúið í heild og allan þann fjölda landsmanna sem hafa lífsviðurværi af því að þjónusta ferðafólk. En ferðaþjónustan hefur ekki bara efnahagsleg áhrif. Hún hefur líka félagsleg áhrif á alla einstaklinga og samfélög sem hún snertir. Þar að auki skilur þessi mikli straumur ferðafólks eftir sig spor á umhverfið og þau sömu náttúrugæði sem flest ferðafólk kemur hingað til að njóta. Það blasir því við að til þess að ferðaþjónustan hér á landi verði alþjóðleg fyrirmynd þurfum við að tryggja jafnvægi svo að áhrif hennar á alla þessa þrjá þætti, efnahag, samfélag og umhverfið verði jákvæð. Þegar þannig tekst til getum við sagt að atvinnugreinin í heild sé í heimsklassa, sé arðsöm, samfélagslega ábyrg og stuðli að sjálfbærni.Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgðÞað eru ekki bara íþróttir sem ferðaþjónustan getur leitað fyrirmynda í. Íslenskt atvinnulíf hefur þurft að þróast mun hraðar en í öðrum löndum sem við jafnan berum okkur saman við og má þannig segja að við hreinlega hoppuðum yfir allt að 100 ár í iðnbyltingunni þegar við vorum hernumin í seinni heimstyrjöldinni. Við þutum í gegnum þróun á hverri atvinnugreininni á fætur annarri, byggðum hús, þorp, bæi og borg. Hvort sem við horfum á landbúnað eða sjávarútveg þá hefur þróunin skilað okkur bættum afköstum, betri nýtingu og aukinni verðmætasköpun sem flestar þjóðir myndu vilja státa af. Þannig eigum við til að mynda fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur mið af fiskistofnum okkar og verndar þá fyrir ofveiði, sumir myndu jafnvel segja að við værum búin að byggja sjálfbærasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Hvernig væri að læra það besta af sjávarútveginum og verða alþjóðleg fyrirmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu þannig að til Íslands yrði litið sem skólabókardæmis um það hvernig stjórnun samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta er háttað? Við eigum allt að vinna í þeim efnum þar sem engin grein er eins samofin íslensku mannlífi og möguleikum á langtíma hagsæld líkt og ferðaþjónusta. Engin grein snertir jafn marga þætti samfélagsins með eins áhrifaríkum hætti og reiðir sig á þátttöku jafn fjölbreytts hóps. Ytri þættir eru ferðaþjónustunni afar hliðhollir, eins og lega landsins, náttúrfegurð, smæð, endurnýjanleg orka og áhugi alþjóðapressunnar út af íþróttum, listum og eldgosum. Það er hins vegar á okkar valdi, líkt og í sjávarútveginum og íslenskum íþróttaliðum, að setja skýra framtíðarsýn, samstillt gildismat, gott leikskipulag og ekki síst að tryggja vel þjálfað og hæfileikaríkt starfsfólk. Frá því í janúar 2017 hafa Íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð staðið fyrir hvatningarverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. Verkefnið er unnið í breiðu samstarfi allra helstu hagaðila í ferðaþjónustu með þátttöku yfir 340 fyrirtækja. Fyrirtækin hafa skuldbundið sig til að framfylgja fjórum einföldum þáttum en þeir snúa að náttúrunni, nærsamfélaginu, starfsfólki og öryggi gesta. Fyrirtækin geta einnig, með aðstoð Íslandsstofu, hvatt ferðafólk til ábyrgrar ferðahegðunar. Það er undir fyrirtækjunum sjálfum komið að koma boðskap sínum og markmiðum á framfæri, en stuðning, verkfæri og þjálfun geta þau sótt til framkvæmdaaðila. Verkefnið styður við þá skýru framtíðarsýn að við verðum, innan fárra ára, með réttu hugarfari, samvinnu, liðsheild og krafti, alþjóðleg fyrirmynd að sjálfbærri og ábyrgri ferðaþjónustu.Höfundar: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar