Nítján kafarar komnir inn í hellinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2018 06:24 Elon Musk birti þessa mynd á Twitter-síðu sinni í nótt. Twitter Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. Stjórnendur björgunaraðgerðanna greindu frá því í morgun að nítján kafarar hefðu haldið af stað inn í hellinn klukkan 02:08 í nótt að íslenskum tíma og þeir búist við að aðgerðir dagsins verði tímafrekari en síðustu daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum á sunnudag í 8 klukkustunda langri aðgerð en ekki tók nema 6 klukkustundir að ná fjórum út til viðbótar í gær. Björgun dagsins verður þó ekki aðeins lengri af því að bjarga þarf fimm úr hellinum í dag, samanborið við fjóra drengi í síðustu aðgerðum. Auk hinna föstu hefur fjöldi kafara, læknir og aðrir björgunarmenn komið sér fyrir í hellinum og munu þeir verða síðastir út. Að sama skapi rigndi talsvert í norðurhluta Tælands í nótt. Að sögn talsmanna aðgerðanna ætti það þó ekki að hafa nein teljandi áhrif á aðgerðir dagsins.Frá blaðamannafundi í nótt.Vísir/APÞá var greint frá því í nótt að drengirnir átta sem komnir eru úr hellinum séu við góða heilsu. Þeir fá nú aðhlynningu á sjúkrahúsi og hafa fengið að hitta foreldra sína. Þeir eru þó enn í einangrun og hafa því þurft að tala við þá í gegnum gler. Tveir drengir eru þó sagðir vera með minniháttar lungnasýkingu. Þar að auki eru þeir með sólgleraugu öllum stundum, enda augun ennþá að aðlagast birtunni eftir 2 vikur í niðamyrkum hellinum. Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Þá mætti tæknifrömuðurinn Elon Musk með hinn víðfræga kafbát, sem hann lét vísindamenn sína setja saman á mettíma til að aðstoða við aðgerðirnar, þrátt fyrir að stjórnendur hefðu afþakkað boðið. Þeir segja að þó svo að báturinn sé tæknilega fullkominn henti hann ekki þessari tilteknu aðgerð. Musk skildi bátinn engu að síður eftir, ef þeim skyldi snúast hugur.Just returned from Cave 3. Mini-sub is ready if needed. It is made of rocket parts & named Wild Boar after kids' soccer team. Leaving here in case it may be useful in the future. Thailand is so beautiful. pic.twitter.com/EHNh8ydaTT— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2018 Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Átta bjargað í Taílandi en fimm þurfa að bíða til morguns Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. 9. júlí 2018 13:39 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. Stjórnendur björgunaraðgerðanna greindu frá því í morgun að nítján kafarar hefðu haldið af stað inn í hellinn klukkan 02:08 í nótt að íslenskum tíma og þeir búist við að aðgerðir dagsins verði tímafrekari en síðustu daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum á sunnudag í 8 klukkustunda langri aðgerð en ekki tók nema 6 klukkustundir að ná fjórum út til viðbótar í gær. Björgun dagsins verður þó ekki aðeins lengri af því að bjarga þarf fimm úr hellinum í dag, samanborið við fjóra drengi í síðustu aðgerðum. Auk hinna föstu hefur fjöldi kafara, læknir og aðrir björgunarmenn komið sér fyrir í hellinum og munu þeir verða síðastir út. Að sama skapi rigndi talsvert í norðurhluta Tælands í nótt. Að sögn talsmanna aðgerðanna ætti það þó ekki að hafa nein teljandi áhrif á aðgerðir dagsins.Frá blaðamannafundi í nótt.Vísir/APÞá var greint frá því í nótt að drengirnir átta sem komnir eru úr hellinum séu við góða heilsu. Þeir fá nú aðhlynningu á sjúkrahúsi og hafa fengið að hitta foreldra sína. Þeir eru þó enn í einangrun og hafa því þurft að tala við þá í gegnum gler. Tveir drengir eru þó sagðir vera með minniháttar lungnasýkingu. Þar að auki eru þeir með sólgleraugu öllum stundum, enda augun ennþá að aðlagast birtunni eftir 2 vikur í niðamyrkum hellinum. Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Þá mætti tæknifrömuðurinn Elon Musk með hinn víðfræga kafbát, sem hann lét vísindamenn sína setja saman á mettíma til að aðstoða við aðgerðirnar, þrátt fyrir að stjórnendur hefðu afþakkað boðið. Þeir segja að þó svo að báturinn sé tæknilega fullkominn henti hann ekki þessari tilteknu aðgerð. Musk skildi bátinn engu að síður eftir, ef þeim skyldi snúast hugur.Just returned from Cave 3. Mini-sub is ready if needed. It is made of rocket parts & named Wild Boar after kids' soccer team. Leaving here in case it may be useful in the future. Thailand is so beautiful. pic.twitter.com/EHNh8ydaTT— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2018
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Átta bjargað í Taílandi en fimm þurfa að bíða til morguns Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. 9. júlí 2018 13:39 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Átta bjargað í Taílandi en fimm þurfa að bíða til morguns Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. 9. júlí 2018 13:39