Heilbrigðiskerfi þjóðarinnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 19. september 2018 07:00 Kerfisbreytingar er tískuorð íslenskrar stjórnmálaumræðu. Nógu óljós merkimiði til að hægt sé að hengja á flest mál sem manni sjálfum hugnast – og stilla þeim sem andsnúin eru upp sem afturhaldi. Merkimiðinn er líka hengdur á mál sem ekki er endilega víst að njóti almennrar hylli ef þau væru einfaldlega kölluð sínu rétta nafni. Mælingar hafa sýnt það mörg undanfarin ár að mikill meirihluti almennings vill að lögð sé áhersla á uppbyggingu opinbers heilbrigðiskerfis. Er það ákall um kerfisbreytingu? Svari hver sem vill. Heilbrigðisráðherra vinnur nú að heildarstefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Það er þarft verk, því fátt snertir okkur meira en heilbrigðiskerfið og það er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs. Á sama tíma og ákall er um vönduð vinnubrögð eigum við því að fagna þessari heildarskoðun sem er löngu tímabær. Markmiðið er að svara því hvernig heilbrigðisþjónusta við viljum að sé í boði á Íslandi, hverjir veiti hana og þá hvar, hvenær og ótal fleiri spurningum, til dæmis því hver hlutur sjúklinga á að vera í kostnaði. Einnig á hún að tryggja að þau stórauknu framlög til heilbrigðismála sem ríkisstjórnin stendur fyrir nýtist sem best. Það er ekki að gamni sínu gert að fara í þessa vinnu; fjölmargar skýrslur og greiningar sýna hve brotakennt heilbrigðiskerfið okkar er. Úttekt erlendra spekinga á vegum McKinsey sem skoðuðu Landspítalann 2016 er eitt dæmi. Annað er nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands, þar sem kallað er eftir að gerðar séu breytingar á kaupum á heilbrigðisþjónustu og þær byggi á heildstæðri stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur stigið það þarfa skref að hefja vinnu við endurmat á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Svandís er að bregðast við skýrum vilja almennings og athugasemdum virtra aðila með því að stefna að kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Ég styð hana í því þarfa verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Kerfisbreytingar er tískuorð íslenskrar stjórnmálaumræðu. Nógu óljós merkimiði til að hægt sé að hengja á flest mál sem manni sjálfum hugnast – og stilla þeim sem andsnúin eru upp sem afturhaldi. Merkimiðinn er líka hengdur á mál sem ekki er endilega víst að njóti almennrar hylli ef þau væru einfaldlega kölluð sínu rétta nafni. Mælingar hafa sýnt það mörg undanfarin ár að mikill meirihluti almennings vill að lögð sé áhersla á uppbyggingu opinbers heilbrigðiskerfis. Er það ákall um kerfisbreytingu? Svari hver sem vill. Heilbrigðisráðherra vinnur nú að heildarstefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Það er þarft verk, því fátt snertir okkur meira en heilbrigðiskerfið og það er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs. Á sama tíma og ákall er um vönduð vinnubrögð eigum við því að fagna þessari heildarskoðun sem er löngu tímabær. Markmiðið er að svara því hvernig heilbrigðisþjónusta við viljum að sé í boði á Íslandi, hverjir veiti hana og þá hvar, hvenær og ótal fleiri spurningum, til dæmis því hver hlutur sjúklinga á að vera í kostnaði. Einnig á hún að tryggja að þau stórauknu framlög til heilbrigðismála sem ríkisstjórnin stendur fyrir nýtist sem best. Það er ekki að gamni sínu gert að fara í þessa vinnu; fjölmargar skýrslur og greiningar sýna hve brotakennt heilbrigðiskerfið okkar er. Úttekt erlendra spekinga á vegum McKinsey sem skoðuðu Landspítalann 2016 er eitt dæmi. Annað er nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands, þar sem kallað er eftir að gerðar séu breytingar á kaupum á heilbrigðisþjónustu og þær byggi á heildstæðri stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur stigið það þarfa skref að hefja vinnu við endurmat á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Svandís er að bregðast við skýrum vilja almennings og athugasemdum virtra aðila með því að stefna að kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Ég styð hana í því þarfa verki.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun