„Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2018 14:09 Margrét Kristín er nýr formaður Samtaka leigjenda. Aðsend/Alda Lóa Leifsdóttir Það að búa í öruggu húsnæði ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að sögn nýs formanns Samtaka leigjenda. Meiri samtakamátt þurfi til að ná eyrum stjórnvalda. Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður en sjálf hefur hún lengi verið á leigumarkaði. Hún segir mörg ærin verkefni framundan.„Að það sé hægt að sprengja upp leiguverð hvað eftir annað og það séu engin viðurlög við því eða ekkert þak sett á það hvað má rukka fólk um háa leigu, það er náttúrlega bara út í hött,“ segir Magga Stína. Kosið var í 34 manna stjórn á aðalfundinum í gær sem í sitja leigjendur hvaðanæva að af landinu. „Þessum samtökum er ætlað að vekja upp einhvers konar kannski stærri bylgju og vera í miklu sambandi við leigjendur. Leigjendur eru auðvitað mjög ólíkur hópur.“ Til stendur að stofna félög innan Samtaka leigjenda sem sinna munu hagsmunagæslu ólíkra hópa leigjenda. „Í næstu viku verður stofnað félag leigjenda í félagsbústöðum innan þessara samtaka.“ Þá verður leitað til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf að sögn Möggu Stínu. „Ég myndi segja að það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi. Eins og sögurnar herma þá náttúrlega þarf auðvitað miklu meiri samtakamátt til þess að ná eyrum stjórnvalda. Það er eitthvað sem er verkefni sem liggur fyrir í raun og veru, að taka tappann úr eyrum stjórnvalda,“ segir Magga Stína sem hlakkar til að takast á við verkefnið og hyggst fara keik út í baráttuna. Tengdar fréttir Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Það að búa í öruggu húsnæði ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að sögn nýs formanns Samtaka leigjenda. Meiri samtakamátt þurfi til að ná eyrum stjórnvalda. Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður en sjálf hefur hún lengi verið á leigumarkaði. Hún segir mörg ærin verkefni framundan.„Að það sé hægt að sprengja upp leiguverð hvað eftir annað og það séu engin viðurlög við því eða ekkert þak sett á það hvað má rukka fólk um háa leigu, það er náttúrlega bara út í hött,“ segir Magga Stína. Kosið var í 34 manna stjórn á aðalfundinum í gær sem í sitja leigjendur hvaðanæva að af landinu. „Þessum samtökum er ætlað að vekja upp einhvers konar kannski stærri bylgju og vera í miklu sambandi við leigjendur. Leigjendur eru auðvitað mjög ólíkur hópur.“ Til stendur að stofna félög innan Samtaka leigjenda sem sinna munu hagsmunagæslu ólíkra hópa leigjenda. „Í næstu viku verður stofnað félag leigjenda í félagsbústöðum innan þessara samtaka.“ Þá verður leitað til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf að sögn Möggu Stínu. „Ég myndi segja að það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi. Eins og sögurnar herma þá náttúrlega þarf auðvitað miklu meiri samtakamátt til þess að ná eyrum stjórnvalda. Það er eitthvað sem er verkefni sem liggur fyrir í raun og veru, að taka tappann úr eyrum stjórnvalda,“ segir Magga Stína sem hlakkar til að takast á við verkefnið og hyggst fara keik út í baráttuna.
Tengdar fréttir Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13