„Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2018 19:17 Nokkur eftirspurn er eftir þjónustu ísraelsks staðgöngumæðrunarfyrirtækis sem nú býður þjónustu sína hér á landi. Staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi en talsmaður fyrirtækisins fullyrðir að starfsemin standist lög þar sem staðgöngumóðir gangi með barnið erlendis. Fyrirtækið Tammuz Nordic býður Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun en forsvarsmaður fyrirtækisins segir nokkur áhugasöm íslensk pör nú íhuga að nýta sér þjónustuna. „Það er ekki hægt að hefja ferli staðgöngumæðrunar á Íslandi. Við getum það ekki af því að hún er ólögleg á Íslandi. Hinsvegar getum við skipulagt staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum, Úkraínu eða Albaníu þar sem það er löglegt og íslenskum ríkisborgurum er heimilt með lögum að nýta sér ferlið,“ segir Mikkel Raahede, fulltrúi Tammuz Nordic gagnvart Íslandi og Danmörku. Aðspurður segir hann fyrirtækið ekki þurfa sérstakt leyfi stjórnvalda til að bjóða þjónustu sína hér á landi. „Við störfum innan íslensks lagaramma. Ég hef ráðfært mig við bæði prófessor við Háskóla Íslands og við lögfræðing í Reykjavík og starfsemi okkar er sannarlega í samræmi við íslensk lög.“Þyrí Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður.Vísir/EgillÞyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður sem hefur verið fyrirtækinu innan handar, tekur undir þau orð. Til að barn geti fengið íslenskan ríkisborgararétt verði það þó að vera blóðskylt að minnsta kosti öðru foreldri. „Í rauninni eru íslensk lög ekki skýr með þessa mótttöku, um hvernig eigi að taka við barninu, og það er auðvitað verið að taka út eitt hér og annað þar, eins og með ríkisborgararéttinn eða með skráningu forsjár og ýmislegt í þeim dúr og við auðvitað bara vinnum innan þess ramma,“ segir Þurý. Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á þessu þingi samkvæmt svari við fyrirspurn fréttastofu í sumar. Það sé mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. „Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja og þegar um er að ræða fólk sem hefur ferlið með stóra drauma. Mér finnst að við megum ekki leggja stein í götu þeirra kvenna sem vilja ganga með barn fyrir aðra,“ segir Mikkel. Tengdar fréttir Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00 Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Nokkur eftirspurn er eftir þjónustu ísraelsks staðgöngumæðrunarfyrirtækis sem nú býður þjónustu sína hér á landi. Staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi en talsmaður fyrirtækisins fullyrðir að starfsemin standist lög þar sem staðgöngumóðir gangi með barnið erlendis. Fyrirtækið Tammuz Nordic býður Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun en forsvarsmaður fyrirtækisins segir nokkur áhugasöm íslensk pör nú íhuga að nýta sér þjónustuna. „Það er ekki hægt að hefja ferli staðgöngumæðrunar á Íslandi. Við getum það ekki af því að hún er ólögleg á Íslandi. Hinsvegar getum við skipulagt staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum, Úkraínu eða Albaníu þar sem það er löglegt og íslenskum ríkisborgurum er heimilt með lögum að nýta sér ferlið,“ segir Mikkel Raahede, fulltrúi Tammuz Nordic gagnvart Íslandi og Danmörku. Aðspurður segir hann fyrirtækið ekki þurfa sérstakt leyfi stjórnvalda til að bjóða þjónustu sína hér á landi. „Við störfum innan íslensks lagaramma. Ég hef ráðfært mig við bæði prófessor við Háskóla Íslands og við lögfræðing í Reykjavík og starfsemi okkar er sannarlega í samræmi við íslensk lög.“Þyrí Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður.Vísir/EgillÞyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður sem hefur verið fyrirtækinu innan handar, tekur undir þau orð. Til að barn geti fengið íslenskan ríkisborgararétt verði það þó að vera blóðskylt að minnsta kosti öðru foreldri. „Í rauninni eru íslensk lög ekki skýr með þessa mótttöku, um hvernig eigi að taka við barninu, og það er auðvitað verið að taka út eitt hér og annað þar, eins og með ríkisborgararéttinn eða með skráningu forsjár og ýmislegt í þeim dúr og við auðvitað bara vinnum innan þess ramma,“ segir Þurý. Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á þessu þingi samkvæmt svari við fyrirspurn fréttastofu í sumar. Það sé mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. „Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja og þegar um er að ræða fólk sem hefur ferlið með stóra drauma. Mér finnst að við megum ekki leggja stein í götu þeirra kvenna sem vilja ganga með barn fyrir aðra,“ segir Mikkel.
Tengdar fréttir Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00 Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00
Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00